Roseanne Barr bergmálar samsæriskenningu um barnaníðingshring Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2018 22:22 Barr gerði garðinn frægan með þáttunum Roseanne sem gengu í níu ár til 1997. Vísir/AFP Bandaríska leikkonan Roseanne Barr vakti furðu Twitter-notenda þegar hún tísti torræðu lofi um Donalds Trump Bandaríkjaforseta fyrir baráttu hans gegn barnaníði í gærkvöldi. Svo virðist sem hún hafi vísað til samsæriskenningar af hægri væng bandarískra stjórnmála. Barr er helst þekkt fyrir gamanþættina „Roseanne“ sem hún lék aðalhlutverkið í á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Þættirnir hófu göngu sína á ný í vikunni og hringdi Trump meðal annars í Barr til að óska henni til hamingju með mikið áhorf sem fyrsti þátturinn fékk. Barr er stuðningskona forsetans og persóna hennar í þáttunum sömuleiðis. Í tísti leikkonunnar í gærkvöldi lofaði hún Trump fyrir að hafa „frelsað svo mörg börn sem melludólgar halda um allan heim“. Barr sagði Trump hafa brotið mansalshringi „á háum stöðum“ á bak aftur. Margir fylgjendur hennar og aðrir notendur voru hins vegar ekki með á nótunum.Í tístinu fullyrðir Barr að Trump forseti hafi bjargað hundruð barna úr klóm barnaníðinga.Skjáskot/TwitterCNN-fréttastöðin segir að allt bendi til þess að Barr hafi vísað til samsæriskenningar sem gengið hefur undir nafninu „Stormurinn“. Hún fór á kreik eftir lítt skiljanleg ummæli sem Trump lét falla við myndatöku með herforingjum og mökum þeirra í Hvíta húsinu í október. Þar talaði forsetinn um „lognið á undan storminum“ en aldrei fékkst skýring á hvert hann væri að fara með þeim orðum. Á samfélagsmiðlinum 4Chan, sem er alræmt fylgsni margra verstu trölla internetsins, varð til kenning um að Trump væri að vísa til aðgerða gegn barnaníðshring háttsettra demókrata og frægra einstaklinga sem forsetinn stæði í baráttu við. Barr hefur meðal annars falast eftir því að komast í samband við höfund samsæriskenningarinnar á Twitter. Sá heldur því fram að andstæðingar Trump séu djöfladýrkendur og barnaníðingar. Donald Trump Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Bandaríska leikkonan Roseanne Barr vakti furðu Twitter-notenda þegar hún tísti torræðu lofi um Donalds Trump Bandaríkjaforseta fyrir baráttu hans gegn barnaníði í gærkvöldi. Svo virðist sem hún hafi vísað til samsæriskenningar af hægri væng bandarískra stjórnmála. Barr er helst þekkt fyrir gamanþættina „Roseanne“ sem hún lék aðalhlutverkið í á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Þættirnir hófu göngu sína á ný í vikunni og hringdi Trump meðal annars í Barr til að óska henni til hamingju með mikið áhorf sem fyrsti þátturinn fékk. Barr er stuðningskona forsetans og persóna hennar í þáttunum sömuleiðis. Í tísti leikkonunnar í gærkvöldi lofaði hún Trump fyrir að hafa „frelsað svo mörg börn sem melludólgar halda um allan heim“. Barr sagði Trump hafa brotið mansalshringi „á háum stöðum“ á bak aftur. Margir fylgjendur hennar og aðrir notendur voru hins vegar ekki með á nótunum.Í tístinu fullyrðir Barr að Trump forseti hafi bjargað hundruð barna úr klóm barnaníðinga.Skjáskot/TwitterCNN-fréttastöðin segir að allt bendi til þess að Barr hafi vísað til samsæriskenningar sem gengið hefur undir nafninu „Stormurinn“. Hún fór á kreik eftir lítt skiljanleg ummæli sem Trump lét falla við myndatöku með herforingjum og mökum þeirra í Hvíta húsinu í október. Þar talaði forsetinn um „lognið á undan storminum“ en aldrei fékkst skýring á hvert hann væri að fara með þeim orðum. Á samfélagsmiðlinum 4Chan, sem er alræmt fylgsni margra verstu trölla internetsins, varð til kenning um að Trump væri að vísa til aðgerða gegn barnaníðshring háttsettra demókrata og frægra einstaklinga sem forsetinn stæði í baráttu við. Barr hefur meðal annars falast eftir því að komast í samband við höfund samsæriskenningarinnar á Twitter. Sá heldur því fram að andstæðingar Trump séu djöfladýrkendur og barnaníðingar.
Donald Trump Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira