Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2018 12:17 Nemendur í Hagaskóla í prófi. Nemendur í 9. bekk tóku samræmd próf í íslensku og ensku í liðinni viku við óviðunandi aðstæður. Verður óháður aðili fenginn til að fara yfir ferlið við framkvæmd prófanna. visir/anton brink Óháður aðili mun fara yfir framkvæmd samræmdra prófa en eins og greint hefur verið frá urðu mistök við framkvæmd prófanna í liðinni viku þegar fresta þurfti bæði íslenskuprófinu og enskuprófinu. Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. Í tilkynningu frá Menntamálastofnun kemur fram að bandaríska fyrirtækið Assesment Systems, þjónustuaðili prófakerfis stofnunarinnar, hafi viðurkennt að mistök í uppsetningu gagnagrunns stofnunarinnar hafi truflað próftökuna. Vegna villunnar komust margir nemendanna ekki inn í prófin og urðu því frá að hverfa eða svöruðu prófinu við óviðunandi aðstæður.Óásættanlegt fyrir íslenskt menntakerfi „Menntamálastofnun hyggst gera allt sem í hennar valdi stendur til að samskonar röskun verði ekki aftur og tekur undir orð Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að mistökin séu óásættanleg fyrir íslenskt menntakerfi. Hefur því verið gengið frá ráðningu óháðs aðila til að fara yfir ferlið í heild sinni og leiða í ljós hvort eitthvað í undirbúningi stofnunarinnar hafi mátt betur fara. Niðurstöður þeirrar sjálfstæðu athugunar verða gerðar opinberar. Menntamálastofnun hefur einnig óskað eftir því við mennta- og menningarmálaráðuneytið að kallaður verði saman sérfræðihópur sem hefur eftirlit með framkvæmd samræmdra könnunarprófa. Menntamálastofnun mun, í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið, skera úr um hvernig farið verður með niðurstöður samræmdra könnunarprófa nú í ár. Niðurstaða hvað það varðar mun liggja fyrir eftir fund með hagsmunaaðilum á miðvikudag. Gætt verður sérstaklega að hagsmunum allra nemenda og jafnræði milli þeirra tryggt,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar.Biðst innilegrar afsökunar Þá biður Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar nemendur, foreldra, kennara og skólastjórnendur innilegrar afsökunar á mistökunum. „Ég bið nemendur, foreldra, kennara og skólastjórnendur innilega afsökunar á þeim mistökum sem urðu við framkvæmd prófanna í síðustu viku. Þó að ástæðan hafi verið villa í tölvukerfi Assessment Systems þá er enginn vafi á því að endanleg ábyrgð á framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskólum liggur hjá Menntamálastofnun. Við þurfum að skoða vel hvort ástæða sé til að gera breytingar á framkvæmdinni og mun sú skýrsla, sem nú er kominn í vinnslu, vonandi gagnast við þá vinnu,“ er haft eftir Arnóri í tilkynningunni. Fundað verður um framkvæmd samræmdra prófa í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í dag. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00 Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Óháður aðili mun fara yfir framkvæmd samræmdra prófa en eins og greint hefur verið frá urðu mistök við framkvæmd prófanna í liðinni viku þegar fresta þurfti bæði íslenskuprófinu og enskuprófinu. Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. Í tilkynningu frá Menntamálastofnun kemur fram að bandaríska fyrirtækið Assesment Systems, þjónustuaðili prófakerfis stofnunarinnar, hafi viðurkennt að mistök í uppsetningu gagnagrunns stofnunarinnar hafi truflað próftökuna. Vegna villunnar komust margir nemendanna ekki inn í prófin og urðu því frá að hverfa eða svöruðu prófinu við óviðunandi aðstæður.Óásættanlegt fyrir íslenskt menntakerfi „Menntamálastofnun hyggst gera allt sem í hennar valdi stendur til að samskonar röskun verði ekki aftur og tekur undir orð Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að mistökin séu óásættanleg fyrir íslenskt menntakerfi. Hefur því verið gengið frá ráðningu óháðs aðila til að fara yfir ferlið í heild sinni og leiða í ljós hvort eitthvað í undirbúningi stofnunarinnar hafi mátt betur fara. Niðurstöður þeirrar sjálfstæðu athugunar verða gerðar opinberar. Menntamálastofnun hefur einnig óskað eftir því við mennta- og menningarmálaráðuneytið að kallaður verði saman sérfræðihópur sem hefur eftirlit með framkvæmd samræmdra könnunarprófa. Menntamálastofnun mun, í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið, skera úr um hvernig farið verður með niðurstöður samræmdra könnunarprófa nú í ár. Niðurstaða hvað það varðar mun liggja fyrir eftir fund með hagsmunaaðilum á miðvikudag. Gætt verður sérstaklega að hagsmunum allra nemenda og jafnræði milli þeirra tryggt,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar.Biðst innilegrar afsökunar Þá biður Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar nemendur, foreldra, kennara og skólastjórnendur innilegrar afsökunar á mistökunum. „Ég bið nemendur, foreldra, kennara og skólastjórnendur innilega afsökunar á þeim mistökum sem urðu við framkvæmd prófanna í síðustu viku. Þó að ástæðan hafi verið villa í tölvukerfi Assessment Systems þá er enginn vafi á því að endanleg ábyrgð á framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskólum liggur hjá Menntamálastofnun. Við þurfum að skoða vel hvort ástæða sé til að gera breytingar á framkvæmdinni og mun sú skýrsla, sem nú er kominn í vinnslu, vonandi gagnast við þá vinnu,“ er haft eftir Arnóri í tilkynningunni. Fundað verður um framkvæmd samræmdra prófa í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í dag.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00 Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00
Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30
Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24