Lýðræði, Evrópa og ríkidæmi Þorvaldur Gylfason skrifar 5. apríl 2018 07:00 Menn greinir á um Evrópusambandið innan lands og utan. Það er eðlilegt þar eð sambandið er öðrum þræði pólitískt í eðli sínu, samband um frið í álfunni og virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum. Ágreiningur um stjórnmál liggur í hlutarins eðli. Menn getur einnig greint á um efnahagshluta reynslunnar af ESB þar eð hagrænar vísbendingar um málið eru margslungnar. Sumir benda á að viðskipti innan ESB hafa glæðzt til muna til hagsbóta fyrir aðildarríkin eins og að var stefnt. Aðrir benda á að sameiginleg mynt 19 aðildarlanda af 28, evran, hefur sums staðar valdið vandræðum með því að svipta einstök evrulönd getunni til að fella gengi eigin gjaldmiðila með gamla laginu. Þeir segja: Sama gengi hentar ekki öllum. Enn aðrir segja: Sama örlæti gagnvart erlendum flóttamönnum og öðrum innflytjendum hentar ekki heldur öllum. Svíar sem telja 2% af mannfjölda ESB tóku á móti 160.000 flóttamönnum 2015. Ef öll aðildarlönd ESB hefðu tekið við sama fjölda flóttamanna í hlutfalli við mannfjölda hefði ESB tekið við átta milljónum flóttamanna á einu ári. Til viðmiðunar telja Svisslendingar röskar átta milljónir. Hvert ESB-land ræður því sjálft hversu mörgum innflytjendum það tekur við frá löndum utan ESB. Hvert ESB-land ræður því þó ekki hversu mörgum það tekur við frá öðrum ESB-löndum.Eigin forsendur Svíþjóð og Sviss, vel á minnzt. Byrjum á Svíum. Svíþjóð og Finnland eru náskyld lönd og nauðalík að flestu öðru leyti en því að Finnar tóku upp evruna um leið og færi gafst 1999 en Svíar ekki. Samt hefur efnahagsþróun beggja landa æ síðan verið áþekk í grófum dráttum. Svíar hafa haldið lítils háttar forskoti sínu á Finna mælt í þjóðartekjum á mann. Sama máli gegnir um Sviss og Austurríki. Austurríkismenn tóku upp evruna 1999 en Svisslendingar ekki. Svisslendingar eru jafnvel ekki aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hvað þá að ESB eða evrunni. Eigi að síður hefur efnahagsþróun beggja landa verið áþekk frá aldamótum. Svisslendingar hafa haldið forskoti sínu á Austurríkismenn mælt í þjóðartekjum á mann. Sviss hefur lengið verið meðal allra ríkustu landa heims mælt í tekjum og eignum á mann. Af báðum þessum dæmum virðist mega ráða að aðild að ESB og evrusamstarfinu skiptir ekki öllu máli fyrir afkomu þjóða sé vel á málum haldið heima fyrir. Líku máli gegnir um Kanada og Bandaríkin. Efnahagur beggja landa hefur þróazt með áþekkum hætti undangenginn mannsaldur. Þetta er öðrum þræði hugsunin á bak við Brexit eða a.m.k. hugsun þeirra sem standa nú frammi fyrir útgöngu Breta úr ESB að ári. Hví skyldi Bretlandi ekki geta vegnað vel utan ESB á eigin forsendum líkt og Sviss og Kanada? Á móti kemur aðhald og hópefli sem ESB-aðild felur í sér. Hvort vegur þyngra er álitamál. Sviss í hjarta Evrópu Sviss er kapítuli út af fyrir sig. Landið er hlutlaust, stóð utan beggja heimsstyrjalda og gerðist ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum fyrr en 2002. Landið stendur einnig utan efnahagsbandalaga að öðru leyti en því að Sviss er ásamt Íslandi, Noregi og Liechtenstein aðili að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA). Sviss er einnig aðili að Alþjóðaviðskiptastofnunni (WTO) sem hefur það hlutverk að örva millilandaviðskipti. Svisslendingar hafa samið sérstaklega við ESB um viðskipti, umferð o.fl. enda er landið umlukið evrulöndum. Enginn sem fer um svæðið rekur sig á nokkurn mun sem máli skiptir að öðru leyti en því að Svisslendingar nota franka frekar en evrur. Sviss er Evrópuland Meira lýðræði, minni spilling Svisslendingar hafa einnig markað sér sérstöðu með beinu lýðræði við hlið fulltrúalýðræðis. Þeir ganga til þjóðaratkvæðis um stór mál og smá u.þ.b. fjórum sinnum á ári að jafnaði. Kjörnum fulltrúum stjórnmálaflokka á þingi eru því falin færri verkefni en ella væri. Stjórnmálamenn og flokkar eru eftir því minni fyrirferðar en annars staðar í álfunni. Hér kann að liggja hluti skýringarinnar á því hvers vegna spilling mælist mun minni í Sviss en í nálægum löndum. Í heimskönnun Gallups 2012 kom fram að 23% Svisslendinga töldu spillingu vera umtalsvert vandamál heima fyrir á móti 54% í Frakklandi, 58% í Þýzkalandi, 67% í Austurríki og 86% á Ítalíu. Transparency International tekur í sama streng og skipar Sviss í þriðja sæti listans yfir óspilltustu ríki heims 2017; aðeins Nýja-Sjáland og Danmörk fá hærri einkunn. Sviss stendur jafnfætis Finnlandi og Noregi á listanum og miklu framar en Frakkland, Þýzkaland, Austurríki og Ítalía Hingað heim Reynsla Svisslendinga virðist vitna um að lýðræði aftrar spillingu. Í þessu ljósi þarf að skoða ákvæði nýju stjórnarskrárinnar um beint lýðræði með auknu vægi þjóðaratkvæðagreiðslna hér heima og andstöðu margra stjórnmálamanna við að staðfesta stjórnarskrána sem 67% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Nýju stjórnarskránni er beinlínis ætlað að minnka vægi stjórnmálamanna og flokka og draga m.a. þannig úr spillingu að svissneskri fyrirmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Menn greinir á um Evrópusambandið innan lands og utan. Það er eðlilegt þar eð sambandið er öðrum þræði pólitískt í eðli sínu, samband um frið í álfunni og virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum. Ágreiningur um stjórnmál liggur í hlutarins eðli. Menn getur einnig greint á um efnahagshluta reynslunnar af ESB þar eð hagrænar vísbendingar um málið eru margslungnar. Sumir benda á að viðskipti innan ESB hafa glæðzt til muna til hagsbóta fyrir aðildarríkin eins og að var stefnt. Aðrir benda á að sameiginleg mynt 19 aðildarlanda af 28, evran, hefur sums staðar valdið vandræðum með því að svipta einstök evrulönd getunni til að fella gengi eigin gjaldmiðila með gamla laginu. Þeir segja: Sama gengi hentar ekki öllum. Enn aðrir segja: Sama örlæti gagnvart erlendum flóttamönnum og öðrum innflytjendum hentar ekki heldur öllum. Svíar sem telja 2% af mannfjölda ESB tóku á móti 160.000 flóttamönnum 2015. Ef öll aðildarlönd ESB hefðu tekið við sama fjölda flóttamanna í hlutfalli við mannfjölda hefði ESB tekið við átta milljónum flóttamanna á einu ári. Til viðmiðunar telja Svisslendingar röskar átta milljónir. Hvert ESB-land ræður því sjálft hversu mörgum innflytjendum það tekur við frá löndum utan ESB. Hvert ESB-land ræður því þó ekki hversu mörgum það tekur við frá öðrum ESB-löndum.Eigin forsendur Svíþjóð og Sviss, vel á minnzt. Byrjum á Svíum. Svíþjóð og Finnland eru náskyld lönd og nauðalík að flestu öðru leyti en því að Finnar tóku upp evruna um leið og færi gafst 1999 en Svíar ekki. Samt hefur efnahagsþróun beggja landa æ síðan verið áþekk í grófum dráttum. Svíar hafa haldið lítils háttar forskoti sínu á Finna mælt í þjóðartekjum á mann. Sama máli gegnir um Sviss og Austurríki. Austurríkismenn tóku upp evruna 1999 en Svisslendingar ekki. Svisslendingar eru jafnvel ekki aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hvað þá að ESB eða evrunni. Eigi að síður hefur efnahagsþróun beggja landa verið áþekk frá aldamótum. Svisslendingar hafa haldið forskoti sínu á Austurríkismenn mælt í þjóðartekjum á mann. Sviss hefur lengið verið meðal allra ríkustu landa heims mælt í tekjum og eignum á mann. Af báðum þessum dæmum virðist mega ráða að aðild að ESB og evrusamstarfinu skiptir ekki öllu máli fyrir afkomu þjóða sé vel á málum haldið heima fyrir. Líku máli gegnir um Kanada og Bandaríkin. Efnahagur beggja landa hefur þróazt með áþekkum hætti undangenginn mannsaldur. Þetta er öðrum þræði hugsunin á bak við Brexit eða a.m.k. hugsun þeirra sem standa nú frammi fyrir útgöngu Breta úr ESB að ári. Hví skyldi Bretlandi ekki geta vegnað vel utan ESB á eigin forsendum líkt og Sviss og Kanada? Á móti kemur aðhald og hópefli sem ESB-aðild felur í sér. Hvort vegur þyngra er álitamál. Sviss í hjarta Evrópu Sviss er kapítuli út af fyrir sig. Landið er hlutlaust, stóð utan beggja heimsstyrjalda og gerðist ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum fyrr en 2002. Landið stendur einnig utan efnahagsbandalaga að öðru leyti en því að Sviss er ásamt Íslandi, Noregi og Liechtenstein aðili að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA). Sviss er einnig aðili að Alþjóðaviðskiptastofnunni (WTO) sem hefur það hlutverk að örva millilandaviðskipti. Svisslendingar hafa samið sérstaklega við ESB um viðskipti, umferð o.fl. enda er landið umlukið evrulöndum. Enginn sem fer um svæðið rekur sig á nokkurn mun sem máli skiptir að öðru leyti en því að Svisslendingar nota franka frekar en evrur. Sviss er Evrópuland Meira lýðræði, minni spilling Svisslendingar hafa einnig markað sér sérstöðu með beinu lýðræði við hlið fulltrúalýðræðis. Þeir ganga til þjóðaratkvæðis um stór mál og smá u.þ.b. fjórum sinnum á ári að jafnaði. Kjörnum fulltrúum stjórnmálaflokka á þingi eru því falin færri verkefni en ella væri. Stjórnmálamenn og flokkar eru eftir því minni fyrirferðar en annars staðar í álfunni. Hér kann að liggja hluti skýringarinnar á því hvers vegna spilling mælist mun minni í Sviss en í nálægum löndum. Í heimskönnun Gallups 2012 kom fram að 23% Svisslendinga töldu spillingu vera umtalsvert vandamál heima fyrir á móti 54% í Frakklandi, 58% í Þýzkalandi, 67% í Austurríki og 86% á Ítalíu. Transparency International tekur í sama streng og skipar Sviss í þriðja sæti listans yfir óspilltustu ríki heims 2017; aðeins Nýja-Sjáland og Danmörk fá hærri einkunn. Sviss stendur jafnfætis Finnlandi og Noregi á listanum og miklu framar en Frakkland, Þýzkaland, Austurríki og Ítalía Hingað heim Reynsla Svisslendinga virðist vitna um að lýðræði aftrar spillingu. Í þessu ljósi þarf að skoða ákvæði nýju stjórnarskrárinnar um beint lýðræði með auknu vægi þjóðaratkvæðagreiðslna hér heima og andstöðu margra stjórnmálamanna við að staðfesta stjórnarskrána sem 67% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Nýju stjórnarskránni er beinlínis ætlað að minnka vægi stjórnmálamanna og flokka og draga m.a. þannig úr spillingu að svissneskri fyrirmynd.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun