Páll gefur laun fyrir nýjan útvarpsþátt til Hugarafls Sylvía Hall skrifar 29. mars 2018 13:16 Páll Magnússon og Björt Ólafsdóttir munu stýra nýjum þjóðmálaþætti á K100. Vísir/GVA/Anton Brink Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar Framtíðar, munu stýra nýjum þjóðmálaþætti á K100 á sunnudögum og hefur þátturinn hlotið nafnið Þingvellir. Fyrsti þáttur er á dagskrá á páskadag klukkan 10. Páll segir í samtali við Vísi að verkefnið sé spennandi og það sé öðruvísi en þau sem hann hafi áður starfað að í fjölmiðlum. Hann hafi litið svo á að starfi hans í fjölmiðlum væri lokið en hafi á lokum fallist á gerð þáttarins eftir að hugmyndavinna hafi farið af stað. „Ég held að þetta verði skemmtilegt. Þetta getur verið tækifæri fyrir stjórnmálamenn að koma málum á dagskrá og gæti hreinlega hjálpað til í starfinu mínu með því að benda á mál og vekja á þeim athygli.“ Hann segir fyrirkomulag þáttarins vera algengt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum og að krafan um hlutleysi verði ekki jafn mikil þegar þau koma að þáttagerðinni sem starfandi stjórnmálamenn. Páll segist vera vanur fjölmiðlamaður og hefur ekki áhyggjur af því að starfið taki tíma frá þingstörfunum, en hann hefur ákveðið að láta laun sín fyrir þáttinn renna til Hugarafls. „Ég er ekki að þessu til að auka tekjurnar hjá mér. Mér fannst eðlilegast að láta greiðsluna renna til þeirra sem hefðu meiri þörf fyrir hana en ég.“ Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag sagðist Páll hafa nóg að gera í starfi sínu sem Alþingismaður en þetta væri aðeins klukkutíma þáttur annan hvern sunnudag. Páll og Björt munu skiptast á að stýra þættinum, en Björt segist einnig vera spennt fyrir verkefninu í samtali við Vísi. „Við komum úr sitthvorri áttinni í pólitík og það er augljóst að við séum að stjórna þættinum með þær skoðanir sem við höfum. Þetta verður kannski beittari þáttur en gengur og gerist.“ Í samtali við Vísi sagðist Björt stýra fyrsta þætti Þingvalla næstkomandi sunnudag og að hennar fyrsti gestur yrði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup. Aðspurð sagðist Björt ekki ætla að gefa sín laun fyrir þáttinn. Fjölmiðlar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar Framtíðar, munu stýra nýjum þjóðmálaþætti á K100 á sunnudögum og hefur þátturinn hlotið nafnið Þingvellir. Fyrsti þáttur er á dagskrá á páskadag klukkan 10. Páll segir í samtali við Vísi að verkefnið sé spennandi og það sé öðruvísi en þau sem hann hafi áður starfað að í fjölmiðlum. Hann hafi litið svo á að starfi hans í fjölmiðlum væri lokið en hafi á lokum fallist á gerð þáttarins eftir að hugmyndavinna hafi farið af stað. „Ég held að þetta verði skemmtilegt. Þetta getur verið tækifæri fyrir stjórnmálamenn að koma málum á dagskrá og gæti hreinlega hjálpað til í starfinu mínu með því að benda á mál og vekja á þeim athygli.“ Hann segir fyrirkomulag þáttarins vera algengt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum og að krafan um hlutleysi verði ekki jafn mikil þegar þau koma að þáttagerðinni sem starfandi stjórnmálamenn. Páll segist vera vanur fjölmiðlamaður og hefur ekki áhyggjur af því að starfið taki tíma frá þingstörfunum, en hann hefur ákveðið að láta laun sín fyrir þáttinn renna til Hugarafls. „Ég er ekki að þessu til að auka tekjurnar hjá mér. Mér fannst eðlilegast að láta greiðsluna renna til þeirra sem hefðu meiri þörf fyrir hana en ég.“ Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag sagðist Páll hafa nóg að gera í starfi sínu sem Alþingismaður en þetta væri aðeins klukkutíma þáttur annan hvern sunnudag. Páll og Björt munu skiptast á að stýra þættinum, en Björt segist einnig vera spennt fyrir verkefninu í samtali við Vísi. „Við komum úr sitthvorri áttinni í pólitík og það er augljóst að við séum að stjórna þættinum með þær skoðanir sem við höfum. Þetta verður kannski beittari þáttur en gengur og gerist.“ Í samtali við Vísi sagðist Björt stýra fyrsta þætti Þingvalla næstkomandi sunnudag og að hennar fyrsti gestur yrði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup. Aðspurð sagðist Björt ekki ætla að gefa sín laun fyrir þáttinn.
Fjölmiðlar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira