Þess virði? Hörður Ægisson skrifar 13. apríl 2018 10:00 Alþjóðlega fjármálakreppan, sem skall á fyrir nærri tíu árum, hratt í kjölfarið af stað einum mestu breytingum sem gerðar hafa verið á regluverki evrópskra fjármálafyrirtækja. Allar eiga það einkum sammerkt að miða að því að bankakerfið sé sjálfbært þannig að skuldbindingar þess falli ekki á ríkissjóð – heldur hluthafa og kröfuhafa – ef í harðbakkann slær. Ísland hefur í þessum efnum ekki verið nein undantekning. Þar munar hvað mestu um að kröfur um eigið fé hafa verið hertar stórkostlega, frá því að þurfa að vera að lágmarki 8 prósent yfir í rúmlega 20 prósent í dag, þannig að bankarnir geti staðið af sér mögulega stór efnahagsáföll. Lítil sem engin umræða hefur hins vegar verið um þann kostnað sem sumar af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til eftir fjármálaáfallið, með það opinbera markmið að leiðarljósi að auka öryggi bankakerfisins, hafa fyrir efnahagslífið. Íslendingar hafa þannig gengið þjóða hvað lengst í Evrópu við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum bankanna og auk þess beitt meira íþyngjandi aðferðum við útreikninga á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf þeirra. Afleiðingin er sú að bankarnir þurfa að binda um tvöfalt meira eigið fé heldur en þekkist almennt hjá evrópskum bönkum. Sú staðreynd skýtur nokkuð skökku við þegar litið er til lítillar áhættu um þessar mundir í þjóðarbúskapnum, hlutfall vanskilalána er með því lægsta meðal banka í Evrópu og skuldsetning fyrirtækja og heimila hefur ekki verið jafn lítil um langt árabil. En er það ekki aðeins af hinu góða að bankarnir búi við einar ströngustu eiginfjárkröfur sem þekkjast í Evrópu? Svarið við því er ekki endilega einhlítt. Í nýlegri rannsókn starfsmanna Seðlabanka Svíþjóðar er bent á að með því að framfylgja háum eiginfjárkröfum á banka geti það þýtt aukinn kostnað fyrir samfélagið sem felst í dýrari fjármögnun og skertu aðgengi að lánum. Það þurfi því hverju sinni að vega þann fórnarkostnað á móti þeim ávinningi sem hlýst af því að búa við öruggt bankakerfi sem sé ólíklegra til þess að ganga í gegnum reglulegar hremmingar með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Í því augnamiði er lagt til í minnisblaði bankans að vogunarhlutfall þarlendra banka, sem reiknast sem eigið fé sem hlutfall af heildareignum, sé á bilinu 5 til 12 prósent. Vogunarhlutfall íslensku bankanna er í dag um 17 prósent, sem er einsdæmi í Evrópu, en alþjóðlegar rannsóknir gefa til kynna að eins prósentustigs hækkun á því hlutfalli skili sér að jafnaði í sextán punktum hærri lánskjörum til fólks og fyrirtækja. Allt ber þetta að sama brunni. Á meðan það er iðulega vinsælt að gera gjaldmiðilinn að blóraböggli fyrir háu vaxtastigi á Íslandi þá eru ástæðurnar hins vegar mun flóknari og margþættari. Raunveruleikinn er sá að þeirra er ekki síður að leita í heimatilbúnum aðgerðum stjórnvalda, eins og með uppbyggingu bankakerfisins. Strangar eiginfjárkröfur ásamt auknum álögum á fjármálakerfið eftir efnahagshrunið, einkum með hinum sérstaka bankaskatti, hafa skilað sér í því að við höfum búið til eitt dýrasta bankakerfi í Evrópu með neikvæðum áhrifum á framleiðni í atvinnulífinu. Er fórnarkostnaðurinn þess virði? Um það má stórlega efast. Hádegisverðurinn er nefnilega sjaldnast ókeypis. Reikningurinn er að lokum sendur til íslenskra heimila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Alþjóðlega fjármálakreppan, sem skall á fyrir nærri tíu árum, hratt í kjölfarið af stað einum mestu breytingum sem gerðar hafa verið á regluverki evrópskra fjármálafyrirtækja. Allar eiga það einkum sammerkt að miða að því að bankakerfið sé sjálfbært þannig að skuldbindingar þess falli ekki á ríkissjóð – heldur hluthafa og kröfuhafa – ef í harðbakkann slær. Ísland hefur í þessum efnum ekki verið nein undantekning. Þar munar hvað mestu um að kröfur um eigið fé hafa verið hertar stórkostlega, frá því að þurfa að vera að lágmarki 8 prósent yfir í rúmlega 20 prósent í dag, þannig að bankarnir geti staðið af sér mögulega stór efnahagsáföll. Lítil sem engin umræða hefur hins vegar verið um þann kostnað sem sumar af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til eftir fjármálaáfallið, með það opinbera markmið að leiðarljósi að auka öryggi bankakerfisins, hafa fyrir efnahagslífið. Íslendingar hafa þannig gengið þjóða hvað lengst í Evrópu við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum bankanna og auk þess beitt meira íþyngjandi aðferðum við útreikninga á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf þeirra. Afleiðingin er sú að bankarnir þurfa að binda um tvöfalt meira eigið fé heldur en þekkist almennt hjá evrópskum bönkum. Sú staðreynd skýtur nokkuð skökku við þegar litið er til lítillar áhættu um þessar mundir í þjóðarbúskapnum, hlutfall vanskilalána er með því lægsta meðal banka í Evrópu og skuldsetning fyrirtækja og heimila hefur ekki verið jafn lítil um langt árabil. En er það ekki aðeins af hinu góða að bankarnir búi við einar ströngustu eiginfjárkröfur sem þekkjast í Evrópu? Svarið við því er ekki endilega einhlítt. Í nýlegri rannsókn starfsmanna Seðlabanka Svíþjóðar er bent á að með því að framfylgja háum eiginfjárkröfum á banka geti það þýtt aukinn kostnað fyrir samfélagið sem felst í dýrari fjármögnun og skertu aðgengi að lánum. Það þurfi því hverju sinni að vega þann fórnarkostnað á móti þeim ávinningi sem hlýst af því að búa við öruggt bankakerfi sem sé ólíklegra til þess að ganga í gegnum reglulegar hremmingar með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Í því augnamiði er lagt til í minnisblaði bankans að vogunarhlutfall þarlendra banka, sem reiknast sem eigið fé sem hlutfall af heildareignum, sé á bilinu 5 til 12 prósent. Vogunarhlutfall íslensku bankanna er í dag um 17 prósent, sem er einsdæmi í Evrópu, en alþjóðlegar rannsóknir gefa til kynna að eins prósentustigs hækkun á því hlutfalli skili sér að jafnaði í sextán punktum hærri lánskjörum til fólks og fyrirtækja. Allt ber þetta að sama brunni. Á meðan það er iðulega vinsælt að gera gjaldmiðilinn að blóraböggli fyrir háu vaxtastigi á Íslandi þá eru ástæðurnar hins vegar mun flóknari og margþættari. Raunveruleikinn er sá að þeirra er ekki síður að leita í heimatilbúnum aðgerðum stjórnvalda, eins og með uppbyggingu bankakerfisins. Strangar eiginfjárkröfur ásamt auknum álögum á fjármálakerfið eftir efnahagshrunið, einkum með hinum sérstaka bankaskatti, hafa skilað sér í því að við höfum búið til eitt dýrasta bankakerfi í Evrópu með neikvæðum áhrifum á framleiðni í atvinnulífinu. Er fórnarkostnaðurinn þess virði? Um það má stórlega efast. Hádegisverðurinn er nefnilega sjaldnast ókeypis. Reikningurinn er að lokum sendur til íslenskra heimila.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun