Eftirlitsúr María Bjarnadóttir skrifar 13. apríl 2018 07:00 Fréttir af umfangsmikilli söfnun og sölu persónuupplýsinga í gegnum samfélagsmiðla hafa veitt persónuvernd löngu tímabæra og verðskuldaða athygli almennings. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þetta muni hafa áhrif á hvernig fólk deilir persónulegum upplýsingum. Það gerist nefnilega ekki bara í gegnum samfélagsmiðla. Hin forna speki Sókratesar „þekktu sjálfan þig“ hefur til dæmis öðlast nýtt inntak með stafrænum æfingaúrum og nær núna líka til „þekktu skrefafjölda þinn“, „þekktu daglegt kaloríumagn þitt“ og „þekktu meðalhraða þinn“. Sérstaklega á þetta við um þau sem hafa skipt fjallgöngum út fyrir hlaup, sem var skipt úr fyrir sjósund, sem var skipt úr fyrir racer-hjólreiðar og svo sameinað í þríþrautarkeppnum, áður en gönguskíðin tóku við síðasta vetur. Það þarf jú að fylgjast með þróun þols og úthalds. Þessum upplýsingum má auðveldlega breyta í peninga, eða andlag eftirlits, allt eftir því hvernig litið er á. Tryggingafélög í Englandi bjóða nú ódýrari tryggingar fyrir viðskiptamenn sem sýna fram á nægilegan skrefafjölda og svefn með því að veita fyrirtækinu aðgang að upplýsingunum um háttsemi sína allan sólarhringinn. Kannski er það kostaboð. Upplýsingarnar nýtast ekki bara fyrirtækjum. Þær geta verið öflug sönnunargögn í sakamálum, eins og gerðist í Þýskalandi í fyrra. Púlsmælir í æfingarúri manns sem sakfelldur var fyrir morð sýndi að hann hefði verið að erfiða, til dæmis við að draga lík upp tröppur, þegar hann sagðist hafa verið sofandi. Æfingaúrið þótti áreiðanlegri vitnisburður en notandi þess. Það vilja fleiri þekkja sjálfan þig en þið Sókrates. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttir af umfangsmikilli söfnun og sölu persónuupplýsinga í gegnum samfélagsmiðla hafa veitt persónuvernd löngu tímabæra og verðskuldaða athygli almennings. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þetta muni hafa áhrif á hvernig fólk deilir persónulegum upplýsingum. Það gerist nefnilega ekki bara í gegnum samfélagsmiðla. Hin forna speki Sókratesar „þekktu sjálfan þig“ hefur til dæmis öðlast nýtt inntak með stafrænum æfingaúrum og nær núna líka til „þekktu skrefafjölda þinn“, „þekktu daglegt kaloríumagn þitt“ og „þekktu meðalhraða þinn“. Sérstaklega á þetta við um þau sem hafa skipt fjallgöngum út fyrir hlaup, sem var skipt úr fyrir sjósund, sem var skipt úr fyrir racer-hjólreiðar og svo sameinað í þríþrautarkeppnum, áður en gönguskíðin tóku við síðasta vetur. Það þarf jú að fylgjast með þróun þols og úthalds. Þessum upplýsingum má auðveldlega breyta í peninga, eða andlag eftirlits, allt eftir því hvernig litið er á. Tryggingafélög í Englandi bjóða nú ódýrari tryggingar fyrir viðskiptamenn sem sýna fram á nægilegan skrefafjölda og svefn með því að veita fyrirtækinu aðgang að upplýsingunum um háttsemi sína allan sólarhringinn. Kannski er það kostaboð. Upplýsingarnar nýtast ekki bara fyrirtækjum. Þær geta verið öflug sönnunargögn í sakamálum, eins og gerðist í Þýskalandi í fyrra. Púlsmælir í æfingarúri manns sem sakfelldur var fyrir morð sýndi að hann hefði verið að erfiða, til dæmis við að draga lík upp tröppur, þegar hann sagðist hafa verið sofandi. Æfingaúrið þótti áreiðanlegri vitnisburður en notandi þess. Það vilja fleiri þekkja sjálfan þig en þið Sókrates.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun