43 marka tvíeyki ekki með Argentínu á HM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. mars 2018 16:00 Mauro Icardi fagnar marki með Internazionale. Vísir/Getty Landsliðsþjálfari Argentínu, Jorge Sampaoli, telur ólíklegt að markahrókarnir Paulo Dybala og Mauro Icardi fái að fara með á HM í Rússlandi þar sem Argentína mætir Íslandi í fyrsta leik. Sampaoli valdi hvorki Dybala né Icardi í hópinn sem mætir Ítölum og Spánverjum í vináttulandsleikjum í þessu landsleikjahléi og sagði það verða erfitt fyrir tvíeykið að koma sér inn í hópinn fyrir HM. Hann sagði þó að það væri ekki vegna skorts á hæfileikum heldur vegna þess að þeir passi ekki inn í liðið. „Það er erfitt fyrir Dybala að venjast skipulaginu hjá okkur,“ sagði Sampaoli. „Við gátum ekki bætt úr frammistöðum hans og þurftum að meta það hvort þeir leikmenn sem eru í hópnum séu betri en Paulo eða hvort við eigum að halda áfram að reyna að bæta frammsitöðu hans.“ Dybala hefur skorað 21 mark fyrir Juventus í vetur en á aðeins 12 landsleiki að baki fyrir Argentínu. Icardi hefur sett 22 mörk í 26 leikjum fyrir Inter Milan á tímabilinu en bara náð fjórum landsleikjum á tæpum fimm árum. „Icardi er í svipaðri stöðu og Dybala. Hann náði ekki að skila frammistöðum sínum með Inter inn í argentíska landsliðið.“ „Við höfum ekki nægan tíma til þess að aðlaga þá að liðinu. Ég verð að einbeita mér að frammistöðum leikmanna á vellinum fyrir landsliðið,“ sagði Jorge Sampaoli. Argentína mætir Ítalíu í vináttulandsleik í kvöld og Spáni á þriðjudaginn. Liðið mætir svo Íslandi á HM þann 16. júní í Moskvu. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þjálfari Argentínu ósáttur með undirbúningsleiki liðsins fyrir Íslandsleikinn Jorge Sampoli, þjálfari argentínska landsliðsins, fékk ekki ósk sína uppfyllta þegar kom að undirbúningi liðsins fyrir HM í Rússlandi í sumar en þar verður einmitt fyrsti leikur argentínska liðsins á móti Íslandi 16. júní næstkomandi. 5. mars 2018 12:00 Raðar inn mörkum á Ítalíu en íslensku strákarnir þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum á HM Argentínski framherjinn Mauro Icardi fær ekki að fara með á HM ef marka má nýjustu fréttirnir frá Argentínu. 1. mars 2018 10:30 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Landsliðsþjálfari Argentínu, Jorge Sampaoli, telur ólíklegt að markahrókarnir Paulo Dybala og Mauro Icardi fái að fara með á HM í Rússlandi þar sem Argentína mætir Íslandi í fyrsta leik. Sampaoli valdi hvorki Dybala né Icardi í hópinn sem mætir Ítölum og Spánverjum í vináttulandsleikjum í þessu landsleikjahléi og sagði það verða erfitt fyrir tvíeykið að koma sér inn í hópinn fyrir HM. Hann sagði þó að það væri ekki vegna skorts á hæfileikum heldur vegna þess að þeir passi ekki inn í liðið. „Það er erfitt fyrir Dybala að venjast skipulaginu hjá okkur,“ sagði Sampaoli. „Við gátum ekki bætt úr frammistöðum hans og þurftum að meta það hvort þeir leikmenn sem eru í hópnum séu betri en Paulo eða hvort við eigum að halda áfram að reyna að bæta frammsitöðu hans.“ Dybala hefur skorað 21 mark fyrir Juventus í vetur en á aðeins 12 landsleiki að baki fyrir Argentínu. Icardi hefur sett 22 mörk í 26 leikjum fyrir Inter Milan á tímabilinu en bara náð fjórum landsleikjum á tæpum fimm árum. „Icardi er í svipaðri stöðu og Dybala. Hann náði ekki að skila frammistöðum sínum með Inter inn í argentíska landsliðið.“ „Við höfum ekki nægan tíma til þess að aðlaga þá að liðinu. Ég verð að einbeita mér að frammistöðum leikmanna á vellinum fyrir landsliðið,“ sagði Jorge Sampaoli. Argentína mætir Ítalíu í vináttulandsleik í kvöld og Spáni á þriðjudaginn. Liðið mætir svo Íslandi á HM þann 16. júní í Moskvu.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þjálfari Argentínu ósáttur með undirbúningsleiki liðsins fyrir Íslandsleikinn Jorge Sampoli, þjálfari argentínska landsliðsins, fékk ekki ósk sína uppfyllta þegar kom að undirbúningi liðsins fyrir HM í Rússlandi í sumar en þar verður einmitt fyrsti leikur argentínska liðsins á móti Íslandi 16. júní næstkomandi. 5. mars 2018 12:00 Raðar inn mörkum á Ítalíu en íslensku strákarnir þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum á HM Argentínski framherjinn Mauro Icardi fær ekki að fara með á HM ef marka má nýjustu fréttirnir frá Argentínu. 1. mars 2018 10:30 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Þjálfari Argentínu ósáttur með undirbúningsleiki liðsins fyrir Íslandsleikinn Jorge Sampoli, þjálfari argentínska landsliðsins, fékk ekki ósk sína uppfyllta þegar kom að undirbúningi liðsins fyrir HM í Rússlandi í sumar en þar verður einmitt fyrsti leikur argentínska liðsins á móti Íslandi 16. júní næstkomandi. 5. mars 2018 12:00
Raðar inn mörkum á Ítalíu en íslensku strákarnir þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum á HM Argentínski framherjinn Mauro Icardi fær ekki að fara með á HM ef marka má nýjustu fréttirnir frá Argentínu. 1. mars 2018 10:30