Árásarmaðurinn er sagður hafa reynt að keyra á fjóra lögregluþjóna og skotið og sært einn skammt frá matvöruverslun þar sem hann tók svo fólk í gíslingu. Hann hélt minnst átta manns í gíslingu í versluninni áður en lögregluþjónn bauð sig í skiptum fyrir gíslana. Skömmu seinna réðst lögreglan til atlögu og felldi manninn.
Édouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, segir allt benda til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.