Enn þjarmað að Facebook Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. apríl 2018 06:00 Eru gömul myndbönd frá þér enn á vefþjónum Facebook? Vísir/GETTY Facebook baðst í gær afsökunar á því að hafa geymt myndbönd sem notendur höfðu sett inn og síðan valið að eyða. New York Magazine fjallaði fyrst um málið fyrir helgi í kjölfar þess að Facebook-notandi hlóð niður Facebook-skjalasafni sínu og sá þar myndbönd sem hann hafði fyrir löngu valið að eyða. Upplýsingafulltrúi Facebook sagði í samtali við TechCrunch í gær að galli ylli vandanum. „Við komumst að því að galli kæmi í veg fyrir að myndböndum yrði eytt. Við erum nú að eyða myndböndunum og biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.“ Auðvelt er að komast að því hvað Facebook veit um notanda. Hægt er að fara í stillingar og þar smella á „Hlaða niður afriti af Facebook-gögnum þínum“. Eftir nokkrar mínútur fær notandi tilkynningu og er þá hægt að hlaða skjalasafninu niður.Vilja ekki græða á persónuupplýsingum Meðhöndlun Facebook á persónuupplýsingum hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið. Allt frá því að upp komst um umfang starfsemi greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica. Nýtti fyrirtækið persónuupplýsingar Facebook-notenda til þess að hafa óeðlileg áhrif á lýðræðisferlið í fjölda ríkja. Umfjöllunin vakti hörð viðbrögð Tims Cook, forstjóra Apple. Í viðtali við MSNBC, sem brot var sýnt úr í síðustu viku, sagði forstjórinn að Apple hefði vel getað halað inn milljarða á því að græða á persónuupplýsingum. „Við völdum að gera það ekki. Við ætlum ekki að stunda viðskipti með persónulegar upplýsingar. Friðhelgi einkalífsins telst að okkar mati til mannréttinda.“ Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, svaraði þessu á annan í páskum. Sagði hann það ósatt að Facebook væri sama um notendur sína. „Það er mikilvægt að við þjáumst ekki af Stokkhólmsheilkenninu og leyfum fyrirtækjum, sem gera sitt besta til þess að rukka sem mest, ekki að sannfæra ykkur um að þessum fyrirtækjum sé meira annt um ykkur. Það er fáránlegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Facebook kynnti í dag ýmsar nýjunar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. 28. mars 2018 12:15 Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Forstjóri Facebook segist ósammála umdeildu minnisblaði eins varaforseta fyrirtækisins. Þar var því haldið fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Vafasamir viðskiptahættir væru í lagi svo lengi sem þeir stuðluðu að vexti Facebook. 31. mars 2018 09:45 Að hætta á Facebook getur dregið úr streitu Stutt pása frá samskiptamiðlinum Facebook getur haft jákvæð áhrif á myndun streituhormóna. 3. apríl 2018 06:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Facebook baðst í gær afsökunar á því að hafa geymt myndbönd sem notendur höfðu sett inn og síðan valið að eyða. New York Magazine fjallaði fyrst um málið fyrir helgi í kjölfar þess að Facebook-notandi hlóð niður Facebook-skjalasafni sínu og sá þar myndbönd sem hann hafði fyrir löngu valið að eyða. Upplýsingafulltrúi Facebook sagði í samtali við TechCrunch í gær að galli ylli vandanum. „Við komumst að því að galli kæmi í veg fyrir að myndböndum yrði eytt. Við erum nú að eyða myndböndunum og biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.“ Auðvelt er að komast að því hvað Facebook veit um notanda. Hægt er að fara í stillingar og þar smella á „Hlaða niður afriti af Facebook-gögnum þínum“. Eftir nokkrar mínútur fær notandi tilkynningu og er þá hægt að hlaða skjalasafninu niður.Vilja ekki græða á persónuupplýsingum Meðhöndlun Facebook á persónuupplýsingum hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið. Allt frá því að upp komst um umfang starfsemi greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica. Nýtti fyrirtækið persónuupplýsingar Facebook-notenda til þess að hafa óeðlileg áhrif á lýðræðisferlið í fjölda ríkja. Umfjöllunin vakti hörð viðbrögð Tims Cook, forstjóra Apple. Í viðtali við MSNBC, sem brot var sýnt úr í síðustu viku, sagði forstjórinn að Apple hefði vel getað halað inn milljarða á því að græða á persónuupplýsingum. „Við völdum að gera það ekki. Við ætlum ekki að stunda viðskipti með persónulegar upplýsingar. Friðhelgi einkalífsins telst að okkar mati til mannréttinda.“ Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, svaraði þessu á annan í páskum. Sagði hann það ósatt að Facebook væri sama um notendur sína. „Það er mikilvægt að við þjáumst ekki af Stokkhólmsheilkenninu og leyfum fyrirtækjum, sem gera sitt besta til þess að rukka sem mest, ekki að sannfæra ykkur um að þessum fyrirtækjum sé meira annt um ykkur. Það er fáránlegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Facebook kynnti í dag ýmsar nýjunar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. 28. mars 2018 12:15 Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Forstjóri Facebook segist ósammála umdeildu minnisblaði eins varaforseta fyrirtækisins. Þar var því haldið fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Vafasamir viðskiptahættir væru í lagi svo lengi sem þeir stuðluðu að vexti Facebook. 31. mars 2018 09:45 Að hætta á Facebook getur dregið úr streitu Stutt pása frá samskiptamiðlinum Facebook getur haft jákvæð áhrif á myndun streituhormóna. 3. apríl 2018 06:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Facebook kynnti í dag ýmsar nýjunar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. 28. mars 2018 12:15
Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Forstjóri Facebook segist ósammála umdeildu minnisblaði eins varaforseta fyrirtækisins. Þar var því haldið fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Vafasamir viðskiptahættir væru í lagi svo lengi sem þeir stuðluðu að vexti Facebook. 31. mars 2018 09:45
Að hætta á Facebook getur dregið úr streitu Stutt pása frá samskiptamiðlinum Facebook getur haft jákvæð áhrif á myndun streituhormóna. 3. apríl 2018 06:00