Stemmningin var svo svakaleg í Róm í gærkvöldi að forseti Roma gerði þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2018 08:30 Daniele De Rossi og Federico Fazio fagna sigri í gærkvöldi. Vísir/Getty Á kvöldi þegar flestir knattspyrnaáhugamenn voru að pæla í því hvort Manchester City tækist að vinna upp þriggja marka forskot Liverpool þá voru endurkomudísirnar að hjálpa öðru félagi að vinna upp þriggja marka forskot mun sunnar í álfunni. Ítalska félagið AS Roma gerði nánast hið ómögulega í gærkvöldi þegar liðið sló stórlið Barcelona út úr Meistardeildinni. AS Roma komst þar með í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 1984 en þá hét keppnin reyndar Evrópukeppni meistaraliða. Barcelona kom með 4-1 forskot úr fyrri leiknum á Spáni en Roma vann leikinn 3-0 og komst áfram á fleirum mörkum skoruðum á útivelli. Það var magnað að sjá leikmenn, þjálfara, starfsmenn og stuðningsfólk Rómarliðsins gjörsamlega missa sig í leikslok og það leyndist ekki að þarna var félagið að afreka nánast hið ómögulega. Það er eitt að dragast á móti Barelona í Meistaradeildinni en það er annað að þurfa að vinna upp þriggja marka forskot á móti Lionel Messi og félögum. Sigurinn var því afar sætur. Stemmningin var líka svo svakaleg í Rómarborg í gærkvöldi og nótt að forseti Roma var einn af þeim sem gjörsamlaga misstu sig. Bandaríkjamaðurinn James Pallotta er forseti félagsins og hann lét sig bara vaða í gosbrunninn Piazza del Popolo í sigurgleðinni. Ítalski blaðamaðurinn Tancredi Palmeri, sem vinnur nú hjá CNN en var áður hjá Gazzetta dello Sport, birti myndband af því Twitter þegar James Pallotta lét sig vaða í brunninn eins og sjá má hér fyrir neðan.UNBELIEVABLE! Roma president Pallotta throwing himself in the fountain surrounded by fans! pic.twitter.com/tqSnehrMbp — Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) April 10, 2018 Stuðningsfólk Rómarliðsins var mjög ánægt með uppátæki James Pallotta eins og heyra má líka í þessu myndbandi hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Sjá meira
Á kvöldi þegar flestir knattspyrnaáhugamenn voru að pæla í því hvort Manchester City tækist að vinna upp þriggja marka forskot Liverpool þá voru endurkomudísirnar að hjálpa öðru félagi að vinna upp þriggja marka forskot mun sunnar í álfunni. Ítalska félagið AS Roma gerði nánast hið ómögulega í gærkvöldi þegar liðið sló stórlið Barcelona út úr Meistardeildinni. AS Roma komst þar með í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 1984 en þá hét keppnin reyndar Evrópukeppni meistaraliða. Barcelona kom með 4-1 forskot úr fyrri leiknum á Spáni en Roma vann leikinn 3-0 og komst áfram á fleirum mörkum skoruðum á útivelli. Það var magnað að sjá leikmenn, þjálfara, starfsmenn og stuðningsfólk Rómarliðsins gjörsamlega missa sig í leikslok og það leyndist ekki að þarna var félagið að afreka nánast hið ómögulega. Það er eitt að dragast á móti Barelona í Meistaradeildinni en það er annað að þurfa að vinna upp þriggja marka forskot á móti Lionel Messi og félögum. Sigurinn var því afar sætur. Stemmningin var líka svo svakaleg í Rómarborg í gærkvöldi og nótt að forseti Roma var einn af þeim sem gjörsamlaga misstu sig. Bandaríkjamaðurinn James Pallotta er forseti félagsins og hann lét sig bara vaða í gosbrunninn Piazza del Popolo í sigurgleðinni. Ítalski blaðamaðurinn Tancredi Palmeri, sem vinnur nú hjá CNN en var áður hjá Gazzetta dello Sport, birti myndband af því Twitter þegar James Pallotta lét sig vaða í brunninn eins og sjá má hér fyrir neðan.UNBELIEVABLE! Roma president Pallotta throwing himself in the fountain surrounded by fans! pic.twitter.com/tqSnehrMbp — Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) April 10, 2018 Stuðningsfólk Rómarliðsins var mjög ánægt með uppátæki James Pallotta eins og heyra má líka í þessu myndbandi hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Sjá meira