Foreldralæsi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. mars 2018 07:00 Mikil umræða hefur verið undanfarið um nauðsyn þess að efla læsi og lesskilning meðal íslenskra barna, enda leitt til þess að vita að Ísland sé neðst Norðurlanda í lesskilningi. Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og þingmaður Samfylkingar, benti á nokkrar leiðir til úrbóta í ágætri þingræðu á dögunum. Hann sagði meðal annars að stórefla þyrfti bókaútgáfu í landinu, og þá sérstaklega barnabókaútgáfu, hætta ætti skattlagningu á bækur og efla sjóði sem barnabókahöfundar geta leita í. Það er ástæða til að kinka kolli yfir öllum þessum tillögum og það hefur þingheimur allur örugglega einnig gert. Svona á svipaðan hátt og stjórnmálamenn gerðu fyrir kosningar þegar þeir hétu því að að fella hið snarasta niður virðisaukaskatt á bækur kæmust þeir til valda. Þar var mikill hallelújakór á ferð. Enn hefur virðisaukaskatturinn ekki verið felldur niður. Ráðamenn vinna of oft á hraða snigilsins. Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, segir það vera risavaxið samfélagslegt verkefni að snúa vondri þróun við og þar verði allir sem komi að mótun menntastefnu í landinu að vinna saman. Rétt er það en ekki má gleyma hlut foreldra, ábyrgðin liggur líka hjá þeim. Við lifum í samtíma þar sem flestir eru orðnir háðir símanum sínum. Fólk kemst nálægt því að fyllast aðskilnaðarkvíða sé síminn fjarri. Það er nánast sannfært um að það sé að missa af einhverju hafi það ekki þennan þarfasta þjón sinn með sér hvert sem það fer. Flest börn sjá foreldra sína örugglega oftar grúfa sig yfir símann fremur en sitja með bók í hendi. Það er ekkert undarlegt þótt börnin verði snemma háð símanum sínum og skilji ekki við hann nema þegar þau eru svifin inn í draumalandið. Þegar kemur að bóklestri þarf einfaldlega að byrja heima. Foreldrar eiga ekki að yppta öxlum og láta skólakerfið alfarið axla ábyrgðina á því að börn þeirra lesi bækur. Það er foreldra og forráðamanna að skoða bækur með börnum, lesa fyrir þau og hvetja þau til lesturs. Börn eiga að sjá bækur á heimili sínu, bækur sem eru lesnar, og í skólanum eiga þau að eiga athvarf á skólabókasöfnum þar sem eru „ilmandi bækur“ svo vitnað sé orðrétt í Guðmund Andra. Þessa dagana hafa foreldrar ágæta ástæðu til að halda með börn sín á fund bókanna. Nú stendur yfir hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda og þar blasa við bækur hvert sem litið er. Fjölmargir Íslendingar sem komnir eru til vits og ára muna eftir því að hafa farið þangað sem börn með foreldrum sínum og fengið að velja sér bækur. Þar var hægt að eignast varanlega fjársjóði fyrir lítinn pening. Það er enn svo. Enginn ætti að efast um mikilvægi þess að börn geti lesið sér bæði til gagns og yndis. Lestur góðra bóka eflir samkennd, eykur víðsýni og ýtir undir ímyndunaraflið. Viðurkennum fagnandi að bóklestur er þroskandi og leggjum okkar af mörkum til að gera veg bókanna sem mestan. Bækur eiga að vera hluti af daglegu lífi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið undanfarið um nauðsyn þess að efla læsi og lesskilning meðal íslenskra barna, enda leitt til þess að vita að Ísland sé neðst Norðurlanda í lesskilningi. Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og þingmaður Samfylkingar, benti á nokkrar leiðir til úrbóta í ágætri þingræðu á dögunum. Hann sagði meðal annars að stórefla þyrfti bókaútgáfu í landinu, og þá sérstaklega barnabókaútgáfu, hætta ætti skattlagningu á bækur og efla sjóði sem barnabókahöfundar geta leita í. Það er ástæða til að kinka kolli yfir öllum þessum tillögum og það hefur þingheimur allur örugglega einnig gert. Svona á svipaðan hátt og stjórnmálamenn gerðu fyrir kosningar þegar þeir hétu því að að fella hið snarasta niður virðisaukaskatt á bækur kæmust þeir til valda. Þar var mikill hallelújakór á ferð. Enn hefur virðisaukaskatturinn ekki verið felldur niður. Ráðamenn vinna of oft á hraða snigilsins. Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, segir það vera risavaxið samfélagslegt verkefni að snúa vondri þróun við og þar verði allir sem komi að mótun menntastefnu í landinu að vinna saman. Rétt er það en ekki má gleyma hlut foreldra, ábyrgðin liggur líka hjá þeim. Við lifum í samtíma þar sem flestir eru orðnir háðir símanum sínum. Fólk kemst nálægt því að fyllast aðskilnaðarkvíða sé síminn fjarri. Það er nánast sannfært um að það sé að missa af einhverju hafi það ekki þennan þarfasta þjón sinn með sér hvert sem það fer. Flest börn sjá foreldra sína örugglega oftar grúfa sig yfir símann fremur en sitja með bók í hendi. Það er ekkert undarlegt þótt börnin verði snemma háð símanum sínum og skilji ekki við hann nema þegar þau eru svifin inn í draumalandið. Þegar kemur að bóklestri þarf einfaldlega að byrja heima. Foreldrar eiga ekki að yppta öxlum og láta skólakerfið alfarið axla ábyrgðina á því að börn þeirra lesi bækur. Það er foreldra og forráðamanna að skoða bækur með börnum, lesa fyrir þau og hvetja þau til lesturs. Börn eiga að sjá bækur á heimili sínu, bækur sem eru lesnar, og í skólanum eiga þau að eiga athvarf á skólabókasöfnum þar sem eru „ilmandi bækur“ svo vitnað sé orðrétt í Guðmund Andra. Þessa dagana hafa foreldrar ágæta ástæðu til að halda með börn sín á fund bókanna. Nú stendur yfir hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda og þar blasa við bækur hvert sem litið er. Fjölmargir Íslendingar sem komnir eru til vits og ára muna eftir því að hafa farið þangað sem börn með foreldrum sínum og fengið að velja sér bækur. Þar var hægt að eignast varanlega fjársjóði fyrir lítinn pening. Það er enn svo. Enginn ætti að efast um mikilvægi þess að börn geti lesið sér bæði til gagns og yndis. Lestur góðra bóka eflir samkennd, eykur víðsýni og ýtir undir ímyndunaraflið. Viðurkennum fagnandi að bóklestur er þroskandi og leggjum okkar af mörkum til að gera veg bókanna sem mestan. Bækur eiga að vera hluti af daglegu lífi okkar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun