Fréttamaður BBC með bók um Geirfinnsmál Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. mars 2018 07:45 Simon Cox fékk málið á heilann eins og margir aðrir. Nichole Rees Komin er út bókin „The Reykjavik Confessions“ eftir breska fréttamanninn Simon Cox, um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Þessi mál eru bæði svo flókin og spennandi að mér fannst þau verðskulda dýpri umfjöllun þannig að mig langaði ekki til að leggja frá mér málið,“ segir Simon, sem vann efnismikla umfjöllun um þessi íslensku sakamál sem birtist á vef BBC í maí 2014 og vakti mikla athygli bæði í Bretlandi og hér heima. Simon segir nýtt tilefni hafa komið þegar niðurstaða endurupptökunefndarinnar kom. Þungamiðja bókarinnar snýst um þann tíma sem sakborningarnir sex sátu í einangrun og stöðugar yfirheyrslur stóðu yfir. „Þú myndir lesa bókina, vonandi eins og um skáldsögu væri að ræða, en þetta er ekki skáldsaga heldur sönn saga,“ segir Simon og segir hana í sama stíl og bók Trumans Capote, Með köldu blóði (en. In Cold Blood). „Mig langaði að varpa ljósi á þann skrykkjótta feril sem endaði með því að þau voru öll fundin sek,“ segir Simon en tekur fram að eflaust sé efni bókarinnar mörgum Íslendingum kunnugt.„En fyrir lesendur annars staðar í heiminum fannst mér full ástæða til að gefa þessa dýpri innsýn en fyrri umfjöllunin náði að gera.“Bókin er gefin út af BBC Books í samstarfi við Penguin Random House.Sagan er byggð á rannsóknum höfundarins, meðal annars upprunalegum gögnum málsins og öðru efni sem út hefur komið. Mikið af efni er til um sakamálin á íslensku auk dóma sakadóms og Hæstaréttar; bæði rannsóknargögn lögreglunnar og síðari tíma rannsóknaraðila. Þá hefur nokkur fjöldi bóka komið út um málin að ógleymdri nánast stöðugri fjölmiðlaumfjöllun um þau undanfarna áratugi. Það er því úr ýmsu að moða fyrir áhugasama rannsakendur. Símon talar hins vegar ekki íslensku. „Sumt hef ég fengið þýtt og annað lauslega þýtt. Ég hef líka fengið mikla hjálp frá Íslendingum sem legið hafa í rannsóknum á málunum og byggi líka á viðtölum við þá sakborninga sem ég hef fengið aðgang að.“ Simon segist mjög hafa reynt að nálgast rannsóknarlögreglumennina sem rannsökuðu málin á sínum tíma en ekki haft erindi sem erfiði. „Mig langar svo til að skilja hvað dreif þá áfram í rannsókninni og hvað það var sem leiddi þá að sínum niðurstöðum um sekt sakborninganna, það er ráðgáta sem ég velti mikið fyrir mér,“ segir Simon. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Komin er út bókin „The Reykjavik Confessions“ eftir breska fréttamanninn Simon Cox, um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Þessi mál eru bæði svo flókin og spennandi að mér fannst þau verðskulda dýpri umfjöllun þannig að mig langaði ekki til að leggja frá mér málið,“ segir Simon, sem vann efnismikla umfjöllun um þessi íslensku sakamál sem birtist á vef BBC í maí 2014 og vakti mikla athygli bæði í Bretlandi og hér heima. Simon segir nýtt tilefni hafa komið þegar niðurstaða endurupptökunefndarinnar kom. Þungamiðja bókarinnar snýst um þann tíma sem sakborningarnir sex sátu í einangrun og stöðugar yfirheyrslur stóðu yfir. „Þú myndir lesa bókina, vonandi eins og um skáldsögu væri að ræða, en þetta er ekki skáldsaga heldur sönn saga,“ segir Simon og segir hana í sama stíl og bók Trumans Capote, Með köldu blóði (en. In Cold Blood). „Mig langaði að varpa ljósi á þann skrykkjótta feril sem endaði með því að þau voru öll fundin sek,“ segir Simon en tekur fram að eflaust sé efni bókarinnar mörgum Íslendingum kunnugt.„En fyrir lesendur annars staðar í heiminum fannst mér full ástæða til að gefa þessa dýpri innsýn en fyrri umfjöllunin náði að gera.“Bókin er gefin út af BBC Books í samstarfi við Penguin Random House.Sagan er byggð á rannsóknum höfundarins, meðal annars upprunalegum gögnum málsins og öðru efni sem út hefur komið. Mikið af efni er til um sakamálin á íslensku auk dóma sakadóms og Hæstaréttar; bæði rannsóknargögn lögreglunnar og síðari tíma rannsóknaraðila. Þá hefur nokkur fjöldi bóka komið út um málin að ógleymdri nánast stöðugri fjölmiðlaumfjöllun um þau undanfarna áratugi. Það er því úr ýmsu að moða fyrir áhugasama rannsakendur. Símon talar hins vegar ekki íslensku. „Sumt hef ég fengið þýtt og annað lauslega þýtt. Ég hef líka fengið mikla hjálp frá Íslendingum sem legið hafa í rannsóknum á málunum og byggi líka á viðtölum við þá sakborninga sem ég hef fengið aðgang að.“ Simon segist mjög hafa reynt að nálgast rannsóknarlögreglumennina sem rannsökuðu málin á sínum tíma en ekki haft erindi sem erfiði. „Mig langar svo til að skilja hvað dreif þá áfram í rannsókninni og hvað það var sem leiddi þá að sínum niðurstöðum um sekt sakborninganna, það er ráðgáta sem ég velti mikið fyrir mér,“ segir Simon.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira