Bara einu sinni? Bjarni Karlsson skrifar 4. apríl 2018 07:00 Fyrir skömmu varð andlát í stórfjölskyldunni og fjögurra ára nafni minn hefur orðið nokkuð hugsi. Um daginn var hann í fjallgöngu með mömmu sinni og spurði: Af hverju er fólk sett ofan í jörðina þegar það er dáið? Hún tjáði honum að það væri kannski gott að leyfa líkamanum að sameinast jörðinni og gróðrinum þegar við gætum ekki lengur notað hann. Eftir fleiri stutt skref í glaðri páskasól kom næsta spurning: Lifir maður þá bara einu sinni? Þá fékk hann að heyra söguna um Jesú þegar hann hitti vini sína eftir upprisuna. Viska trúarinnar víkur sér ekki undan veruleikanum en slær fáu föstu. Þegar Sigurbjörn Einarsson biskup var orðinn aldraður og hafði látið af embætti var hann eitt sinn í viðtali á einhverjum ljósvakamiðlinum. Þáttarstjórinn hafði orð á því að nú væri hann orðinn eldri maður og spurði hvort hann kviði dauðanum? Já, svaraði biskupinn, og það sem verra er, ég veit ekkert hvað tekur við. Það kom heldur á spyrilinn en Sigurbjörn brosti með glampa í augum og mælti: En ég veit hver tekur við, og það nægir mér. Kristin upprisutrú er ekki hugmyndakerfi heldur reynsla af nærveru. Líkt og foreldri huggar barn með nálægð sinni þannig er hinum trúaða huggun og styrkur af nærveru Guðs sem hvarvetna birtist, í hjarta manns jafnt sem náttúrunni og öðru fólki. Þess vegna er kristin kirkja ekki í prósentukeppni við Siðmennt um skírnir og fermingar eins og nú er hampað, en biður þess að hvert barn fái að vita að við erum öll bræður og systur og þau séu frjáls að efast og trúa á góðan Guð sem elskar allt sem lifir. Hin trúuðu halda ekki að þau séu handhafar sannleikans en þau lifa í þeirri viðleitni og von að sannleikurinn hafi hönd á þeim svo þau megi láta gott af sér leiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu varð andlát í stórfjölskyldunni og fjögurra ára nafni minn hefur orðið nokkuð hugsi. Um daginn var hann í fjallgöngu með mömmu sinni og spurði: Af hverju er fólk sett ofan í jörðina þegar það er dáið? Hún tjáði honum að það væri kannski gott að leyfa líkamanum að sameinast jörðinni og gróðrinum þegar við gætum ekki lengur notað hann. Eftir fleiri stutt skref í glaðri páskasól kom næsta spurning: Lifir maður þá bara einu sinni? Þá fékk hann að heyra söguna um Jesú þegar hann hitti vini sína eftir upprisuna. Viska trúarinnar víkur sér ekki undan veruleikanum en slær fáu föstu. Þegar Sigurbjörn Einarsson biskup var orðinn aldraður og hafði látið af embætti var hann eitt sinn í viðtali á einhverjum ljósvakamiðlinum. Þáttarstjórinn hafði orð á því að nú væri hann orðinn eldri maður og spurði hvort hann kviði dauðanum? Já, svaraði biskupinn, og það sem verra er, ég veit ekkert hvað tekur við. Það kom heldur á spyrilinn en Sigurbjörn brosti með glampa í augum og mælti: En ég veit hver tekur við, og það nægir mér. Kristin upprisutrú er ekki hugmyndakerfi heldur reynsla af nærveru. Líkt og foreldri huggar barn með nálægð sinni þannig er hinum trúaða huggun og styrkur af nærveru Guðs sem hvarvetna birtist, í hjarta manns jafnt sem náttúrunni og öðru fólki. Þess vegna er kristin kirkja ekki í prósentukeppni við Siðmennt um skírnir og fermingar eins og nú er hampað, en biður þess að hvert barn fái að vita að við erum öll bræður og systur og þau séu frjáls að efast og trúa á góðan Guð sem elskar allt sem lifir. Hin trúuðu halda ekki að þau séu handhafar sannleikans en þau lifa í þeirri viðleitni og von að sannleikurinn hafi hönd á þeim svo þau megi láta gott af sér leiða.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun