Um umræðuna um umskurð Guðmundur Steingrímsson skrifar 3. mars 2018 11:00 Í vikunni þegar ég var á leið í háttinn var ég tekinn í bólinu. „Hvað finnst þér um að drengir séu umskornir?“ spurði konan mín af rælni upp úr vefsíðuvafri. „Ha?“ hváði ég. Ég kom af fjöllum. „Hver var að umskera hvern?“ Ég hafði lítið fylgst með umræðunni. Af eðlislægri hvöt til karllægra hrútskýringa reyndi ég þó auðvitað að hugsa hratt og segja eitthvað mjög fræðandi og spaklegt við konu mína um umskurð drengja, sögu umskurðar, fjölmenningarleg álitamál og svo framvegis. Það mistókst. Það er skemmst frá því að segja að ég fór mjög illa út úr þessari samræðu, sagði margt vanhugsað og fór ringlaður að sofa.Úti á þekju Af hverju á maður allt í einu að hafa skoðun á umskurði? Hvað gerðist? Af hverju missti ég? Málið er þetta: Alls konar ágreiningsmál skjóta jafnan upp kollinum í samfélaginu án þess að maður nái almennilega að undirbúa sig. Svo staldra þau stutt við. Ég lendi ítrekað í því að maður er rétt byrjaður að mynda sér skoðun þegar flestir eru farnir að tala um eitthvað allt annað. Núna fyndist mér til dæmis hallærislegt af mér að fara að básúna einhverjar skoðanir um umskurð rétt í sömu andrá og fólk er almennt að fara að tala um vopnaflutninga. Ég hef hins vegar ekki náð að kynna mér almennilega staðreyndir um vopnaflutningamálið, sem þó lítur vægast sagt ekki vel út. Þannig lendir maður ítrekað milli skips og bryggju sem almennur borgari þessa lands. Of seinn að mynda sér skoðun, of seinn að átta sig á nýjum málum.Ópið Þegar verst lætur breytist maður í manneskjuna í Ópinu eftir Munch. Maður stendur á brú milli tveggja hitamála, þess sem sem er að hverfa og þess sem er að koma, og bara heldur um höfuð sér og æpir. Ópið er þetta: Ég hef hvorki djúpa skoðun á þessu né þekkingu! Ég var að hugsa um aðra hluti! Auðvitað er þetta full dramatísk samlíking, en þó með sannleikskorni. Sagt er að skoðanir séu eins og afturendar. Allir hafi svoleiðis. Ég er svolítið sammála því. Mér finnst þessi mál öll sem skjóta upp kollinum oftast vera mjög áhugaverð og mig langar oftast að vita meira. Mér finnst áhugavert að heyra báðar hliðar. Mig langar að vita staðreyndir málsins. Mér finnst hins vegar oft ríkja algjört offramboð af mjög heitum skoðunum um þessi mál. Ég skil stundum ekki á hverju þær eru byggðar.Hlutverk þingsins Mig grunar að löngun margra til að mynda sér skoðun á málum sé ekki í réttu sinki við hraðann sem ríkir á miðlunum. Víkur þá sögunni að Alþingi Íslendinga og hinu raunverulega markmiði þessa pistils. Ég hyggst nú reyna að auka virðingu þingsins. Í veröld hinna ófyrirsjáanlegu hvirfilbylja hitamála er Alþingi frábært fyrirbrigði. Þegar flestir eru að hætta að tala um umskurð er Alþingi rétt að byrja. Einungis fyrsta umræða um umskurð hefur farið fram þar. Núna fer málið í nefnd og auglýst er eftir ígrunduðum umsögnum allra þeirra sem hafa eitthvað um málið að segja. Í þingnefndinni er hlustað á allar hliðar. Svo skrifa nefndarmenn álit. Svo er önnur umræða. Svo atkvæðagreiðsla. Svo getur málið farið aftur í nefnd. Svo er kannski aftur umræða í þingsal. Svo er aftur atkvæðagreiðsla. Alþingi er þannig kærkomið mótvægi við Facebook. Ég fíla það. Þetta tekst auðvitað ekki alltaf en pælingin er góð. Stundum er gott að mynda sér skoðun hægt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni þegar ég var á leið í háttinn var ég tekinn í bólinu. „Hvað finnst þér um að drengir séu umskornir?“ spurði konan mín af rælni upp úr vefsíðuvafri. „Ha?“ hváði ég. Ég kom af fjöllum. „Hver var að umskera hvern?“ Ég hafði lítið fylgst með umræðunni. Af eðlislægri hvöt til karllægra hrútskýringa reyndi ég þó auðvitað að hugsa hratt og segja eitthvað mjög fræðandi og spaklegt við konu mína um umskurð drengja, sögu umskurðar, fjölmenningarleg álitamál og svo framvegis. Það mistókst. Það er skemmst frá því að segja að ég fór mjög illa út úr þessari samræðu, sagði margt vanhugsað og fór ringlaður að sofa.Úti á þekju Af hverju á maður allt í einu að hafa skoðun á umskurði? Hvað gerðist? Af hverju missti ég? Málið er þetta: Alls konar ágreiningsmál skjóta jafnan upp kollinum í samfélaginu án þess að maður nái almennilega að undirbúa sig. Svo staldra þau stutt við. Ég lendi ítrekað í því að maður er rétt byrjaður að mynda sér skoðun þegar flestir eru farnir að tala um eitthvað allt annað. Núna fyndist mér til dæmis hallærislegt af mér að fara að básúna einhverjar skoðanir um umskurð rétt í sömu andrá og fólk er almennt að fara að tala um vopnaflutninga. Ég hef hins vegar ekki náð að kynna mér almennilega staðreyndir um vopnaflutningamálið, sem þó lítur vægast sagt ekki vel út. Þannig lendir maður ítrekað milli skips og bryggju sem almennur borgari þessa lands. Of seinn að mynda sér skoðun, of seinn að átta sig á nýjum málum.Ópið Þegar verst lætur breytist maður í manneskjuna í Ópinu eftir Munch. Maður stendur á brú milli tveggja hitamála, þess sem sem er að hverfa og þess sem er að koma, og bara heldur um höfuð sér og æpir. Ópið er þetta: Ég hef hvorki djúpa skoðun á þessu né þekkingu! Ég var að hugsa um aðra hluti! Auðvitað er þetta full dramatísk samlíking, en þó með sannleikskorni. Sagt er að skoðanir séu eins og afturendar. Allir hafi svoleiðis. Ég er svolítið sammála því. Mér finnst þessi mál öll sem skjóta upp kollinum oftast vera mjög áhugaverð og mig langar oftast að vita meira. Mér finnst áhugavert að heyra báðar hliðar. Mig langar að vita staðreyndir málsins. Mér finnst hins vegar oft ríkja algjört offramboð af mjög heitum skoðunum um þessi mál. Ég skil stundum ekki á hverju þær eru byggðar.Hlutverk þingsins Mig grunar að löngun margra til að mynda sér skoðun á málum sé ekki í réttu sinki við hraðann sem ríkir á miðlunum. Víkur þá sögunni að Alþingi Íslendinga og hinu raunverulega markmiði þessa pistils. Ég hyggst nú reyna að auka virðingu þingsins. Í veröld hinna ófyrirsjáanlegu hvirfilbylja hitamála er Alþingi frábært fyrirbrigði. Þegar flestir eru að hætta að tala um umskurð er Alþingi rétt að byrja. Einungis fyrsta umræða um umskurð hefur farið fram þar. Núna fer málið í nefnd og auglýst er eftir ígrunduðum umsögnum allra þeirra sem hafa eitthvað um málið að segja. Í þingnefndinni er hlustað á allar hliðar. Svo skrifa nefndarmenn álit. Svo er önnur umræða. Svo atkvæðagreiðsla. Svo getur málið farið aftur í nefnd. Svo er kannski aftur umræða í þingsal. Svo er aftur atkvæðagreiðsla. Alþingi er þannig kærkomið mótvægi við Facebook. Ég fíla það. Þetta tekst auðvitað ekki alltaf en pælingin er góð. Stundum er gott að mynda sér skoðun hægt.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun