Tólf ára drengur hlaut djúpan skurð á höfði í trampólíngarði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2018 14:59 Sauma þurfti fimm spor í höfuð sonar Öldu. Vísir/Samsett Sauma þurfti fimm spor í höfuð sonar Öldu Steingrímsdóttir eftir að hann fór í heljarstökk á trampólíni í trampólíngarðinum Skypark í Kópavogi. Hún er þakklát fyrir að sjúkraflutningamaður hafi verið á staðnum.„Hann er að taka heljarstökk og skýst þarna undir dýnuna og festir höfuðið á milli gorma, og rýfur það svo til baka,“ segir Alda í samtali við Vísi. Við það hlaut hann djúpan skurð á höfði. Á myndbandi sem hún birtir á Facebook má sjá hvernig sonur hennar skýst af trampólínu og undir samskeyti á milli trampólína.Slysið gerðist síðdegis í gær og segir Alda að starfsmenn garðsins hafi hringt í hana og greint henni frá slysinu.„Það var faðir þarna með dóttur sinni sem er sjúkraflutningamaður. Hann tekur strax boltann og vefur höfuðið á honum og stoppar blæðinguna. Það náttúrulega blæddi svakalega úr þessu,“ segir Alda sem gagnrýnir samskiptaleysi starfsmanna garðsins.„Þegar ég kem þarna standa þeir og segja ekki neitt, almennilegir strákar sem voru greinilega miður sín. Svo tók ég strákana og fór. Það voru engin samskipti þannig, ég bara dreif mig í burtu,“ segir Alda. Þar sem sjúkraflutningamaðurinn hafði búið um sárið dreif hún son sinn á Landspítalann þar sem saumuð voru fimm spor. Segir hún að læknarnir sem sinntu syni hennar hafi sagt við hana að hann hafi sloppið vel. „Þeim fannst þetta mjög alvarlegt. Hann hefði getað fengið gríðarlega höfuðáverka,“ segir Alda. Svo virðist því sem að betur hafi farið en á horfðist og er sonur hennar á batavegi.Sjá einnig: Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarðiGreint hefur verið frá því að tíðni þeirra sem leiti á Landspítalann vegna trampólínslysa hafi aukist, ekki síst á haustmánuðum síðasta árs en þangað til garðurinn opnaði var trampólíniðkun nær eingöngu stunduð á sumrin. Samkvæmt tölum frá Landspítalanum hefur lítið verið um trampólínslys á haustin og veturna undanfarin ár, þangað til garðurinn opnaði síðasta sumar.Í samtali við Vísi segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans, að þetta þurfi ekki endilega að koma á óvart, þar sem ekki sé óeðlilegt að tíðni íþróttaslysa aukist, þegar fjöldi þeirra sem stundi tiltekna íþrótt verði fleiri, eins og virðist hafa gerst þegar garðurinn opnaði síðastliðið sumar.Þá sýna tölur Landspítalans að það sem af er ári virðist fjöldi trampólínslysa hafa farið fækkandi en í síðasta mánuði leituðu þrír á slysa- og bráðadeild Landspítalans vegna trampólínslysa, samanborið við 20 í október og 12 í nóvember.Greint var frá því í Fréttablaðinu í febrúarað forsvarsmenn garðsins sem um ræðir hefðu ekki sent Heilbrigðiseftirlitinu fullnægjandi gögn hvernig öryggi gesta er tryggt meðan á dvöl stendur og neyðaráætlun ef slys verða, því væri ekki búið að gefa út starfsleyfi vegna garðsins.Í samtali við Vísi staðfestir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis að eftirlitinu hefðu borist gögnin sem um ræðir. Ekki væri hins vegar búið að gefa út starfsleyfi, en það væri í eðlilegu ferli hjá nefndinni. Neytendur Tengdar fréttir Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarði Læknar segja mikla fjölgun alvarlegra trampólínslysa tengjast Trampólíngarðinum og móðir stúlku sem tvífótbrotnaði um helgina í garðinum kallar eftir auknu eftirliti. 15. nóvember 2017 19:56 Skortir gögn um trampólíngarð Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins hefur ekki fengið umbeðin gögn frá trampólíngarðinum Skypark. Há slysatíðni ástæða athugunar. 10. febrúar 2018 09:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Sauma þurfti fimm spor í höfuð sonar Öldu Steingrímsdóttir eftir að hann fór í heljarstökk á trampólíni í trampólíngarðinum Skypark í Kópavogi. Hún er þakklát fyrir að sjúkraflutningamaður hafi verið á staðnum.„Hann er að taka heljarstökk og skýst þarna undir dýnuna og festir höfuðið á milli gorma, og rýfur það svo til baka,“ segir Alda í samtali við Vísi. Við það hlaut hann djúpan skurð á höfði. Á myndbandi sem hún birtir á Facebook má sjá hvernig sonur hennar skýst af trampólínu og undir samskeyti á milli trampólína.Slysið gerðist síðdegis í gær og segir Alda að starfsmenn garðsins hafi hringt í hana og greint henni frá slysinu.„Það var faðir þarna með dóttur sinni sem er sjúkraflutningamaður. Hann tekur strax boltann og vefur höfuðið á honum og stoppar blæðinguna. Það náttúrulega blæddi svakalega úr þessu,“ segir Alda sem gagnrýnir samskiptaleysi starfsmanna garðsins.„Þegar ég kem þarna standa þeir og segja ekki neitt, almennilegir strákar sem voru greinilega miður sín. Svo tók ég strákana og fór. Það voru engin samskipti þannig, ég bara dreif mig í burtu,“ segir Alda. Þar sem sjúkraflutningamaðurinn hafði búið um sárið dreif hún son sinn á Landspítalann þar sem saumuð voru fimm spor. Segir hún að læknarnir sem sinntu syni hennar hafi sagt við hana að hann hafi sloppið vel. „Þeim fannst þetta mjög alvarlegt. Hann hefði getað fengið gríðarlega höfuðáverka,“ segir Alda. Svo virðist því sem að betur hafi farið en á horfðist og er sonur hennar á batavegi.Sjá einnig: Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarðiGreint hefur verið frá því að tíðni þeirra sem leiti á Landspítalann vegna trampólínslysa hafi aukist, ekki síst á haustmánuðum síðasta árs en þangað til garðurinn opnaði var trampólíniðkun nær eingöngu stunduð á sumrin. Samkvæmt tölum frá Landspítalanum hefur lítið verið um trampólínslys á haustin og veturna undanfarin ár, þangað til garðurinn opnaði síðasta sumar.Í samtali við Vísi segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans, að þetta þurfi ekki endilega að koma á óvart, þar sem ekki sé óeðlilegt að tíðni íþróttaslysa aukist, þegar fjöldi þeirra sem stundi tiltekna íþrótt verði fleiri, eins og virðist hafa gerst þegar garðurinn opnaði síðastliðið sumar.Þá sýna tölur Landspítalans að það sem af er ári virðist fjöldi trampólínslysa hafa farið fækkandi en í síðasta mánuði leituðu þrír á slysa- og bráðadeild Landspítalans vegna trampólínslysa, samanborið við 20 í október og 12 í nóvember.Greint var frá því í Fréttablaðinu í febrúarað forsvarsmenn garðsins sem um ræðir hefðu ekki sent Heilbrigðiseftirlitinu fullnægjandi gögn hvernig öryggi gesta er tryggt meðan á dvöl stendur og neyðaráætlun ef slys verða, því væri ekki búið að gefa út starfsleyfi vegna garðsins.Í samtali við Vísi staðfestir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis að eftirlitinu hefðu borist gögnin sem um ræðir. Ekki væri hins vegar búið að gefa út starfsleyfi, en það væri í eðlilegu ferli hjá nefndinni.
Neytendur Tengdar fréttir Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarði Læknar segja mikla fjölgun alvarlegra trampólínslysa tengjast Trampólíngarðinum og móðir stúlku sem tvífótbrotnaði um helgina í garðinum kallar eftir auknu eftirliti. 15. nóvember 2017 19:56 Skortir gögn um trampólíngarð Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins hefur ekki fengið umbeðin gögn frá trampólíngarðinum Skypark. Há slysatíðni ástæða athugunar. 10. febrúar 2018 09:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarði Læknar segja mikla fjölgun alvarlegra trampólínslysa tengjast Trampólíngarðinum og móðir stúlku sem tvífótbrotnaði um helgina í garðinum kallar eftir auknu eftirliti. 15. nóvember 2017 19:56
Skortir gögn um trampólíngarð Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins hefur ekki fengið umbeðin gögn frá trampólíngarðinum Skypark. Há slysatíðni ástæða athugunar. 10. febrúar 2018 09:00