Vogur fullur og neyslan eykst Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. mars 2018 08:00 Þegar mest var, árið 1985, voru 265 sjúkrarúm hér á landi ætluð áfengis- og vímuefnasjúklingum. Vísir/Heiða Að meðaltali bíða um 5-600 manns eftir því að komast að hjá SÁÁ. Framkvæmdastjóri lækninga hjá samtökunum segir að þau geti illa annað eftirspurn. Þegar mest var, árið 1985, voru 265 sjúkrarúm hér á landi ætluð áfengis- og vímuefnasjúklingum. Frá árinu 2010 hafa þau hins vegar verið 62. Samhliða fækkun rúma hefur fólki hér á landi fjölgað jafnt og þétt auk þess að neysla ýmissa fíkniefna hefur færst nokkuð í aukana. „Alla þessa öld höfum við sinnt sama fjölda af fólki. Eftirspurnin núna er meiri en við getum annað og það er nýtt,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Vogi. „Það eru margir samverkandi þættir sem orsaka þetta. Rúmum hefur fækkað, fólki fjölgað og neysla aukist.“Valgerður Rúnarsdóttir læknir hjá SÁÁÁr hvert leggjast 2.200 einstaklingar inn hjá SÁÁ en ríkið greiðir fyrir um 1.500 innlagnir. Samtökin þurfa því að reiða sig á fjáröflun og styrkveitingar til að brúa það bil. „Samningur um sjúkrahúsið Vog er svo naumt skammtaður frá hendi ríkisins að segja má að SÁÁ hafi afhent allan sinn hluta samningsins fyrir miðjan september ár hvert. Það sem eftir lifir almanaksársins er lífsbjargandi þjónustan á Vogi í boði SÁÁ, álfasölufólks og annarra velunnara samtakanna,“ segir í pistli Arnþórs Jónssonar, framkvæmdastjóra SÁÁ, á heimasíðu samtakanna. „Ekki vantar háa peningaupphæð svo hægt sé að klára árið. Örfáir aðstoðarmenn ráðherra í núverandi ríkisstjórn taka til sín hærri upphæð svo dæmi sé nefnt,“ segir hann enn fremur. Valgerður segir ríkið þurfa að stíga inn í. „Það blasir við hverjum sem það vill sjá að viðbúnaður ríkisins í þessum málum er of lítill. Það þarf að gera miklu meira í þessum efnum. Góð byrjun væri ef við fengjum greitt að fullu fyrir það sem við gerum en að auki þarf Landspítalinn miklu meira. Það er búið að skera mjög mikið niður þar líka,“ segir Valgerður. „Stjórnvöld verða að taka ábyrgð á þessum alvarlega málaflokki. Hver króna í slíka meðferð sparar annars staðar í ríkiskassanum.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Að meðaltali bíða um 5-600 manns eftir því að komast að hjá SÁÁ. Framkvæmdastjóri lækninga hjá samtökunum segir að þau geti illa annað eftirspurn. Þegar mest var, árið 1985, voru 265 sjúkrarúm hér á landi ætluð áfengis- og vímuefnasjúklingum. Frá árinu 2010 hafa þau hins vegar verið 62. Samhliða fækkun rúma hefur fólki hér á landi fjölgað jafnt og þétt auk þess að neysla ýmissa fíkniefna hefur færst nokkuð í aukana. „Alla þessa öld höfum við sinnt sama fjölda af fólki. Eftirspurnin núna er meiri en við getum annað og það er nýtt,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Vogi. „Það eru margir samverkandi þættir sem orsaka þetta. Rúmum hefur fækkað, fólki fjölgað og neysla aukist.“Valgerður Rúnarsdóttir læknir hjá SÁÁÁr hvert leggjast 2.200 einstaklingar inn hjá SÁÁ en ríkið greiðir fyrir um 1.500 innlagnir. Samtökin þurfa því að reiða sig á fjáröflun og styrkveitingar til að brúa það bil. „Samningur um sjúkrahúsið Vog er svo naumt skammtaður frá hendi ríkisins að segja má að SÁÁ hafi afhent allan sinn hluta samningsins fyrir miðjan september ár hvert. Það sem eftir lifir almanaksársins er lífsbjargandi þjónustan á Vogi í boði SÁÁ, álfasölufólks og annarra velunnara samtakanna,“ segir í pistli Arnþórs Jónssonar, framkvæmdastjóra SÁÁ, á heimasíðu samtakanna. „Ekki vantar háa peningaupphæð svo hægt sé að klára árið. Örfáir aðstoðarmenn ráðherra í núverandi ríkisstjórn taka til sín hærri upphæð svo dæmi sé nefnt,“ segir hann enn fremur. Valgerður segir ríkið þurfa að stíga inn í. „Það blasir við hverjum sem það vill sjá að viðbúnaður ríkisins í þessum málum er of lítill. Það þarf að gera miklu meira í þessum efnum. Góð byrjun væri ef við fengjum greitt að fullu fyrir það sem við gerum en að auki þarf Landspítalinn miklu meira. Það er búið að skera mjög mikið niður þar líka,“ segir Valgerður. „Stjórnvöld verða að taka ábyrgð á þessum alvarlega málaflokki. Hver króna í slíka meðferð sparar annars staðar í ríkiskassanum.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira