Meta umhverfisáhrif framkvæmda við nýjan kirkjugarð neikvæð Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. mars 2018 20:00 Lagðar eru til mótvægisaðgerðir til að bregðast við umhverfisáhrifum vegna kirkjugarðsins í hlíð Úlfarsfells. Vísir/Egill Aðalsteinsson Umhverfisáhrif framkvæmda við nýjan kirkjugarð í Úlfarsárfelli eru metin á bilinu óveruleg til talsvert neikvæð en lagðar eru til mótvægisaðgerðir til að bregðast við þeim. Þetta kemur fram í frummatsskýrslu sem Reykjavíkurborg kynnti í Dalskóla í gær. Þar kemur fram að vörubílar þurfi að fara 36.000 til 57.000 ferðir með mold á svæðið á framkvæmdatímanum. Reykjavíkurborg hyggst gera nýjan kirkjugarð í vesturhlíð Úlfarsfells til að viðhalda framboði á kirkjugörðum á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdin er matsskyld og háð lögum um mat á umhverfisáhrifum vegna umfangs efnislosunar við mótun garðsins. Framkvæmdin felur í sér haugsetningu á 570.000 rúmmetrum af jarðvegi. Meginhluti þess jarðvegs, kemur frá uppbyggingarsvæðum í Vatnsmýri, Mjódd og Valssvæðinu. Áhrif á loftgæði, landslag, ásýnd og útivistarsvæði Heildarstærð hins nýja kirkjugarðs verður 22,5 hektarar. Nú þegar hefur verið lagður vegur að svæðinu og búið er að losa um 25.000 rúmmetra af jarðvegi. Í frummatsskýrslu sem VSÓ ráðgjöf vann fyrir Reykjavíkurborg er áætlað að framkvæmdin taki um fimm ár. Reykjavíkurborg hyggst gera nýjan kirkjugarð í vesturhlíð Úlfarsfells til að viðhalda framboði á kirkjugörðum á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð 2Þar kemur enn fremur fram að umhverfisáhrif framkvæmdarinnar í heild séu óveruleg til talsverð neikvæð. Þeir umhverfisþættir sem verði fyrir talsvert neikvæðum áhrifum séu loftgæði, landslag, ásýnd og útivistarsvæði sem verði fyrir óverulegum til talsvert neikvæðum áhrifum. Mótvægisaðgerðir eru lagðar til eins og að ræktaður verði skógur við svæðið í samráði við Skógræktina og að sáð verði í jarðveg. Áætlað er að vörubílar aki um þúsund rúmmetrum af jarðvegi á svæðið á dag og þar sem um sé að ræða 570.000 rúmmetra megi búast við að ferðirnar vegna þessar framkvæmdar verði samtals um 36.000 til 57.000 talsins. Í framhaldinu verði leitað umsagnar hjá ýmsum stofnunum ríkis og borgar og þá sé hægt að nálgast frummatsskýrsluna á vef Reykjavíkurborgar. Umhverfismál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Umhverfisáhrif framkvæmda við nýjan kirkjugarð í Úlfarsárfelli eru metin á bilinu óveruleg til talsvert neikvæð en lagðar eru til mótvægisaðgerðir til að bregðast við þeim. Þetta kemur fram í frummatsskýrslu sem Reykjavíkurborg kynnti í Dalskóla í gær. Þar kemur fram að vörubílar þurfi að fara 36.000 til 57.000 ferðir með mold á svæðið á framkvæmdatímanum. Reykjavíkurborg hyggst gera nýjan kirkjugarð í vesturhlíð Úlfarsfells til að viðhalda framboði á kirkjugörðum á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdin er matsskyld og háð lögum um mat á umhverfisáhrifum vegna umfangs efnislosunar við mótun garðsins. Framkvæmdin felur í sér haugsetningu á 570.000 rúmmetrum af jarðvegi. Meginhluti þess jarðvegs, kemur frá uppbyggingarsvæðum í Vatnsmýri, Mjódd og Valssvæðinu. Áhrif á loftgæði, landslag, ásýnd og útivistarsvæði Heildarstærð hins nýja kirkjugarðs verður 22,5 hektarar. Nú þegar hefur verið lagður vegur að svæðinu og búið er að losa um 25.000 rúmmetra af jarðvegi. Í frummatsskýrslu sem VSÓ ráðgjöf vann fyrir Reykjavíkurborg er áætlað að framkvæmdin taki um fimm ár. Reykjavíkurborg hyggst gera nýjan kirkjugarð í vesturhlíð Úlfarsfells til að viðhalda framboði á kirkjugörðum á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð 2Þar kemur enn fremur fram að umhverfisáhrif framkvæmdarinnar í heild séu óveruleg til talsverð neikvæð. Þeir umhverfisþættir sem verði fyrir talsvert neikvæðum áhrifum séu loftgæði, landslag, ásýnd og útivistarsvæði sem verði fyrir óverulegum til talsvert neikvæðum áhrifum. Mótvægisaðgerðir eru lagðar til eins og að ræktaður verði skógur við svæðið í samráði við Skógræktina og að sáð verði í jarðveg. Áætlað er að vörubílar aki um þúsund rúmmetrum af jarðvegi á svæðið á dag og þar sem um sé að ræða 570.000 rúmmetra megi búast við að ferðirnar vegna þessar framkvæmdar verði samtals um 36.000 til 57.000 talsins. Í framhaldinu verði leitað umsagnar hjá ýmsum stofnunum ríkis og borgar og þá sé hægt að nálgast frummatsskýrsluna á vef Reykjavíkurborgar.
Umhverfismál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira