Tilraunin Bjarni Karlsson skrifar 7. mars 2018 07:00 Við erum þátttakendur í stærstu tilraun sem gerð hefur verið á jörðinni. Hún hófst seint á sautjándu öld og er kennd við upplýsingu og nútíma. Ótrúlegar framfarir hafa átt sér stað, skýjakljúfar hafa risið, þotur svífa um gufuhvolfið og alnetið tengir okkur saman með aðstoð gervihnatta, að ekki sé minnst á framfarir í læknavísindum sem linað hafa þjáningar og bætt árum við mannsævir. Tilraunin hófst fyrir meira en þrjú hundruð árum og þetta er búið að vera stórkostlegt ferðalag en nú eru niðurstöður komnar fram sem sýna að samhliða sigurgöngu nútíma þekkingar og tækni hefur orðið til hnattrænt hagkerfi sem snýr þannig að bankaskuldin er hjá þróunarríkjum í suðri gagnvart iðnríkjum í norðri sem aftur eiga þorra vistkerfisskuldanna. Þá hefur orðið til sáttmáli tækni og hagkerfis þess efnis að framkvæma skuli allt sem er tæknilega gerlegt svo lengi sem það skapi hagvöxt. En gallinn er sá að hagvöxtur er þröngt sjónarhorn og tekur ekki til heilsu jarðvegs og vatnasviða, veltir ekki fyrir sér vexti eyðimarka eða rýrnun líffræðilegs fjölbreytileika og spyr ekki að líðan manna og annarra lífvera. Ljóst er orðið að árangurinn sem náðst hefur byggir á vistkerfisskuld fyrir hönd ófæddra barna sem óvíst er hvort þau nokkru sinni ná að standa undir á meðan neyslu- og framleiðslumynstur reiða sig mikið á barnaþrælkun. Nútíminn var stórkostleg tilraun með enn stórkostlegri veikleikum sem bitna sérstaklega á framtíðinni. Í eftirnútímanum ríður á að hlusta vel og nýta öll þekkingarform mannkyns; vísindi, listir, trúarbrögð, frumbyggjafræði, þjóðsögur og hvað annað sem hönd á festir. Vandinn er flókinn en eitt blasir við: Tíma yfirráðanna er lokið en tími samráðsins runninn upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Við erum þátttakendur í stærstu tilraun sem gerð hefur verið á jörðinni. Hún hófst seint á sautjándu öld og er kennd við upplýsingu og nútíma. Ótrúlegar framfarir hafa átt sér stað, skýjakljúfar hafa risið, þotur svífa um gufuhvolfið og alnetið tengir okkur saman með aðstoð gervihnatta, að ekki sé minnst á framfarir í læknavísindum sem linað hafa þjáningar og bætt árum við mannsævir. Tilraunin hófst fyrir meira en þrjú hundruð árum og þetta er búið að vera stórkostlegt ferðalag en nú eru niðurstöður komnar fram sem sýna að samhliða sigurgöngu nútíma þekkingar og tækni hefur orðið til hnattrænt hagkerfi sem snýr þannig að bankaskuldin er hjá þróunarríkjum í suðri gagnvart iðnríkjum í norðri sem aftur eiga þorra vistkerfisskuldanna. Þá hefur orðið til sáttmáli tækni og hagkerfis þess efnis að framkvæma skuli allt sem er tæknilega gerlegt svo lengi sem það skapi hagvöxt. En gallinn er sá að hagvöxtur er þröngt sjónarhorn og tekur ekki til heilsu jarðvegs og vatnasviða, veltir ekki fyrir sér vexti eyðimarka eða rýrnun líffræðilegs fjölbreytileika og spyr ekki að líðan manna og annarra lífvera. Ljóst er orðið að árangurinn sem náðst hefur byggir á vistkerfisskuld fyrir hönd ófæddra barna sem óvíst er hvort þau nokkru sinni ná að standa undir á meðan neyslu- og framleiðslumynstur reiða sig mikið á barnaþrælkun. Nútíminn var stórkostleg tilraun með enn stórkostlegri veikleikum sem bitna sérstaklega á framtíðinni. Í eftirnútímanum ríður á að hlusta vel og nýta öll þekkingarform mannkyns; vísindi, listir, trúarbrögð, frumbyggjafræði, þjóðsögur og hvað annað sem hönd á festir. Vandinn er flókinn en eitt blasir við: Tíma yfirráðanna er lokið en tími samráðsins runninn upp.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun