Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 5. apríl 2018 08:28 Slökkviliðið getur lítið aðhafst þegar eldurinn er jafn kraftmikill og sést hér. Vísir/Birgir Gríðarlegt tjón varð í stórbruna í rúmlega fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í Garðabæ á níund tímanum í morgun. Eldsupptök eru ókunn en sjónarvottar urðu varir við sprengingar þegar eldsins varð vart. Fylgdust margir með þaki hússins lyftast upp um nokkra metra þegar þetta átti sér stað. Enginn slasaðist alvarlega í eldsvoðanum.Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út en fljótlega varð ljóst að um mikinn eldsvoða var að ræða. Svartan og þykkan reykjarmökk lá frá húsnæðinu sem staðsett er í Miðhrauni 4 í Garðabæ. Sást reykurinn víða að á höfuðborgarsvæðinu.Í húsnæðinu voru um tvö hundruð geymslurými á vegum Geymslna ehf, lager og verslun Icewear sem og hluti starsfemi Marels. Starfsmenn Marels og Icewear áttu fótum sínum fjör að launa en starfsmenn Icewear þurftu sumir hverjir að braut upp hurðir og flýja út um glugga undan eldinum. Ljóst er að fjölmargir hafa tapað eignum sínum, jafnvel heilum búslóðum, í geymsluhúsnæði. Þá segir framkvæmdastjóri Icewear að tjónið muni hafa töluverð áhrif á fyrirtækið enda tjónið mikið. Stærstur hluti húsnæðsins er í eigu Regins sem telur að húsið sé ónýtt.Upp úr hádegi náði slökkviliðið tökum á eldinum en liðstyrkur barst frá slökkviliði Isavia á Reykjavíkurflugvelli sem og frá Brunavörnum Árnessýslu. Mikill eldsmatur var í húsinu og þurfti slökkviliðið að rífa þak hússins til þess að auðvelda slökkvistarf. Slökkvilið mun áfram starfa á vettvangi fram á kvöld og nótt, til þess að tryggja að slökkt hafi verið í öllum glæðum.Ítarlega verður fjallað um stórbrunann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld auk þess sem að skoða má framvindu atburða dagsins í Vaktinni, hér fyrir neðan.
Gríðarlegt tjón varð í stórbruna í rúmlega fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í Garðabæ á níund tímanum í morgun. Eldsupptök eru ókunn en sjónarvottar urðu varir við sprengingar þegar eldsins varð vart. Fylgdust margir með þaki hússins lyftast upp um nokkra metra þegar þetta átti sér stað. Enginn slasaðist alvarlega í eldsvoðanum.Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út en fljótlega varð ljóst að um mikinn eldsvoða var að ræða. Svartan og þykkan reykjarmökk lá frá húsnæðinu sem staðsett er í Miðhrauni 4 í Garðabæ. Sást reykurinn víða að á höfuðborgarsvæðinu.Í húsnæðinu voru um tvö hundruð geymslurými á vegum Geymslna ehf, lager og verslun Icewear sem og hluti starsfemi Marels. Starfsmenn Marels og Icewear áttu fótum sínum fjör að launa en starfsmenn Icewear þurftu sumir hverjir að braut upp hurðir og flýja út um glugga undan eldinum. Ljóst er að fjölmargir hafa tapað eignum sínum, jafnvel heilum búslóðum, í geymsluhúsnæði. Þá segir framkvæmdastjóri Icewear að tjónið muni hafa töluverð áhrif á fyrirtækið enda tjónið mikið. Stærstur hluti húsnæðsins er í eigu Regins sem telur að húsið sé ónýtt.Upp úr hádegi náði slökkviliðið tökum á eldinum en liðstyrkur barst frá slökkviliði Isavia á Reykjavíkurflugvelli sem og frá Brunavörnum Árnessýslu. Mikill eldsmatur var í húsinu og þurfti slökkviliðið að rífa þak hússins til þess að auðvelda slökkvistarf. Slökkvilið mun áfram starfa á vettvangi fram á kvöld og nótt, til þess að tryggja að slökkt hafi verið í öllum glæðum.Ítarlega verður fjallað um stórbrunann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld auk þess sem að skoða má framvindu atburða dagsins í Vaktinni, hér fyrir neðan.
Stórbruni í Miðhrauni Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Sánan í Vesturbæ rifin og óvíst hvað kemur í staðinn Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Sjá meira