í byrjun vikunnar kláraðist 22. þáttaröðin og gaf Arie Luyendyk Jr. út síðustu rósina. Hann mætti ásamt unnustu sinni í spjallþátt Jimmy Kimmel í vikunni og ræddu þau tvö saman um þáttinn og framtíðina.
Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki horf á nýjustu þáttaröðina af The Bachelor og vilja alls ekki vita hvaða konu Arie valdi þurfa að hætta að lesa strax.
.
.
.
.
.
Það er búið að vara þig við.
.
.
.
.
.
.
Aldrei áður í sögu þáttanna hefur orðið eins mikill viðsnúningur undir lok þáttaraðar. Í síðasta þættinum er vaninn að piparsveinninn velji sér eiginkonu og það gerði Arie svo sannarlega.
Hann valdi konu sem ber nafnið Becca Kufrin. Því varð Luyendyk að tilkynna Lauren B að hún hefði ekki orðið fyrir valinu.
Það sem gerist í framhaldinu hefur aldrei áður gerst í sögu þáttanna. Arie og Becca hefja samband sitt, en þá hefur lokaþátturinn í þáttaröðinni ekki verið sýndur í bandarísku sjónvarpi.
Allt í einu fær Arie bakþanka og tekur þá ákvörðun að slíta sambandi sínu og Becca. Í lokaþættinum fer kappinn síðan á skeljarnar í beinni útsendingu og biður Lauren B um að giftast sér.
Algjör u-beygja hjá þessum þekkta kappakstursmanni og má segja að þetta hafi ekki fallið í kramið hjá bandarísku þjóðinni. Nú þegar er talað um óvinsælasta piparsveininn í sögu þáttanna.
Nýtrúlofaða parið mætti til Jimmy Kimmel í gær og ræddi þar málið. Hér að neðan má sjá viðtalið við parið og einnig má sjá umfjöllun fréttastofu ABC um þessa mögnuðu atburðarrás.