Þrír handteknir á Grettisgötu í tengslum við lögregluaðgerð á Ægisíðu Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2018 13:29 Frá aðgerðum lögreglu á Ægisíðu í morgun. Vísir/Egill Þrír menn voru handteknir í Grettisgötu um hádegisbil í dag. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að handtökurnar tengist lögregluaðgerðinni á Ægisíðu í morgun, en fjórir menn voru handteknir þá. Samtals eru því sjö manns í haldi í tengslum við málið. Jóhann Karl segir í samtali við Vísi að mennirnir sem handteknir voru í Grettisgötu verði yfirheyrðir og ákveðið verði síðar hvort ástæða þykir til að halda þeim lengur. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu í dag vegna aðgerðanna á Ægisíðu. Þar kom fram að lögreglunni hefði verið tilkynnt um mál sem tekið var alvarlega og viðbúnaður í samræmi við það. Fjöldi sérsveitarbíla voru sendir á vettvangi og mátti sjá nokkra sérsveitarmenn vopnaða skotvopnum. Fimm sérsveitarmenn fóru inn í hús á Ægisíðu, móts við N1 á ellefta tímanum í dag, og leiddu nokkru síðar út mann í járnum sem var færður í lögreglubíl. Bæði sérsveitarmenn og almennir lögreglumenn höfðu tekið sér stöðu og lokað fyrir umferð um Ægissíðu frá Hofsvallagötu til Kaplaskjólsvegar. Þá voru sjúkraflutningamenn á vettvangi. Fyrr um morguninn, á níunda tímanum, hafði lögregla afskipti af leigubíl af stærri gerðinni við Hagamel, rétt ofan við Ísbúð Vesturbæjar. Í bílnum voru tveir farþegar og var að minnsta kosti annar þeirra illa farinn í andlitinu, eins og eftir líkamsárás. Þeir voru undir áhrifum og vildu lítið segja lögreglu. Voru þeir handteknir og færðir af vettvangi. Annar þeirra mótmælti því að vera handtekinn að sögn sjónarvotts sem Vísir ræddi við. Fréttin var uppfærð klukkan 14:15 með þeim upplýsingum að þrír hafi verið handteknir á Grettisgötu en ekki tveir eins og lögregla sagði fyrst.
Þrír menn voru handteknir í Grettisgötu um hádegisbil í dag. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að handtökurnar tengist lögregluaðgerðinni á Ægisíðu í morgun, en fjórir menn voru handteknir þá. Samtals eru því sjö manns í haldi í tengslum við málið. Jóhann Karl segir í samtali við Vísi að mennirnir sem handteknir voru í Grettisgötu verði yfirheyrðir og ákveðið verði síðar hvort ástæða þykir til að halda þeim lengur. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu í dag vegna aðgerðanna á Ægisíðu. Þar kom fram að lögreglunni hefði verið tilkynnt um mál sem tekið var alvarlega og viðbúnaður í samræmi við það. Fjöldi sérsveitarbíla voru sendir á vettvangi og mátti sjá nokkra sérsveitarmenn vopnaða skotvopnum. Fimm sérsveitarmenn fóru inn í hús á Ægisíðu, móts við N1 á ellefta tímanum í dag, og leiddu nokkru síðar út mann í járnum sem var færður í lögreglubíl. Bæði sérsveitarmenn og almennir lögreglumenn höfðu tekið sér stöðu og lokað fyrir umferð um Ægissíðu frá Hofsvallagötu til Kaplaskjólsvegar. Þá voru sjúkraflutningamenn á vettvangi. Fyrr um morguninn, á níunda tímanum, hafði lögregla afskipti af leigubíl af stærri gerðinni við Hagamel, rétt ofan við Ísbúð Vesturbæjar. Í bílnum voru tveir farþegar og var að minnsta kosti annar þeirra illa farinn í andlitinu, eins og eftir líkamsárás. Þeir voru undir áhrifum og vildu lítið segja lögreglu. Voru þeir handteknir og færðir af vettvangi. Annar þeirra mótmælti því að vera handtekinn að sögn sjónarvotts sem Vísir ræddi við. Fréttin var uppfærð klukkan 14:15 með þeim upplýsingum að þrír hafi verið handteknir á Grettisgötu en ekki tveir eins og lögregla sagði fyrst.
Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. 7. mars 2018 11:01 Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Mikill viðbúnaður er á svæðinu. 7. mars 2018 09:05 Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. 7. mars 2018 11:01
Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04