Segir fráleit vinnubrögð kosta þjóðina 104 tonn af gæðaostum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. apríl 2018 15:00 „Núna fyrir páska voru tollkvótar fyrir osta auglýstir þar sem að tollasamningur við Evrópusambandið tekur gildi 1. maí. Þá kemur í ljós að þar eru auglýst 37 tonn af osti en ekki 104 líkt og allir höfðu búist við,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda, og segir að mistök við lagasetningu í tengslum við búvörusamninga orsaki þetta.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Forsagan er sú að Alþingi samþykkti málamiðlun á búvörusamningi haustið 2016 þess efnis að leyfa átti innflutning á 210 tonnum af sérosti strax á fyrsta ári gildistöku tollasamnings við Evrópusambandið í stað þess að tollkvótinn yrði afgreiddur í skrefum næstu fjögur árin. Málamiðlunin var til að vega á móti almennri tollahækkun á ostum sem kveðið var á um í búvörusamningum. Sérostar eru ostar sem njóta til dæmis svæðisbundinnar sérstöðu líkt og Parmesan eða Rocheford ostar. Nú er komið á daginn að hærri tollar á osta hafa tekið gildi en ákvörðun Alþingis um að flýta gildistöku tollkvóta á sérosta hefur ekki tekið gildi og óvíst hvort það verði gert á þessu ári. „Við spyrjum atvinnuvegaráðuneytið hverju sætir og svörin eru þau að það sé ágalli á þessari lagasetningu frá þinginu,“ segir Ólafur. „Vilji þingsins lá alveg skýr fyrir. Það lá til dæmis fyrir í nefndaráliti atvinnuveganefndar en orðalagið á lagabreytingunum sé ekki nógu skýrt til þess að ráðuneytið treysti sér til að fylgja þessu eftir. Okkur finnst þetta náttúrulega fráleit vinnubrögð hjá ráðuneytinu að hafa ekki samband við þingið miklu fyrr því þessi galli hefur legið lengi fyrir.“ Jón Gunnarsson, fyrrverandi formaður atvinnuveganefndar Alþingis, hefur þá beint því til nefndarinnar að hún taki málið upp og flytji frumvarp til að leiðrétta þennan ágalla á löggjöfinni. Neytendur Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent E. coli í frönskum osti Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað E. coli í frönskum osti Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Stytta skammarkrókinn til muna Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Bobbingastaður í bobba „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Sjá meira
„Núna fyrir páska voru tollkvótar fyrir osta auglýstir þar sem að tollasamningur við Evrópusambandið tekur gildi 1. maí. Þá kemur í ljós að þar eru auglýst 37 tonn af osti en ekki 104 líkt og allir höfðu búist við,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda, og segir að mistök við lagasetningu í tengslum við búvörusamninga orsaki þetta.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Forsagan er sú að Alþingi samþykkti málamiðlun á búvörusamningi haustið 2016 þess efnis að leyfa átti innflutning á 210 tonnum af sérosti strax á fyrsta ári gildistöku tollasamnings við Evrópusambandið í stað þess að tollkvótinn yrði afgreiddur í skrefum næstu fjögur árin. Málamiðlunin var til að vega á móti almennri tollahækkun á ostum sem kveðið var á um í búvörusamningum. Sérostar eru ostar sem njóta til dæmis svæðisbundinnar sérstöðu líkt og Parmesan eða Rocheford ostar. Nú er komið á daginn að hærri tollar á osta hafa tekið gildi en ákvörðun Alþingis um að flýta gildistöku tollkvóta á sérosta hefur ekki tekið gildi og óvíst hvort það verði gert á þessu ári. „Við spyrjum atvinnuvegaráðuneytið hverju sætir og svörin eru þau að það sé ágalli á þessari lagasetningu frá þinginu,“ segir Ólafur. „Vilji þingsins lá alveg skýr fyrir. Það lá til dæmis fyrir í nefndaráliti atvinnuveganefndar en orðalagið á lagabreytingunum sé ekki nógu skýrt til þess að ráðuneytið treysti sér til að fylgja þessu eftir. Okkur finnst þetta náttúrulega fráleit vinnubrögð hjá ráðuneytinu að hafa ekki samband við þingið miklu fyrr því þessi galli hefur legið lengi fyrir.“ Jón Gunnarsson, fyrrverandi formaður atvinnuveganefndar Alþingis, hefur þá beint því til nefndarinnar að hún taki málið upp og flytji frumvarp til að leiðrétta þennan ágalla á löggjöfinni.
Neytendur Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent E. coli í frönskum osti Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað E. coli í frönskum osti Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Stytta skammarkrókinn til muna Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Bobbingastaður í bobba „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Sjá meira