Ég var eitt af þessum börnum Kolbrún Baldursdóttir skrifar 16. apríl 2018 08:51 Ég var eitt af þessum börnum sem var á sífelldum flækingi. Þegar ég fæddist bjó ég á Víðimel þar sem við, fimm manna fjölskylda, bjuggum inn á ömmu í 40 fermetra þakíbúð. Næst lá leiðin í nýbyggingu í Sólheima. Um þetta leiti var pabbi farinn að drekka mikið og misstum við þetta húsnæði. Þá var flutt á Hjarðarhagann í rúmt ár og enn versnaði pabba. Fyrir dyrum lá skilnaður og fluttum við systkinin með mömmu þá á Barónsstíg. Þar bjuggum við í rúmt á þegar aftur var flutt í þakíbúð á Víðimel. Þá kom loks vel þeginn stöðugleiki í nokkur ár þar til flutt var enn á ný og að þessu sinni á Nesveg. Þá var ég 12 ára. Fyrir barn að flytja svona oft er erfitt hvað varðar ótal margt en ekki hvað síst að eignast vini og viðhalda vinskap. Þetta er verið að bjóða mörgum börnum upp á í dag. Endalaus þvælingur vegna húsnæðisskorts. Sumir geta hvorki leigt hvað þá fjárfest í húsnæði. Allir þurfa þak yfir höfuðið. Það fylgir því mikil vanlíðan að hafa ekki öruggan samastað enda um eina af okkar aðal grunnþörfum. Allt frá hruni hefur staða þeirra verst settu einungis farið niður á við og er nú algerlega óviðunandi í Reykjavík. Börnin í þessum aðstæðum hafa mörg hver átt dapran tíma og sum gengið í allt að fimm grunnskóla. Tíðir flutningar hafa áhrif á sjálfsmynd barna. Þau hafa varla aðlagast og myndað tengsl þegar þau þurfa að flytja aftur. Það setur að mörgum börnum kvíða og áhyggjur þegar þau hugsa hvort þeim takist að eignast vini á enn einum nýjum stað. Margt ungt fjölskyldufólk getur e.t.v. stólað á foreldra sína og ættingja en það verður að horfast í augu við þá staðreynd að ekki allir foreldrar eiga kost á því að hjálpa börnunum sínum í húsnæðismálum. Sumir eiga bara nóg með sig. Í öðrum tilfellum eru foreldrar ekki til staðar, búa e.t.v. annars staðar á landinu eða erlendis. Barn sem lifir við þessar aðstæður situr ekki við sama borð og börn sem eiga foreldra í betri efnahagsstöðu. Það ríkir því sannarlega mikill ójöfnuður eins og staðan er í Reykjavík í dag sem ætti að geta séð vel um alla sína þegna. Ójöfnuður sem þessi kemur eins og alltaf verst niður á þeim sem minnst mega sín. Börnin þurfa að geta fundið til öryggis í tilveru sinni ef þau eiga að geta vaxið og dafnað áhyggjulaus. Flokkur Fólksins sem nú bíður fram í fyrsta sinn í Reykjavík leggur höfuðáherslu á fólkið sem byggir borgina okkar. Hér hefur ríkt lóðarskortur árum saman. Nánast engin venjuleg fjölskylda eða einstaklingur geta keypt dýrar eignir. Flokkur fólksins vill stuðla að samvinnu ríkis, borgar og lífeyrissjóðanna svo þeim sem tekjulægri eru sé gert kleift að koma sér upp öruggu heimili. Félagslegt húsnæði er nauðsynlegt. Í lok árs 2017 voru 954 fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Byggja þarf íbúðir af hagkvæmni þannig að borgarar hefðu bolmagn á að kaupa eða leigja. Hægt er að setja kvaðir á byggingalóðir og byggja ódýrt húsnæði ætlað efnaminna fólki þar með talið ungu fólki. Þegar meira framboð er þá verður meiri stöðugleiki og leiguverð lækkar. Í Reykjavík í dag er ekki gert ráð fyrir að venjuleg fjölskylda búi þar. Húsnæðisöryggi er grundvöllur að hagsæld og hamingju. Fólkið fyrst!Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Ég var eitt af þessum börnum sem var á sífelldum flækingi. Þegar ég fæddist bjó ég á Víðimel þar sem við, fimm manna fjölskylda, bjuggum inn á ömmu í 40 fermetra þakíbúð. Næst lá leiðin í nýbyggingu í Sólheima. Um þetta leiti var pabbi farinn að drekka mikið og misstum við þetta húsnæði. Þá var flutt á Hjarðarhagann í rúmt ár og enn versnaði pabba. Fyrir dyrum lá skilnaður og fluttum við systkinin með mömmu þá á Barónsstíg. Þar bjuggum við í rúmt á þegar aftur var flutt í þakíbúð á Víðimel. Þá kom loks vel þeginn stöðugleiki í nokkur ár þar til flutt var enn á ný og að þessu sinni á Nesveg. Þá var ég 12 ára. Fyrir barn að flytja svona oft er erfitt hvað varðar ótal margt en ekki hvað síst að eignast vini og viðhalda vinskap. Þetta er verið að bjóða mörgum börnum upp á í dag. Endalaus þvælingur vegna húsnæðisskorts. Sumir geta hvorki leigt hvað þá fjárfest í húsnæði. Allir þurfa þak yfir höfuðið. Það fylgir því mikil vanlíðan að hafa ekki öruggan samastað enda um eina af okkar aðal grunnþörfum. Allt frá hruni hefur staða þeirra verst settu einungis farið niður á við og er nú algerlega óviðunandi í Reykjavík. Börnin í þessum aðstæðum hafa mörg hver átt dapran tíma og sum gengið í allt að fimm grunnskóla. Tíðir flutningar hafa áhrif á sjálfsmynd barna. Þau hafa varla aðlagast og myndað tengsl þegar þau þurfa að flytja aftur. Það setur að mörgum börnum kvíða og áhyggjur þegar þau hugsa hvort þeim takist að eignast vini á enn einum nýjum stað. Margt ungt fjölskyldufólk getur e.t.v. stólað á foreldra sína og ættingja en það verður að horfast í augu við þá staðreynd að ekki allir foreldrar eiga kost á því að hjálpa börnunum sínum í húsnæðismálum. Sumir eiga bara nóg með sig. Í öðrum tilfellum eru foreldrar ekki til staðar, búa e.t.v. annars staðar á landinu eða erlendis. Barn sem lifir við þessar aðstæður situr ekki við sama borð og börn sem eiga foreldra í betri efnahagsstöðu. Það ríkir því sannarlega mikill ójöfnuður eins og staðan er í Reykjavík í dag sem ætti að geta séð vel um alla sína þegna. Ójöfnuður sem þessi kemur eins og alltaf verst niður á þeim sem minnst mega sín. Börnin þurfa að geta fundið til öryggis í tilveru sinni ef þau eiga að geta vaxið og dafnað áhyggjulaus. Flokkur Fólksins sem nú bíður fram í fyrsta sinn í Reykjavík leggur höfuðáherslu á fólkið sem byggir borgina okkar. Hér hefur ríkt lóðarskortur árum saman. Nánast engin venjuleg fjölskylda eða einstaklingur geta keypt dýrar eignir. Flokkur fólksins vill stuðla að samvinnu ríkis, borgar og lífeyrissjóðanna svo þeim sem tekjulægri eru sé gert kleift að koma sér upp öruggu heimili. Félagslegt húsnæði er nauðsynlegt. Í lok árs 2017 voru 954 fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Byggja þarf íbúðir af hagkvæmni þannig að borgarar hefðu bolmagn á að kaupa eða leigja. Hægt er að setja kvaðir á byggingalóðir og byggja ódýrt húsnæði ætlað efnaminna fólki þar með talið ungu fólki. Þegar meira framboð er þá verður meiri stöðugleiki og leiguverð lækkar. Í Reykjavík í dag er ekki gert ráð fyrir að venjuleg fjölskylda búi þar. Húsnæðisöryggi er grundvöllur að hagsæld og hamingju. Fólkið fyrst!Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun