Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2018 17:57 Theresa May, forsætisráðherra Breta. Vísir/Getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, telur afar líklegt að rússnesk yfirvöld beri ábyrgð á því að fyrrverandi njósnara og dóttur hans var byrlað eitur í Bretlandi. May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag en greint er frá henni á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að því sé haldið fram að rússnesk yfirvöld beri annað hvort beina ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnaranum fyrrverandi og dóttur hans eða þá að yfirvöld í Rússlandi hafi komið því í kring að eitrið rataði í hendur tilræðismanna. May sagði að búið væri að greina eitrið sem er af tegundinni Novichok. Sagði forsætisráðherrann að utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson hefði tilkynnt sendiherra Rússa að yfirvöld í Rússlandi yrðu að gera fyllilega grein fyrir sínu máli sem allra fyrst. Sagði hún að ef ekki fást skýr svör frá Rússum þá verði litið svo á að Rússar hafi beitt valdi sínu ólöglega á breskri grund. Njósnarinn fyrrverandi heitir Sergei Skripal, 66 ára, en dóttir hans heitir Yulia, 33 ára. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í verslunarmiðstöð í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Engir sjáanlegir áverkar voru á þeim. Þau liggja nú þungt haldin á sjúkrahúsi en líðan þeirra er sögð stöðug. Lögreglumaður sem hlúði að þeim er enn þungt haldinn eftir að hafa komist í tæri við eitrið. Theresa May sagði á breska þinginu í dag að ástæðan fyrir því að sjónum breskra yfirvalda væri beint að Rússum væri vegna fyrri verka þeirra þegar kemur að því að ráða þá af dögum sem hafa flúið Rússland. Skripal var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Breta í Rússlandi árið 2006. Honum var sleppt fjórum áður síðar og veitt hæli á Bretlandi. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af seinum fyrirmælum lögreglu vegna eiturefnaárásar Hundruð taka þátt í rannsókninni á eiturefnaárás á Sergei og Yuliu Skripal. 12. mars 2018 00:02 Segja 21 hafa orðið fyrir áhrifum taugaeitursins Einungis þrír eru þó enn á sjúkrahúsi. Það eru njósnarinn Sergei Skripal, dóttir hans Yulia og lögregluþjónninn Nick Bailey. 8. mars 2018 19:29 Þjóðaröryggisráð fundar vegna árásarinnar á Skripal feðginin Þjóðaröryggisráð Bretlands mun funda í dag með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. 12. mars 2018 07:55 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, telur afar líklegt að rússnesk yfirvöld beri ábyrgð á því að fyrrverandi njósnara og dóttur hans var byrlað eitur í Bretlandi. May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag en greint er frá henni á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að því sé haldið fram að rússnesk yfirvöld beri annað hvort beina ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnaranum fyrrverandi og dóttur hans eða þá að yfirvöld í Rússlandi hafi komið því í kring að eitrið rataði í hendur tilræðismanna. May sagði að búið væri að greina eitrið sem er af tegundinni Novichok. Sagði forsætisráðherrann að utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson hefði tilkynnt sendiherra Rússa að yfirvöld í Rússlandi yrðu að gera fyllilega grein fyrir sínu máli sem allra fyrst. Sagði hún að ef ekki fást skýr svör frá Rússum þá verði litið svo á að Rússar hafi beitt valdi sínu ólöglega á breskri grund. Njósnarinn fyrrverandi heitir Sergei Skripal, 66 ára, en dóttir hans heitir Yulia, 33 ára. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í verslunarmiðstöð í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Engir sjáanlegir áverkar voru á þeim. Þau liggja nú þungt haldin á sjúkrahúsi en líðan þeirra er sögð stöðug. Lögreglumaður sem hlúði að þeim er enn þungt haldinn eftir að hafa komist í tæri við eitrið. Theresa May sagði á breska þinginu í dag að ástæðan fyrir því að sjónum breskra yfirvalda væri beint að Rússum væri vegna fyrri verka þeirra þegar kemur að því að ráða þá af dögum sem hafa flúið Rússland. Skripal var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Breta í Rússlandi árið 2006. Honum var sleppt fjórum áður síðar og veitt hæli á Bretlandi.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af seinum fyrirmælum lögreglu vegna eiturefnaárásar Hundruð taka þátt í rannsókninni á eiturefnaárás á Sergei og Yuliu Skripal. 12. mars 2018 00:02 Segja 21 hafa orðið fyrir áhrifum taugaeitursins Einungis þrír eru þó enn á sjúkrahúsi. Það eru njósnarinn Sergei Skripal, dóttir hans Yulia og lögregluþjónninn Nick Bailey. 8. mars 2018 19:29 Þjóðaröryggisráð fundar vegna árásarinnar á Skripal feðginin Þjóðaröryggisráð Bretlands mun funda í dag með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. 12. mars 2018 07:55 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Hafa áhyggjur af seinum fyrirmælum lögreglu vegna eiturefnaárásar Hundruð taka þátt í rannsókninni á eiturefnaárás á Sergei og Yuliu Skripal. 12. mars 2018 00:02
Segja 21 hafa orðið fyrir áhrifum taugaeitursins Einungis þrír eru þó enn á sjúkrahúsi. Það eru njósnarinn Sergei Skripal, dóttir hans Yulia og lögregluþjónninn Nick Bailey. 8. mars 2018 19:29
Þjóðaröryggisráð fundar vegna árásarinnar á Skripal feðginin Þjóðaröryggisráð Bretlands mun funda í dag með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. 12. mars 2018 07:55