Fyrsta einkasýningin á 60 ára myndlistarferli Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. apríl 2018 06:00 Ein myndanna á sýningunni í Hannesarholti. Hilmar Hafstein Svavarsson opnar sína fyrstu einkasýningu á myndverkum í veitingastofum Hannesarholts í dag, 5. apríl, klukkan 16. Hann er á áttræðisaldri en kveðst hafa fengist við myndlist frá barnsaldri. „Ekki kannski stöðugt en alltaf af og til.“ Elstu myndina á sýningunni segist hann hafa málað tólf ára gamall og önnur hafi verið í vinnslu í fimmtíu ár! „Það er dálítið stórt skref að halda sýningu og það stóð ekki til af minni hálfu,“ segir Hilmar.Nú verður ekki aftur snúið segir Hilmar um sýninguna. Fréttablaðið/Ernir„En bæði langaði mig að skoða húsið Hannesarholt og líka vatnslitasýningu sem þar var þá, samt munaði engu að ég hætti við, mér gekk svo illa að finna bílastæði, svo gekk það upp og mér finnst að ég hafi verið leiddur á fund forstöðukonunnar í Hannesarholti, Ragnheiðar Jónsdóttur. Ég álpaðist til að segja henni að ég væri að dunda við að mála og þegar hún áttaði sig á að ég væri af Hafsteinsætt, eins og Hannes sem átti húsið, þá sagði hún: „Þú bara sýnir hjá mér, það er ekkert sem heitir.“ Ég var á báðum áttum en sló svo til, líka vegna þess að konan mín studdi mig í því. Hún er eflaust orðin leið á að hafa myndirnar inni í herbergi og geymslu!“ Hilmar kveðst hafa gefið sér góðan tíma í að undirbúa sýninguna. „Sumar myndir þurfti ég að lagfæra og aðrar að ramma inn. En svo mætti ég í Hannesarholt með 32 myndir síðasta mánudagsmorgun og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Myndlistina hefur Hilmar stundað meðfram loftskeytastörfum á sjó og verslunarrekstri í landi og kveðst nota alls konar liti. „Ég var lengst af með olíuliti, svo fór ég á mörg námskeið í vatnslitun, var heppinn með kennara og er orðinn einna hrifnastur af vatnslitunum. Einnig er ég aðeins með akrýlliti og hef dundað við margs konar myndlist, lærði meira að segja húðflúr.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Hilmar Hafstein Svavarsson opnar sína fyrstu einkasýningu á myndverkum í veitingastofum Hannesarholts í dag, 5. apríl, klukkan 16. Hann er á áttræðisaldri en kveðst hafa fengist við myndlist frá barnsaldri. „Ekki kannski stöðugt en alltaf af og til.“ Elstu myndina á sýningunni segist hann hafa málað tólf ára gamall og önnur hafi verið í vinnslu í fimmtíu ár! „Það er dálítið stórt skref að halda sýningu og það stóð ekki til af minni hálfu,“ segir Hilmar.Nú verður ekki aftur snúið segir Hilmar um sýninguna. Fréttablaðið/Ernir„En bæði langaði mig að skoða húsið Hannesarholt og líka vatnslitasýningu sem þar var þá, samt munaði engu að ég hætti við, mér gekk svo illa að finna bílastæði, svo gekk það upp og mér finnst að ég hafi verið leiddur á fund forstöðukonunnar í Hannesarholti, Ragnheiðar Jónsdóttur. Ég álpaðist til að segja henni að ég væri að dunda við að mála og þegar hún áttaði sig á að ég væri af Hafsteinsætt, eins og Hannes sem átti húsið, þá sagði hún: „Þú bara sýnir hjá mér, það er ekkert sem heitir.“ Ég var á báðum áttum en sló svo til, líka vegna þess að konan mín studdi mig í því. Hún er eflaust orðin leið á að hafa myndirnar inni í herbergi og geymslu!“ Hilmar kveðst hafa gefið sér góðan tíma í að undirbúa sýninguna. „Sumar myndir þurfti ég að lagfæra og aðrar að ramma inn. En svo mætti ég í Hannesarholt með 32 myndir síðasta mánudagsmorgun og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Myndlistina hefur Hilmar stundað meðfram loftskeytastörfum á sjó og verslunarrekstri í landi og kveðst nota alls konar liti. „Ég var lengst af með olíuliti, svo fór ég á mörg námskeið í vatnslitun, var heppinn með kennara og er orðinn einna hrifnastur af vatnslitunum. Einnig er ég aðeins með akrýlliti og hef dundað við margs konar myndlist, lærði meira að segja húðflúr.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira