Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakaði Rússa í upphafi vikunnar um að hafa komið að árásinni. VÍSIR/AFP Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. Þetta kom fram í tísti frá rússneska sendiráðinu í Bretlandi í gær. Bretar höfðu gefið Rússum frest til dagsloka í gær til að gefa trúverðugar skýringar á því að eitrið fannst í breska bænum Salisbury fyrir tíu dögum. Atvikið beindist að rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum, Sergei Skripal, og dóttur hans. Engar útskýringar frá Rússum lágu fyrir er Fréttablaðið fór í prentun. Breska þingið ræðir málið í dag. „Án [könnunar Rússa á efninu] er ekkert vit í staðhæfingum frá London. Atvikið virðist vera enn önnur óheiðarleg tilraun af hálfu breskra yfirvalda til að varpa rýrð á Rússland,“ segir í öðru tísti sendiráðsins. Í gær sagði Amber Rudd, innanríkisráðherra Breta, að fjórtán dauðsföll á breskri grund verði rannsökuð á nýjan leik vegna mögulegra tengsla við Rússland. Ákvörðunin var tekin eftir að fréttastofa BuzzFeed gerði opinbera tveggja ára rannsóknarvinnu sem tengdi yfirvöld í Rússlandi við dauðsföllin. Í fyrrakvöld fannst Nikolai Glushkov látinn á heimili sínu. Hann var vinur Boris Berezovsky, stjórnarandstæðings og auðjöfurs. Andlát Berezovsky er eitt af málunum fjórtán sem verða rannsökuð á nýjan leik. Ekki liggur fyrir hvort mál Glushkov og Skripal tengjast.3/7 Moscow will not respond to London's ultimatum until it receives samples of the chemical substance to which the UK investigators are referring. pic.twitter.com/B5CNtimcc3— Russian Embassy, UK (@RussianEmbassy) March 13, 2018 Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. Þetta kom fram í tísti frá rússneska sendiráðinu í Bretlandi í gær. Bretar höfðu gefið Rússum frest til dagsloka í gær til að gefa trúverðugar skýringar á því að eitrið fannst í breska bænum Salisbury fyrir tíu dögum. Atvikið beindist að rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum, Sergei Skripal, og dóttur hans. Engar útskýringar frá Rússum lágu fyrir er Fréttablaðið fór í prentun. Breska þingið ræðir málið í dag. „Án [könnunar Rússa á efninu] er ekkert vit í staðhæfingum frá London. Atvikið virðist vera enn önnur óheiðarleg tilraun af hálfu breskra yfirvalda til að varpa rýrð á Rússland,“ segir í öðru tísti sendiráðsins. Í gær sagði Amber Rudd, innanríkisráðherra Breta, að fjórtán dauðsföll á breskri grund verði rannsökuð á nýjan leik vegna mögulegra tengsla við Rússland. Ákvörðunin var tekin eftir að fréttastofa BuzzFeed gerði opinbera tveggja ára rannsóknarvinnu sem tengdi yfirvöld í Rússlandi við dauðsföllin. Í fyrrakvöld fannst Nikolai Glushkov látinn á heimili sínu. Hann var vinur Boris Berezovsky, stjórnarandstæðings og auðjöfurs. Andlát Berezovsky er eitt af málunum fjórtán sem verða rannsökuð á nýjan leik. Ekki liggur fyrir hvort mál Glushkov og Skripal tengjast.3/7 Moscow will not respond to London's ultimatum until it receives samples of the chemical substance to which the UK investigators are referring. pic.twitter.com/B5CNtimcc3— Russian Embassy, UK (@RussianEmbassy) March 13, 2018
Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00
Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38