Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. mars 2018 11:33 Nemendur gripu margir hverjir í tómt þegar kveikt var á tölvunum í morgun. Vísir/Vilhelm Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku. Aðeins þrír nemendur af 47 í Vatnsendaskóla í Kópavogi gátu lokið prófinu. Samræmdu prófin svokölluðu hófust í dag í 9. bekk. Lögð verða þrjú próf fyrir 4.303 nemendur í 141 skóla og var íslenskupróf á dagskránni í dag. Prófin eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Áttu prófin að byrja klukkan níu en fljótlega fór að bera á vandamálum. Í samtali við Vísi segir Guðrún Soffía Jónasdóttir, skólastjóri Vatnsendaskóla í Kópavog, að sumir hafi komist inn í prófið, aðrir ekki. „Annaðhvort komust nemendur ekki inn, nokkrir komust inn og gátu byrjað að svara en svo lokaðist prófið. Hjá okkur gátu einungis þrír lokið prófinu,“ segir Guðrún Soffía en alls áttu 47 nemendur skólans að þreyta prófið í dag.Látið var vita af vandanum á Facebook-síðu Menntamálastofnunar og þar er birtur tölvupóstur sem sendur var á skólastjórnendur vegna vandamálanna sem komu upp. „Því miður eru vandamál með aðgengi að prófakerfi samræmdu prófanna. Netþjónn sem er staðsettur í Evrópu virðist ekki valda álagi vegna prófanna,“ segir í tölvupóstinum. Þar segir einnig að ákveðið hafi verið að heimila skólum að taka ákvörðun hvort fresta ætti próftöku og að sums staðar gangi próftaka vel. Segir Guðrún að í Vatnsendaskóla hafi verið tekin ákvörðun um að fresta prófinu en margir nemendur höfðu þá beðið í um 90 mínútur eftir að komast inn í prófið. Ákvörðun verður tekin á næstu dögum hvenær hægt verður að leggja íslenskuprófið aftur fyrir en samræmd próf í stærðfræði og ensku eru áfram á dagskrá á morgun og föstudag. Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku. Aðeins þrír nemendur af 47 í Vatnsendaskóla í Kópavogi gátu lokið prófinu. Samræmdu prófin svokölluðu hófust í dag í 9. bekk. Lögð verða þrjú próf fyrir 4.303 nemendur í 141 skóla og var íslenskupróf á dagskránni í dag. Prófin eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Áttu prófin að byrja klukkan níu en fljótlega fór að bera á vandamálum. Í samtali við Vísi segir Guðrún Soffía Jónasdóttir, skólastjóri Vatnsendaskóla í Kópavog, að sumir hafi komist inn í prófið, aðrir ekki. „Annaðhvort komust nemendur ekki inn, nokkrir komust inn og gátu byrjað að svara en svo lokaðist prófið. Hjá okkur gátu einungis þrír lokið prófinu,“ segir Guðrún Soffía en alls áttu 47 nemendur skólans að þreyta prófið í dag.Látið var vita af vandanum á Facebook-síðu Menntamálastofnunar og þar er birtur tölvupóstur sem sendur var á skólastjórnendur vegna vandamálanna sem komu upp. „Því miður eru vandamál með aðgengi að prófakerfi samræmdu prófanna. Netþjónn sem er staðsettur í Evrópu virðist ekki valda álagi vegna prófanna,“ segir í tölvupóstinum. Þar segir einnig að ákveðið hafi verið að heimila skólum að taka ákvörðun hvort fresta ætti próftöku og að sums staðar gangi próftaka vel. Segir Guðrún að í Vatnsendaskóla hafi verið tekin ákvörðun um að fresta prófinu en margir nemendur höfðu þá beðið í um 90 mínútur eftir að komast inn í prófið. Ákvörðun verður tekin á næstu dögum hvenær hægt verður að leggja íslenskuprófið aftur fyrir en samræmd próf í stærðfræði og ensku eru áfram á dagskrá á morgun og föstudag.
Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira