Hvalfjarðargöng verða lokuð fimm nætur í næstu viku, vegna viðhalds og þrifa. Lokað verður frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Næturlokanirnar eru frá aðfaranótt mánudags 23. apríl til og með aðfaranótt föstudags 27. apríl, þó aðeins frá miðnætti til sex.
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verður viðhaldsvinna í Strákagöngum í kvöld. Vegna þess er gert ráð fyrir umferðartöfum í Strákagöngum í kvöld, miðvikudagskvöldið 18. apríl frá klukkan 22:00 og fram á nótt.
Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og áætlað er að vinnan standi út júlí. Umferð þar er stýrt með ljósum.
Greiðfært er um allt land á þeim vegum sem á annað borð eru opnir á þessum árstíma en Öxi er lokuð vegna vatnaskemmda.
