Söngdívur slútta Þjóðhátíð í Eyjum Benedikt Bóas skrifar 14. apríl 2018 09:15 Vísir Stórsöngkonurnar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld munu stíga á svið með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð. Þær loka þannig stærsta djammkvöldi Íslands með tónum sínum. Þetta er í þriðja sinn sem ég syng á Þjóðhátíð. Þetta er alltaf jafn gaman enda stærsta djamm Íslands á hverju ári, sunnudagurinn á Þjóðhátíð. Það er ekki til meiri stemning en þar,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir en hún og Salka Sól Eyfeld munu syngja með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð og slá þannig botninn í hátíðina. Jóhanna var nýkomin af dansæfingu en hún hefur verið að dansa sig inn í hjörtu landsmanna með frammistöðu sinni í þættinum Allir geta dansað sem sýndur er á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. „Líf mitt snýst bara um dans þessa dagana á meðan ég er í þættinum. Þetta er ákveðinn draumur að rætast, að dansa. Mig langaði alltaf til að dansa þegar ég var yngri en það var ekki tími því ég var alltaf að syngja og í hestunum. Þarna fæ ég smá útrás fyrir gamlan draum sem rættist aldrei,“ segir hún. Mikill undirbúningur liggur að baki hverjum þætti og var æfing hennar og Max Petrov í gær allmargir klukkutímar enda stutt í næsta þátt. „Það þarf að gera hlutina með reisn. Þetta er í beinni útsendingu og ef eitthvað klikkar þá er maður að gera sig að fífli fyrir framan alþjóð.“ Hún segir að það sé ákveðin viðurkenning að vera beðin um að syngja á sunnudeginum. „Albatross er frábær hljómsveit og við Sverrir Bergmann erum nýbúin að gefa út dúett saman. Það verður gaman að spila með hljómsveitinni þó það sé bara þetta kvöld.“ Hún bendir á að tíðindin hafi verið nánast að koma í hús og því viti hún lítið meira um skipulagið. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun einnig Herra Hnetusmjör ásamt öllu sínu liði mæta sem og Emmsjé Gauti og þeir Frazier og Spegill þeyta skífum á stóra sviðinu.Skemmtiatriðin á Þjóðhátíð hefur verið gagnrýnd fyrir að vera karllæg undanfarin ár.Fréttablaðið/samsett Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Stórsöngkonurnar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld munu stíga á svið með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð. Þær loka þannig stærsta djammkvöldi Íslands með tónum sínum. Þetta er í þriðja sinn sem ég syng á Þjóðhátíð. Þetta er alltaf jafn gaman enda stærsta djamm Íslands á hverju ári, sunnudagurinn á Þjóðhátíð. Það er ekki til meiri stemning en þar,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir en hún og Salka Sól Eyfeld munu syngja með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð og slá þannig botninn í hátíðina. Jóhanna var nýkomin af dansæfingu en hún hefur verið að dansa sig inn í hjörtu landsmanna með frammistöðu sinni í þættinum Allir geta dansað sem sýndur er á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. „Líf mitt snýst bara um dans þessa dagana á meðan ég er í þættinum. Þetta er ákveðinn draumur að rætast, að dansa. Mig langaði alltaf til að dansa þegar ég var yngri en það var ekki tími því ég var alltaf að syngja og í hestunum. Þarna fæ ég smá útrás fyrir gamlan draum sem rættist aldrei,“ segir hún. Mikill undirbúningur liggur að baki hverjum þætti og var æfing hennar og Max Petrov í gær allmargir klukkutímar enda stutt í næsta þátt. „Það þarf að gera hlutina með reisn. Þetta er í beinni útsendingu og ef eitthvað klikkar þá er maður að gera sig að fífli fyrir framan alþjóð.“ Hún segir að það sé ákveðin viðurkenning að vera beðin um að syngja á sunnudeginum. „Albatross er frábær hljómsveit og við Sverrir Bergmann erum nýbúin að gefa út dúett saman. Það verður gaman að spila með hljómsveitinni þó það sé bara þetta kvöld.“ Hún bendir á að tíðindin hafi verið nánast að koma í hús og því viti hún lítið meira um skipulagið. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun einnig Herra Hnetusmjör ásamt öllu sínu liði mæta sem og Emmsjé Gauti og þeir Frazier og Spegill þeyta skífum á stóra sviðinu.Skemmtiatriðin á Þjóðhátíð hefur verið gagnrýnd fyrir að vera karllæg undanfarin ár.Fréttablaðið/samsett
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira