
Tilfinningar eru ekki „our choice“
Lítill sex ára gutti í sætinu við hliðina á mér skemmtir sér ekki síður vel. Hann getur vart setið kyrr og iðar allur af spenningi, enda búinn að bíða og bíða í mörg ár eftir þessu kvöldi; eða svo segir hann og leggur sérstaka áherslu á lýsingarorðið mörg. Hann stekkur upp á stól þegar Aron Hannes og hans félagar stíga á svið og syngur íslenska textann með ensku útgáfunni. Skælbrosandi veifar hann fána og trampar niður fótum í takt við lagið. Ég reyni að forða hvítu kápunni minni en sé að vinstri hliðin hefur þegar fengið smart Nike-skómynstur í stærð þrjátíu. Ég spái samt ekki í það því gleði litla kútsins hrífur mig með inn í óumflýjanlega sæluvímu sem aðeins stigmagnast þegar Dagur kemur inn á sviðið með stormsveip.
Þegar allir keppendur hafa flutt sín lög tekur við spennuþrungin bið og símreikningar landsmanna hækka til muna. Litli sex ára guttinn fær líka að kjósa og tryggir þar Aroni þrjú stig sem og Heimilistónum og Degi hvort sitt stigið. Hann fylgist fullur eftirvæntingar með stigagjöfum dómara en smátt og smátt virðist slokkna á gleðiglampanum í augum hans og það blikar á tár í augnkrókum. Aron Hannes lendir í þriðja sæti og ljóst að hann verður ekki fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Litli fjörkálfurinn er miður sín og horfir stúrinn niður á gólf.
Meðan á auglýsingum stendur reynir móðir hans að lífga hann við og fyrr en varir gera allir í kring slíkt hið sama. Svíarnir fyrir framan reyna að hughreysta hann með alls kyns sprelli og lítil stelpa spyr hvort hann vilji Haribo-hlaup. Skömmu seinna hefst einvígið og glæsilegir keppendur stíga á svið en drengurinn er enn niðurlútur. Móðirin virðist svo viss á sínu að í örvæntingu sinni lofar hún drengnum að Dagur vinni og loks tekur hann gleði sína á ný, enda hafði hann jú haldið smávegis með honum líka. Sú gleði varir þó stutt því aftur bregðast niðurstöður kosninga honum. Mamma hans hafði rangt fyrir sér og Dagur lendir í öðru sæti. Í miklum tilfinningastormi er engu líkara en hjartað hafi verið rifið úr litla sessunaut mínum en síðan að keppnin hófst hefur stormurinn fleygt honum fram og aftur, upp og niður allan tilfinningaskalann. Ég er ekki frá því að mér sé farið að þykja hálfpartinn vænt um þennan gutta, sem ég þekkti ekki fyrr í kvöld og er greinilega ekki ein um það því athygli Svíanna beinist sömuleiðis öll að honum.
Eftir að Ari flytur sigurlagið og útsendingu lýkur, tínast áhorfendur heim, misglaðir í bragði. Líkt og hjá litla drengnum, vann mitt uppáhalds lag ekki en þjóðin hefur gert upp hug sinn og lagið Our Choice stendur undir nafni. Því verður víst ekki breytt og kannski best að taka litla strákinn til fyrirmyndar, því þrátt fyrir átakanlegt kvöld gekk hann nokkuð sáttur út úr Höllinni.
Þegar heim er komið, kíki ég á Netið og stenst ekki freistinguna að lesa #12stig-tíst frá því í kvöld. Eins og við er að búast, er fólk misánægt með úrslitin en umræðan virðist þó að miklu leyti snúast um tilfinningahlaðið viðtal við Ara og hvort það eitt og sér hafi í raun tryggt honum sigur. Hversu mikið sem til er í því, getur þátttaka í Söngvakeppninni eflaust verið einn stór tilfinningarússíbani þar sem vonir, væntingar og vonbrigði ráða för frá upphafi til enda.
Þjóðfélagið er enn svolítið litað af þeim hugsunarhætti að karlmenn eigi ekki að sýna tilfinningar en sem betur fer virðist það þó vera að breytast. Enginn á að þurfa að bæla niður tilfinningar, hvorki nítján ára flytjandi í sjónvarpsviðtali né sex ára gutti úti í sal. Ari er flottur söngvari með mikla útgeislun og þó svo að ég hafi ekki kosið að senda lag hans út til Portúgals í maí, á hann eflaust eftir að standa sig með prýði. Hann er hann mörgu leyti flott fyrirmynd og ég óska sigurvegARAnum innilega til hamingju.
Skoðun

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar