Í vörn Hörður Ægisson skrifar 16. mars 2018 08:00 Seðlabankinn ætlar að sitja fast við sinn keip. Yfirlýsing bankans um innflæðishöftin í vikunni, sem hann hyggst ekki losa um á næstunni, kom ekki á óvart þótt hún hafi vissulega valdið vonbrigðum. Seðlabankastjóri gaf lítið fyrir þá gagnrýni að höftin, sem sett voru á innflæði fjármagns í skráð skuldabréf, hefðu stuðlað að hærri vaxtakjörum fyrirtækja og heimila. Það hefði beinlínis verið markmið þeirra að beina aðhaldi peningastefnunnar í meiri mæli um vaxtafarveginn fremur en gengið. Án haftanna væri gengi krónunnar enn hærra sem hefði hættur í för með sér fyrir útflutningsgreinar landsins, að mati bankans. Samhengi hlutanna er hins vegar þetta. Hefði bankinn ekki kerfisbundið ofmetið verðbólguþrýstinginn undanfarin ár, ólíkt markaðsaðilum sem sáu að lág verðbólga væri komin til að vera, þá hefði hann getað lækkað vexti hraðar og meira en reyndin varð. Vaxtamunur Íslands við útlönd væri því enn minni og þörfin á innflæðishöftum af þeim sökum engin. Lægra vaxtastig hefði þýtt meira útflæði vegna erlendra fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra innlendra aðila og hættan á ofrisi krónunnar hverfandi. Höftin hafa því með öðrum orðum sjálf skapað þær aðstæður sem seðlabankastjóri vísar til – mikinn vaxtamun við útlönd – sem réttlætingu fyrir tilvist þeirra. Það er engu að síður jákvætt að Seðlabankinn segist ætla að skoða hvort breyta megi útfærslu haftanna í því skyni að liðka fyrir fjármagnsinnflæði sem beinist að langtímafjárfestingum í atvinnulífinu. Efnahagslegar aðstæður til að ráðast í stórfelldar fjárfestingar í innviðum landsins eru þannig að skapast núna þegar allar vísbendingar eru um að hagkerfið sé tekið að kólna snögglega. Aðkoma lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta, meðal annars erlendra fjárfesta, er nauðsynleg eigi slíkar innviðafjárfestingar að verða að veruleika. Innflæðishöftin munu hins vegar að óbreyttu vera þar Þrándur í Götu þar sem þau setja aðgengi fyrirtækja að erlendri skuldabréfafjármögnun þröngar skorður. Þessu þarf að breyta sem allra fyrst. Það er ástæða til að endurtaka það sem flestum ætti að vera orðið vel kunnugt. Grunngerð hagkerfisins hefur tekið stakkaskiptum á umliðnum árum. Stöðugur við- skiptaafgangur ár eftir ár þýðir að Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Útlit er fyrir að sparnaðarstigið muni áfram mælast hátt og þá eru skuldir hins opinbera afar lágar í alþjóðlegum samanburði. Allt ber þetta að sama brunni. Við slíkar aðstæður ættu vextir að geta verið lægri án þess að raska jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Í stað þess að nýta þetta tækifæri til að lækka raunvaxtastigið á Íslandi, til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki, hefur Seðlabankinn aftur á móti sumpart staðið í vegi fyrir þeirri þróun með innleiðingu strangra innflæðishafta. Sérstök yfirlýsing Seðlabankans er til marks um að hann er kominn í vörn vegna þeirrar réttmætu gagnrýni sem sett hefur verið fram gegn höftunum. Stundum er sagt að markaðurinn sé ekki óskeikull. Það má vissulega til sanns vegar færa. Reynslan ætti samt að kenna okkur að hið sama á ekki síður við um embættismenn. Á meðan ekki koma fram sterkari rök frá bankanum má öllum vera ljóst að markaðurinn hefur rétt fyrir sér um að skaðsemi haftanna er meiri en nokkurn tíma ávinningur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Seðlabankinn ætlar að sitja fast við sinn keip. Yfirlýsing bankans um innflæðishöftin í vikunni, sem hann hyggst ekki losa um á næstunni, kom ekki á óvart þótt hún hafi vissulega valdið vonbrigðum. Seðlabankastjóri gaf lítið fyrir þá gagnrýni að höftin, sem sett voru á innflæði fjármagns í skráð skuldabréf, hefðu stuðlað að hærri vaxtakjörum fyrirtækja og heimila. Það hefði beinlínis verið markmið þeirra að beina aðhaldi peningastefnunnar í meiri mæli um vaxtafarveginn fremur en gengið. Án haftanna væri gengi krónunnar enn hærra sem hefði hættur í för með sér fyrir útflutningsgreinar landsins, að mati bankans. Samhengi hlutanna er hins vegar þetta. Hefði bankinn ekki kerfisbundið ofmetið verðbólguþrýstinginn undanfarin ár, ólíkt markaðsaðilum sem sáu að lág verðbólga væri komin til að vera, þá hefði hann getað lækkað vexti hraðar og meira en reyndin varð. Vaxtamunur Íslands við útlönd væri því enn minni og þörfin á innflæðishöftum af þeim sökum engin. Lægra vaxtastig hefði þýtt meira útflæði vegna erlendra fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra innlendra aðila og hættan á ofrisi krónunnar hverfandi. Höftin hafa því með öðrum orðum sjálf skapað þær aðstæður sem seðlabankastjóri vísar til – mikinn vaxtamun við útlönd – sem réttlætingu fyrir tilvist þeirra. Það er engu að síður jákvætt að Seðlabankinn segist ætla að skoða hvort breyta megi útfærslu haftanna í því skyni að liðka fyrir fjármagnsinnflæði sem beinist að langtímafjárfestingum í atvinnulífinu. Efnahagslegar aðstæður til að ráðast í stórfelldar fjárfestingar í innviðum landsins eru þannig að skapast núna þegar allar vísbendingar eru um að hagkerfið sé tekið að kólna snögglega. Aðkoma lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta, meðal annars erlendra fjárfesta, er nauðsynleg eigi slíkar innviðafjárfestingar að verða að veruleika. Innflæðishöftin munu hins vegar að óbreyttu vera þar Þrándur í Götu þar sem þau setja aðgengi fyrirtækja að erlendri skuldabréfafjármögnun þröngar skorður. Þessu þarf að breyta sem allra fyrst. Það er ástæða til að endurtaka það sem flestum ætti að vera orðið vel kunnugt. Grunngerð hagkerfisins hefur tekið stakkaskiptum á umliðnum árum. Stöðugur við- skiptaafgangur ár eftir ár þýðir að Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Útlit er fyrir að sparnaðarstigið muni áfram mælast hátt og þá eru skuldir hins opinbera afar lágar í alþjóðlegum samanburði. Allt ber þetta að sama brunni. Við slíkar aðstæður ættu vextir að geta verið lægri án þess að raska jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Í stað þess að nýta þetta tækifæri til að lækka raunvaxtastigið á Íslandi, til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki, hefur Seðlabankinn aftur á móti sumpart staðið í vegi fyrir þeirri þróun með innleiðingu strangra innflæðishafta. Sérstök yfirlýsing Seðlabankans er til marks um að hann er kominn í vörn vegna þeirrar réttmætu gagnrýni sem sett hefur verið fram gegn höftunum. Stundum er sagt að markaðurinn sé ekki óskeikull. Það má vissulega til sanns vegar færa. Reynslan ætti samt að kenna okkur að hið sama á ekki síður við um embættismenn. Á meðan ekki koma fram sterkari rök frá bankanum má öllum vera ljóst að markaðurinn hefur rétt fyrir sér um að skaðsemi haftanna er meiri en nokkurn tíma ávinningur þeirra.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun