Tími framkvæmda til árangurs er núna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 5. mars 2018 11:00 Ég var þátttakandi á málþingi Öryrkjabandalags Íslands í síðustu viku um þann mikilvæga málaflokk sérskóla - kosti og galla. Á málþinginu var umræðan tekin út frá ólíkum sjónarhornum þeirra sem eru þátttakendur í skólakerfinu með einum eða öðrum hætti. Það sem sameinaði umræðuna og kristallaðist í allri umræðunni þrátt fyrir ólík sjónarmið var mikilvægi þess að velferð barna og ungmenna væru sett í fyrsta sæti. Alltaf. Og öll ekki bara sum. Það er stóra málið. Menntun án aðgreiningar og sérskólar eru hluti af sama kerfinu og var fagnaðarefni að menntamálaráðherra taldi mikilvægt að styðja við báða þessa valmöguleika. Að mikilvægt væri að stutt væri betur við skólakerfið, þá valmöguleika sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að gera betur. Við erum á stórum tímamótum um næstu skref og því skiptir máli að vanda til verka, ígrunda og fara áfram. Ekki bara stoppa upp í göt og eyður í kerfinu til að bjarga málum. Við verðum að fara markvisst í að velta við öllum steinum kerfisins. Endurraða púslinu og taka alla þætti með í uppröðuninni. Fjármagn jafnt sem stefnuna, hlutverk kennarans jafnt sem stoðkerfisins. Taka umræðuna um sérskóla áfram samhliða stefnumótuninni um menntun án aðgreiningar og veita stuðning til framkvæmdar. Það liggur nokkuð ljóst fyrir hvað er að og á því þarf að fara að taka. Hlutverk kennarans þarf að fara saman við þá sérfræðiþekkingu sem kennari býr yfir. Það þýðir að kennari getur ekki verið í stöðu sjálfræðingsins, sérkennarans, þroskajálfans og fleiri fagstétta bara vegna þess að hann er aðal. Kennarinn er aðal en fagstéttirnar sem hér hafa verið nefndar eru vaxandi stærð í menginu skóli. Börn og ungmenni glíma við flóknari veruleika með hverjum deginum og utanaðkomandi áreiti af ýmsum toga hafa áhrif á líðan þeirra. Við því verðum við sem samfélag að bregðast. Marga greinir á um hlutverk skólans almennt. Og vilja einangra skólann við hreina og beina kennslu á meðan aðrir vilja einmitt sjá skólann taka betur utan um þarfir þeirra sem dvelja þar meirihluta sólarhringsins án þess að taka um það ákvörðun sjálf í 10 ár. Sjálfri hugnast mér betur seinni kosturinn. Ég tel hann vænlegri fyrir okkur öll til lengri tíma. Við þurfum að hlúa að æskunni og tryggja velferð þeirra með öllum tiltækum ráðum. Skólinn er dýrmæt stofnun og hefur gríðarleg áhrif á alla sem þar dvelja það þekkjum við öll. Ný hugsun, nýtt fyrirkomulag sem býður upp á öflugra faglegra starf í skólunum okkar mun leiða af sér árangur. Faglegt starf þar sem allar fagstéttir sem hafa aðkomu að börnum og ungmennum sameinast um verkefnið velferð barna og ungmenna. Betri líðan barna og ungmenna sem leiðir af sér betri framvindu í námi þannig er það bara.Höfundur er skólamanneskja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég var þátttakandi á málþingi Öryrkjabandalags Íslands í síðustu viku um þann mikilvæga málaflokk sérskóla - kosti og galla. Á málþinginu var umræðan tekin út frá ólíkum sjónarhornum þeirra sem eru þátttakendur í skólakerfinu með einum eða öðrum hætti. Það sem sameinaði umræðuna og kristallaðist í allri umræðunni þrátt fyrir ólík sjónarmið var mikilvægi þess að velferð barna og ungmenna væru sett í fyrsta sæti. Alltaf. Og öll ekki bara sum. Það er stóra málið. Menntun án aðgreiningar og sérskólar eru hluti af sama kerfinu og var fagnaðarefni að menntamálaráðherra taldi mikilvægt að styðja við báða þessa valmöguleika. Að mikilvægt væri að stutt væri betur við skólakerfið, þá valmöguleika sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að gera betur. Við erum á stórum tímamótum um næstu skref og því skiptir máli að vanda til verka, ígrunda og fara áfram. Ekki bara stoppa upp í göt og eyður í kerfinu til að bjarga málum. Við verðum að fara markvisst í að velta við öllum steinum kerfisins. Endurraða púslinu og taka alla þætti með í uppröðuninni. Fjármagn jafnt sem stefnuna, hlutverk kennarans jafnt sem stoðkerfisins. Taka umræðuna um sérskóla áfram samhliða stefnumótuninni um menntun án aðgreiningar og veita stuðning til framkvæmdar. Það liggur nokkuð ljóst fyrir hvað er að og á því þarf að fara að taka. Hlutverk kennarans þarf að fara saman við þá sérfræðiþekkingu sem kennari býr yfir. Það þýðir að kennari getur ekki verið í stöðu sjálfræðingsins, sérkennarans, þroskajálfans og fleiri fagstétta bara vegna þess að hann er aðal. Kennarinn er aðal en fagstéttirnar sem hér hafa verið nefndar eru vaxandi stærð í menginu skóli. Börn og ungmenni glíma við flóknari veruleika með hverjum deginum og utanaðkomandi áreiti af ýmsum toga hafa áhrif á líðan þeirra. Við því verðum við sem samfélag að bregðast. Marga greinir á um hlutverk skólans almennt. Og vilja einangra skólann við hreina og beina kennslu á meðan aðrir vilja einmitt sjá skólann taka betur utan um þarfir þeirra sem dvelja þar meirihluta sólarhringsins án þess að taka um það ákvörðun sjálf í 10 ár. Sjálfri hugnast mér betur seinni kosturinn. Ég tel hann vænlegri fyrir okkur öll til lengri tíma. Við þurfum að hlúa að æskunni og tryggja velferð þeirra með öllum tiltækum ráðum. Skólinn er dýrmæt stofnun og hefur gríðarleg áhrif á alla sem þar dvelja það þekkjum við öll. Ný hugsun, nýtt fyrirkomulag sem býður upp á öflugra faglegra starf í skólunum okkar mun leiða af sér árangur. Faglegt starf þar sem allar fagstéttir sem hafa aðkomu að börnum og ungmennum sameinast um verkefnið velferð barna og ungmenna. Betri líðan barna og ungmenna sem leiðir af sér betri framvindu í námi þannig er það bara.Höfundur er skólamanneskja.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun