Tólf ára drengur hlaut djúpan skurð á höfði í trampólíngarði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2018 14:59 Sauma þurfti fimm spor í höfuð sonar Öldu. Vísir/Samsett Sauma þurfti fimm spor í höfuð sonar Öldu Steingrímsdóttir eftir að hann fór í heljarstökk á trampólíni í trampólíngarðinum Skypark í Kópavogi. Hún er þakklát fyrir að sjúkraflutningamaður hafi verið á staðnum.„Hann er að taka heljarstökk og skýst þarna undir dýnuna og festir höfuðið á milli gorma, og rýfur það svo til baka,“ segir Alda í samtali við Vísi. Við það hlaut hann djúpan skurð á höfði. Á myndbandi sem hún birtir á Facebook má sjá hvernig sonur hennar skýst af trampólínu og undir samskeyti á milli trampólína.Slysið gerðist síðdegis í gær og segir Alda að starfsmenn garðsins hafi hringt í hana og greint henni frá slysinu.„Það var faðir þarna með dóttur sinni sem er sjúkraflutningamaður. Hann tekur strax boltann og vefur höfuðið á honum og stoppar blæðinguna. Það náttúrulega blæddi svakalega úr þessu,“ segir Alda sem gagnrýnir samskiptaleysi starfsmanna garðsins.„Þegar ég kem þarna standa þeir og segja ekki neitt, almennilegir strákar sem voru greinilega miður sín. Svo tók ég strákana og fór. Það voru engin samskipti þannig, ég bara dreif mig í burtu,“ segir Alda. Þar sem sjúkraflutningamaðurinn hafði búið um sárið dreif hún son sinn á Landspítalann þar sem saumuð voru fimm spor. Segir hún að læknarnir sem sinntu syni hennar hafi sagt við hana að hann hafi sloppið vel. „Þeim fannst þetta mjög alvarlegt. Hann hefði getað fengið gríðarlega höfuðáverka,“ segir Alda. Svo virðist því sem að betur hafi farið en á horfðist og er sonur hennar á batavegi.Sjá einnig: Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarðiGreint hefur verið frá því að tíðni þeirra sem leiti á Landspítalann vegna trampólínslysa hafi aukist, ekki síst á haustmánuðum síðasta árs en þangað til garðurinn opnaði var trampólíniðkun nær eingöngu stunduð á sumrin. Samkvæmt tölum frá Landspítalanum hefur lítið verið um trampólínslys á haustin og veturna undanfarin ár, þangað til garðurinn opnaði síðasta sumar.Í samtali við Vísi segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans, að þetta þurfi ekki endilega að koma á óvart, þar sem ekki sé óeðlilegt að tíðni íþróttaslysa aukist, þegar fjöldi þeirra sem stundi tiltekna íþrótt verði fleiri, eins og virðist hafa gerst þegar garðurinn opnaði síðastliðið sumar.Þá sýna tölur Landspítalans að það sem af er ári virðist fjöldi trampólínslysa hafa farið fækkandi en í síðasta mánuði leituðu þrír á slysa- og bráðadeild Landspítalans vegna trampólínslysa, samanborið við 20 í október og 12 í nóvember.Greint var frá því í Fréttablaðinu í febrúarað forsvarsmenn garðsins sem um ræðir hefðu ekki sent Heilbrigðiseftirlitinu fullnægjandi gögn hvernig öryggi gesta er tryggt meðan á dvöl stendur og neyðaráætlun ef slys verða, því væri ekki búið að gefa út starfsleyfi vegna garðsins.Í samtali við Vísi staðfestir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis að eftirlitinu hefðu borist gögnin sem um ræðir. Ekki væri hins vegar búið að gefa út starfsleyfi, en það væri í eðlilegu ferli hjá nefndinni. Neytendur Tengdar fréttir Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarði Læknar segja mikla fjölgun alvarlegra trampólínslysa tengjast Trampólíngarðinum og móðir stúlku sem tvífótbrotnaði um helgina í garðinum kallar eftir auknu eftirliti. 15. nóvember 2017 19:56 Skortir gögn um trampólíngarð Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins hefur ekki fengið umbeðin gögn frá trampólíngarðinum Skypark. Há slysatíðni ástæða athugunar. 10. febrúar 2018 09:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Sauma þurfti fimm spor í höfuð sonar Öldu Steingrímsdóttir eftir að hann fór í heljarstökk á trampólíni í trampólíngarðinum Skypark í Kópavogi. Hún er þakklát fyrir að sjúkraflutningamaður hafi verið á staðnum.„Hann er að taka heljarstökk og skýst þarna undir dýnuna og festir höfuðið á milli gorma, og rýfur það svo til baka,“ segir Alda í samtali við Vísi. Við það hlaut hann djúpan skurð á höfði. Á myndbandi sem hún birtir á Facebook má sjá hvernig sonur hennar skýst af trampólínu og undir samskeyti á milli trampólína.Slysið gerðist síðdegis í gær og segir Alda að starfsmenn garðsins hafi hringt í hana og greint henni frá slysinu.„Það var faðir þarna með dóttur sinni sem er sjúkraflutningamaður. Hann tekur strax boltann og vefur höfuðið á honum og stoppar blæðinguna. Það náttúrulega blæddi svakalega úr þessu,“ segir Alda sem gagnrýnir samskiptaleysi starfsmanna garðsins.„Þegar ég kem þarna standa þeir og segja ekki neitt, almennilegir strákar sem voru greinilega miður sín. Svo tók ég strákana og fór. Það voru engin samskipti þannig, ég bara dreif mig í burtu,“ segir Alda. Þar sem sjúkraflutningamaðurinn hafði búið um sárið dreif hún son sinn á Landspítalann þar sem saumuð voru fimm spor. Segir hún að læknarnir sem sinntu syni hennar hafi sagt við hana að hann hafi sloppið vel. „Þeim fannst þetta mjög alvarlegt. Hann hefði getað fengið gríðarlega höfuðáverka,“ segir Alda. Svo virðist því sem að betur hafi farið en á horfðist og er sonur hennar á batavegi.Sjá einnig: Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarðiGreint hefur verið frá því að tíðni þeirra sem leiti á Landspítalann vegna trampólínslysa hafi aukist, ekki síst á haustmánuðum síðasta árs en þangað til garðurinn opnaði var trampólíniðkun nær eingöngu stunduð á sumrin. Samkvæmt tölum frá Landspítalanum hefur lítið verið um trampólínslys á haustin og veturna undanfarin ár, þangað til garðurinn opnaði síðasta sumar.Í samtali við Vísi segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans, að þetta þurfi ekki endilega að koma á óvart, þar sem ekki sé óeðlilegt að tíðni íþróttaslysa aukist, þegar fjöldi þeirra sem stundi tiltekna íþrótt verði fleiri, eins og virðist hafa gerst þegar garðurinn opnaði síðastliðið sumar.Þá sýna tölur Landspítalans að það sem af er ári virðist fjöldi trampólínslysa hafa farið fækkandi en í síðasta mánuði leituðu þrír á slysa- og bráðadeild Landspítalans vegna trampólínslysa, samanborið við 20 í október og 12 í nóvember.Greint var frá því í Fréttablaðinu í febrúarað forsvarsmenn garðsins sem um ræðir hefðu ekki sent Heilbrigðiseftirlitinu fullnægjandi gögn hvernig öryggi gesta er tryggt meðan á dvöl stendur og neyðaráætlun ef slys verða, því væri ekki búið að gefa út starfsleyfi vegna garðsins.Í samtali við Vísi staðfestir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis að eftirlitinu hefðu borist gögnin sem um ræðir. Ekki væri hins vegar búið að gefa út starfsleyfi, en það væri í eðlilegu ferli hjá nefndinni.
Neytendur Tengdar fréttir Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarði Læknar segja mikla fjölgun alvarlegra trampólínslysa tengjast Trampólíngarðinum og móðir stúlku sem tvífótbrotnaði um helgina í garðinum kallar eftir auknu eftirliti. 15. nóvember 2017 19:56 Skortir gögn um trampólíngarð Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins hefur ekki fengið umbeðin gögn frá trampólíngarðinum Skypark. Há slysatíðni ástæða athugunar. 10. febrúar 2018 09:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarði Læknar segja mikla fjölgun alvarlegra trampólínslysa tengjast Trampólíngarðinum og móðir stúlku sem tvífótbrotnaði um helgina í garðinum kallar eftir auknu eftirliti. 15. nóvember 2017 19:56
Skortir gögn um trampólíngarð Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins hefur ekki fengið umbeðin gögn frá trampólíngarðinum Skypark. Há slysatíðni ástæða athugunar. 10. febrúar 2018 09:00