Trump ver hamingjuóskir sínar til Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2018 23:18 Trump hefur virst ragur við að gagnrýna Pútín allt frá því að hann bauð sig fram til forseta á sínum tíma. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti svaraði í dag gagnrýni á að hann hefði óskað Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með endurkjör sitt í símtali. Gott væri að bæta samskiptin við Rússa þar sem þeir gætu aðstoðað við lausn fjölda alþjóðlegra vandamála. Þrátt fyrir að þingmenn úr röðum repúblikana hafi verið á meðal þeirra sem deildu hart á hamingjuóskir Trump í símtalinu við Pútín í gær skellti forsetinn skuldinni á „falsfréttafjölmiðla“ eins og honum hefur lengi verið tamt á Twitter. Vafi leikur á að forsetakosningarnar í Rússlandi á sunnudag hafi í raun verið frjálsar en Pútín hlaut 76% atkvæða samkvæmt opinberum tölum. Þegar við bætist að rússnesk stjórnvöld hafa verið sökuð um afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og víðar og taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í Bretlandi var ekki að undra að aðstoðarmenn Trump hafi skrifað með hástöfum „EKKI ÓSKA TIL HAMINGJU“ á minnisblöð fyrir forsetann fyrir símtalið við Pútín. Trump hunsaði þær ráðleggingar hins vegar og sagði fréttamönnum í gær að hann hefði óskað Pútín til hamingju. Þá sleppti hann að fordæma taugaeitursárásina þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi undirbúið minnisblað um það fyrir símtalið.Nefnir vandamál sem Rússar ollu sjálfir Í tístunum fullyrðir Trump að fjölmiðlar hafi viljað að hann „úthúðaði“ Pútín en að þeir hefðu rangt fyrir sér. „Það er gott að lynda við Rússa (og aðra), ekki slæmt,“ tísti Trump og vísaði til þess að rússnesk stjórnvöld gætu aðstoðað við að leysa úr málum í Norður-Kóreu, Sýrlandi, Úkraínu og á fleiri sviðum. Athygli vekur hins vegar að Rússar hafa sjálfir skapað hluta vandamálanna sem Trump vill að þeir hjálpi til við að leysa. Fréttaskýringarvefurinn Vox bendir þannig á að rússneski herinn hafi til dæmis haldið uppi stjórn Bashars al-Assad í Sýrlandi og valdið mannfalli óbreyttra borgara með loftárásum. Sérstaklega undarlegt þykir þó að Trump nefni Úkraínu þar sem átökin sem nú geisa í austurhluta landsins hófust þegar Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Talið er að rússneskir hermenn taki þátt í átökunum á laun. Opinber rannsókn stendur nú yfir á því í Bandaríkjunum hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan telur að Pútín hafi gefið skipun um það með það fyrir augum að hjálpa Trump.Bush var „ekki nógu snjall“ Trump gagnrýndi einnig fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna úr báðum flokkum í tístum sínum í dag. Þannig sagði hann að George W. Bush, síðasti forsetinn úr röðum repúblikana á undan honum sjálfum, hefði reynt að bæta samkomulagið við Rússa en „hann var ekki nógu snjall“. Barack Obama, fyrrverandi forseti, og Hillary Clinton, þáverandi utanríkisráðherra og síðar mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum árið 2016, hafi sömuleiðis reynt en þau hafi skort „orkuna eða straumana“. Þá benti Trump á að Obama hefði óskað Pútín til hamingju með kosningasigur sinn árið 2012. Washington Post segir að í lýsingu Hvíta hússins á því símtali á sínum tíma hafi hins vegar komið fram að Obama og Pútín hefðu einnig rætt „mál sem Bandaríkin og Rússland hafa verið ósammála um, þar á meðal Sýrland og eldflaugavarnir“. Lauk Trump tístum sínum með orðunum: „FRIÐUR MEÐ STYRK!“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump æfur vegna leka um að hann ætti ekki að óska Pútín til hamingju Í leiðbeiningum sem Trump fékk fyrir símtal hans við Vladimir Pútín stóð í hástöfum „EKKI ÓSKA TIL HAMINGJU“ 21. mars 2018 13:18 Trump óskaði Pútín til hamingju með kosningasigurinn Aðrir vestrænir leiðtogar hafa ekki haft mörg orð um endurkjör Pútín sem forseta Rússlands um helgina. 20. mars 2018 17:52 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti svaraði í dag gagnrýni á að hann hefði óskað Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með endurkjör sitt í símtali. Gott væri að bæta samskiptin við Rússa þar sem þeir gætu aðstoðað við lausn fjölda alþjóðlegra vandamála. Þrátt fyrir að þingmenn úr röðum repúblikana hafi verið á meðal þeirra sem deildu hart á hamingjuóskir Trump í símtalinu við Pútín í gær skellti forsetinn skuldinni á „falsfréttafjölmiðla“ eins og honum hefur lengi verið tamt á Twitter. Vafi leikur á að forsetakosningarnar í Rússlandi á sunnudag hafi í raun verið frjálsar en Pútín hlaut 76% atkvæða samkvæmt opinberum tölum. Þegar við bætist að rússnesk stjórnvöld hafa verið sökuð um afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og víðar og taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í Bretlandi var ekki að undra að aðstoðarmenn Trump hafi skrifað með hástöfum „EKKI ÓSKA TIL HAMINGJU“ á minnisblöð fyrir forsetann fyrir símtalið við Pútín. Trump hunsaði þær ráðleggingar hins vegar og sagði fréttamönnum í gær að hann hefði óskað Pútín til hamingju. Þá sleppti hann að fordæma taugaeitursárásina þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi undirbúið minnisblað um það fyrir símtalið.Nefnir vandamál sem Rússar ollu sjálfir Í tístunum fullyrðir Trump að fjölmiðlar hafi viljað að hann „úthúðaði“ Pútín en að þeir hefðu rangt fyrir sér. „Það er gott að lynda við Rússa (og aðra), ekki slæmt,“ tísti Trump og vísaði til þess að rússnesk stjórnvöld gætu aðstoðað við að leysa úr málum í Norður-Kóreu, Sýrlandi, Úkraínu og á fleiri sviðum. Athygli vekur hins vegar að Rússar hafa sjálfir skapað hluta vandamálanna sem Trump vill að þeir hjálpi til við að leysa. Fréttaskýringarvefurinn Vox bendir þannig á að rússneski herinn hafi til dæmis haldið uppi stjórn Bashars al-Assad í Sýrlandi og valdið mannfalli óbreyttra borgara með loftárásum. Sérstaklega undarlegt þykir þó að Trump nefni Úkraínu þar sem átökin sem nú geisa í austurhluta landsins hófust þegar Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Talið er að rússneskir hermenn taki þátt í átökunum á laun. Opinber rannsókn stendur nú yfir á því í Bandaríkjunum hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan telur að Pútín hafi gefið skipun um það með það fyrir augum að hjálpa Trump.Bush var „ekki nógu snjall“ Trump gagnrýndi einnig fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna úr báðum flokkum í tístum sínum í dag. Þannig sagði hann að George W. Bush, síðasti forsetinn úr röðum repúblikana á undan honum sjálfum, hefði reynt að bæta samkomulagið við Rússa en „hann var ekki nógu snjall“. Barack Obama, fyrrverandi forseti, og Hillary Clinton, þáverandi utanríkisráðherra og síðar mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum árið 2016, hafi sömuleiðis reynt en þau hafi skort „orkuna eða straumana“. Þá benti Trump á að Obama hefði óskað Pútín til hamingju með kosningasigur sinn árið 2012. Washington Post segir að í lýsingu Hvíta hússins á því símtali á sínum tíma hafi hins vegar komið fram að Obama og Pútín hefðu einnig rætt „mál sem Bandaríkin og Rússland hafa verið ósammála um, þar á meðal Sýrland og eldflaugavarnir“. Lauk Trump tístum sínum með orðunum: „FRIÐUR MEÐ STYRK!“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump æfur vegna leka um að hann ætti ekki að óska Pútín til hamingju Í leiðbeiningum sem Trump fékk fyrir símtal hans við Vladimir Pútín stóð í hástöfum „EKKI ÓSKA TIL HAMINGJU“ 21. mars 2018 13:18 Trump óskaði Pútín til hamingju með kosningasigurinn Aðrir vestrænir leiðtogar hafa ekki haft mörg orð um endurkjör Pútín sem forseta Rússlands um helgina. 20. mars 2018 17:52 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Trump æfur vegna leka um að hann ætti ekki að óska Pútín til hamingju Í leiðbeiningum sem Trump fékk fyrir símtal hans við Vladimir Pútín stóð í hástöfum „EKKI ÓSKA TIL HAMINGJU“ 21. mars 2018 13:18
Trump óskaði Pútín til hamingju með kosningasigurinn Aðrir vestrænir leiðtogar hafa ekki haft mörg orð um endurkjör Pútín sem forseta Rússlands um helgina. 20. mars 2018 17:52
Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50