600 milljóna gjaldþrot SS húsa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2018 12:09 SS hús skulda tugum starfsmanna laun. vísir/pjetur Kröfur í þrotabú einkahlutafélagsins SS húsa ehf nema um 600 milljónum króna. Sorgarsaga segir skiptastjóri. Tugir starfsmanna gera kröfur vegna vangoldinna launa en ekki eru líkur á að miklir peningar fáist upp í kröfurnar nema dómsmál verði höfðað til að fá eignir til baka. Félagið SS hús var stofnað árið 2012 og var umsvifamikið í byggingu blokka og annarra fasteigna næstu ár. Fyrirtækið velti um milljarði árið 2015. Sigurður Kristinsson átti félagið ásamt bróður sínum og stjúpföður. Sigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Spáni frá því í janúar. Sigurður situr sjálfur í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi frá Spáni. Hann var handtekinn við komuna til Íslands um viku eftir að Sunna Elvíra slasaðist. Um er ræða svonefnt Skáksambandsmál þar sem fíkniefni, falin í skákmunum, voru send í húsakynni Skáksambands Íslands í Skeifunni.Sigurður flutti til Malaga á Spáni ásamt eiginkonu sinni Sunnu Elvíru. Hús þeirra á Spáni er nú auglýst til sölu á 1,4 milljónir evra.Vísir/EgillVangoldin laun starfsmanna Heiðar Ásberg Atlason, skiptastjóri í búi SS húsa, segir í samtali við Vísi að kröfulýsingarfresturinn fyrir SS hús hafi runnið út í síðustu viku. Kröfur nemi í kringum 600 milljónum króna, þar af um 200 milljónir króna frá skattayfirvöldum og tollstjóra. Þá séu fjölmargar launakröfur og skaðabótakröfur frá starfsmönnum, líklega á milli tuttugu og þrjátíu að sögn Heiðars. Sömuleiðis gera byrgjar kröfur í búið. Aðspurður um eignir í búinu til að geta komið til móts við kröfurnar segir Heiðar: „Það er ekki hægt að segja það. Það er bara eitthvað drasl.“ Lítið verði að hafa upp í kröfurnar nema ákveðið verði að fara í dómsmál til að eignir til baka sem skotið var undan. „En þá þarf einhver að leggja út fyrir því,“ segir Heiðar Starfsmenn munu að einhverju leyti fá greiðslur í gegnum ábyrgðarsjóð launa en fjarri þeim kröfum sem gerðar séu. „Þetta er mjög stórt gjaldþrot og öllum eignum er skotið undan. Þetta er sorgarsaga.“Smiði dæmdar bæturFram kom í Fréttablaðinu á dögunum að Sigþór Sigurðsson, bróðir Sigurðar, hefði tekið við stjórn fyrirtækisins um mitt síðasta ár. Þá hafi reksturinn verið kominn í mikið óefni. Í október voru SS hús dæmd til að greiða smiði, sem starfaði hjá fyrirtækinu, 57 milljónir króna í bætur vegna vinnuslyss. Hann féll fjórtán metra í vinnu sinni. SS hús eru til rannsóknar hjá skattayfirvöldum, meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. Gjaldþrot Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45 Einum sleppt úr haldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. 26. febrúar 2018 14:05 Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Kröfur í þrotabú einkahlutafélagsins SS húsa ehf nema um 600 milljónum króna. Sorgarsaga segir skiptastjóri. Tugir starfsmanna gera kröfur vegna vangoldinna launa en ekki eru líkur á að miklir peningar fáist upp í kröfurnar nema dómsmál verði höfðað til að fá eignir til baka. Félagið SS hús var stofnað árið 2012 og var umsvifamikið í byggingu blokka og annarra fasteigna næstu ár. Fyrirtækið velti um milljarði árið 2015. Sigurður Kristinsson átti félagið ásamt bróður sínum og stjúpföður. Sigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Spáni frá því í janúar. Sigurður situr sjálfur í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi frá Spáni. Hann var handtekinn við komuna til Íslands um viku eftir að Sunna Elvíra slasaðist. Um er ræða svonefnt Skáksambandsmál þar sem fíkniefni, falin í skákmunum, voru send í húsakynni Skáksambands Íslands í Skeifunni.Sigurður flutti til Malaga á Spáni ásamt eiginkonu sinni Sunnu Elvíru. Hús þeirra á Spáni er nú auglýst til sölu á 1,4 milljónir evra.Vísir/EgillVangoldin laun starfsmanna Heiðar Ásberg Atlason, skiptastjóri í búi SS húsa, segir í samtali við Vísi að kröfulýsingarfresturinn fyrir SS hús hafi runnið út í síðustu viku. Kröfur nemi í kringum 600 milljónum króna, þar af um 200 milljónir króna frá skattayfirvöldum og tollstjóra. Þá séu fjölmargar launakröfur og skaðabótakröfur frá starfsmönnum, líklega á milli tuttugu og þrjátíu að sögn Heiðars. Sömuleiðis gera byrgjar kröfur í búið. Aðspurður um eignir í búinu til að geta komið til móts við kröfurnar segir Heiðar: „Það er ekki hægt að segja það. Það er bara eitthvað drasl.“ Lítið verði að hafa upp í kröfurnar nema ákveðið verði að fara í dómsmál til að eignir til baka sem skotið var undan. „En þá þarf einhver að leggja út fyrir því,“ segir Heiðar Starfsmenn munu að einhverju leyti fá greiðslur í gegnum ábyrgðarsjóð launa en fjarri þeim kröfum sem gerðar séu. „Þetta er mjög stórt gjaldþrot og öllum eignum er skotið undan. Þetta er sorgarsaga.“Smiði dæmdar bæturFram kom í Fréttablaðinu á dögunum að Sigþór Sigurðsson, bróðir Sigurðar, hefði tekið við stjórn fyrirtækisins um mitt síðasta ár. Þá hafi reksturinn verið kominn í mikið óefni. Í október voru SS hús dæmd til að greiða smiði, sem starfaði hjá fyrirtækinu, 57 milljónir króna í bætur vegna vinnuslyss. Hann féll fjórtán metra í vinnu sinni. SS hús eru til rannsóknar hjá skattayfirvöldum, meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum.
Gjaldþrot Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45 Einum sleppt úr haldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. 26. febrúar 2018 14:05 Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45
Einum sleppt úr haldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. 26. febrúar 2018 14:05
Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00