Orð og gerðir Magnús Guðmundsson skrifar 11. apríl 2018 10:00 Það er vart sá Íslendingur sem gerir sér ekki grein fyrir því að heilbrigðiskerfið er löngu komið að einhvers konar þolmörkum. Margar deildir á stundum yfirfullar, kostnaður langveikra oftar en ekki allt of hár, biðin eftir þjónustu löng, erfið og jafnvel ekki án afleiðinga og margar starfsstéttir innan kerfisins langþreyttar á ástandinu. Þetta ástand hefur lengi verið fyrirferðarmikið í umræðunni frá degi til dags og í stjórnmálunum í aðdraganda kosninga þegar frambjóðendur kappkosta að lofa endurreisn og boða betri tíð með blóm í haga. Þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við í lok nóvember síðastliðins, í nafni pólitísks og efnahagslegs stöðugleika, er ekki laust við að margir hafi bundið vonir við komu Svandísar Svavarsdóttur í heilbrigðisráðuneytið. Þær vonir dvína þó ört því henni virðist ætla að verða lítið ágengt í þeim skjótu umskiptum á heilbrigðiskerfinu til betri vegar sem þorri þjóðarinnar hefur svo lengi beðið eftir. Auk þess sem Svandís er illu heilli farin að verja vondan málstað í kjaradeilu ríkisins og ljósmæðra fremur en að beita sér fyrir sómasamlegri lausn málsins. Það er ekki að undra að ljósmæður séu ósáttar við ummæli Svandísar á Alþingi síðastliðinn mánudag þar sem hún gaf til kynna að kjaravanda ljósmæðra mætti rekja til þess að þær hefðu valið að vera innan sérstaks stéttarfélags innan BHM. Þessa undarlegu vangaveltu setti Svandís fram í framhaldi af eðlilegri fyrirspurn Guðjóns S. Brjánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um kjarabaráttu ljósmæðra, við litla hrifningu ráðherrans. Það er þó bæði ljúft og skylt að taka fram að Svandís sagði líka að meta ætti vinnuframlag ljósmæðra til launa og samfélagslegrar virðingar. Vonandi á það líka við þá mikilvægu tveggja ára menntun sem ljósmæður sækja sér að loknu námi í hjúkrunarfræðum til þess að afla sér réttinda og færni til þessa mikilvæga starfs. Til þessa virðist, samkvæmt svari Svandísar, að hún hafi látið duga að beita sér í deilunni gegnum forstjóra Landspítalans að bættu starfs- og vaktaumhverfi ljósmæðra. Það er nú tæpast líklegt til árangurs í ljósi þess að hvorki menntun né vinnuframlag ljósmæðra virðast metin til launa. En ef Svandís vill beita sér fyrir því að menntun ljósmæðra sé metin til launa þá gæti hún til að mynda miðað við hverju viðbótarmenntun skilar gamalgrónum háskólastéttum á borð við lögfræðinga og presta. Stéttum sem voru byggðar upp sem hefðbundnar karlastéttir sem er einmitt það sem kvennastéttir þurfa að miða við til þess að ná fram raunverulegu launajafnrétti í samfélaginu. Að tala fjálglega um mikilvægi ljósmæðra sem kvennastéttar sem sinnir konum á dýrmætum og mikilvægum tíma í lífi þeirra skilar þeim engu í launaumslagið. Það skilar ekki heldur jafnréttis- og launabaráttu kvenna á Íslandi fram á við á meðan orð og gerðir fara ekki saman. En vonandi ætlar Svandís Svavarsdóttir ekki að vera heilbrigðisráðherra sem segir eitt en gerir annað eða ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Það er vart sá Íslendingur sem gerir sér ekki grein fyrir því að heilbrigðiskerfið er löngu komið að einhvers konar þolmörkum. Margar deildir á stundum yfirfullar, kostnaður langveikra oftar en ekki allt of hár, biðin eftir þjónustu löng, erfið og jafnvel ekki án afleiðinga og margar starfsstéttir innan kerfisins langþreyttar á ástandinu. Þetta ástand hefur lengi verið fyrirferðarmikið í umræðunni frá degi til dags og í stjórnmálunum í aðdraganda kosninga þegar frambjóðendur kappkosta að lofa endurreisn og boða betri tíð með blóm í haga. Þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við í lok nóvember síðastliðins, í nafni pólitísks og efnahagslegs stöðugleika, er ekki laust við að margir hafi bundið vonir við komu Svandísar Svavarsdóttur í heilbrigðisráðuneytið. Þær vonir dvína þó ört því henni virðist ætla að verða lítið ágengt í þeim skjótu umskiptum á heilbrigðiskerfinu til betri vegar sem þorri þjóðarinnar hefur svo lengi beðið eftir. Auk þess sem Svandís er illu heilli farin að verja vondan málstað í kjaradeilu ríkisins og ljósmæðra fremur en að beita sér fyrir sómasamlegri lausn málsins. Það er ekki að undra að ljósmæður séu ósáttar við ummæli Svandísar á Alþingi síðastliðinn mánudag þar sem hún gaf til kynna að kjaravanda ljósmæðra mætti rekja til þess að þær hefðu valið að vera innan sérstaks stéttarfélags innan BHM. Þessa undarlegu vangaveltu setti Svandís fram í framhaldi af eðlilegri fyrirspurn Guðjóns S. Brjánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um kjarabaráttu ljósmæðra, við litla hrifningu ráðherrans. Það er þó bæði ljúft og skylt að taka fram að Svandís sagði líka að meta ætti vinnuframlag ljósmæðra til launa og samfélagslegrar virðingar. Vonandi á það líka við þá mikilvægu tveggja ára menntun sem ljósmæður sækja sér að loknu námi í hjúkrunarfræðum til þess að afla sér réttinda og færni til þessa mikilvæga starfs. Til þessa virðist, samkvæmt svari Svandísar, að hún hafi látið duga að beita sér í deilunni gegnum forstjóra Landspítalans að bættu starfs- og vaktaumhverfi ljósmæðra. Það er nú tæpast líklegt til árangurs í ljósi þess að hvorki menntun né vinnuframlag ljósmæðra virðast metin til launa. En ef Svandís vill beita sér fyrir því að menntun ljósmæðra sé metin til launa þá gæti hún til að mynda miðað við hverju viðbótarmenntun skilar gamalgrónum háskólastéttum á borð við lögfræðinga og presta. Stéttum sem voru byggðar upp sem hefðbundnar karlastéttir sem er einmitt það sem kvennastéttir þurfa að miða við til þess að ná fram raunverulegu launajafnrétti í samfélaginu. Að tala fjálglega um mikilvægi ljósmæðra sem kvennastéttar sem sinnir konum á dýrmætum og mikilvægum tíma í lífi þeirra skilar þeim engu í launaumslagið. Það skilar ekki heldur jafnréttis- og launabaráttu kvenna á Íslandi fram á við á meðan orð og gerðir fara ekki saman. En vonandi ætlar Svandís Svavarsdóttir ekki að vera heilbrigðisráðherra sem segir eitt en gerir annað eða ekki neitt.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun