Ísraelsher skaut þrjá Palestínumenn til bana Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 27. apríl 2018 19:17 Ættingjar hinna látnu harmi slegnir, framan við Al-Shifa sjúkrahúsið í Gaza-borg. Vísir / AFP Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. Ísraelsher beitti í dag piparúða, byssum sem skjóta gúmmíkúlum og skotvopnum gegn mótmælendum. Palestínumenn hafa haldið fjölmenn mótmæli nú fimm vikur í röð. Í dag var mótmælt á fimm stöðum þar sem landamæri Ísraels og Gaza-svæðisins liggja. Kröfur mótmælenda eru að fá til baka það land sem þeim tilheyrir, land sem forfeður þeirra og formæður byggðu. Yfirvöld í Ísrael hafa á móti sagt að mótmælin séu aðeins yfirskin og að Hamas-samtökin, sem fara með stjórn Gaza-svæðisins, vilji gera árásir á Ísrael. Ísraelsher hafi aðeins verið að vernda landamærin gegn mótmælendum sem brotið hafi sér leið í gegn um landamæravarnir þeirra. Ísraelskir hermenn hafa drepið 40 manns síðan að mótmælin hófust. Meira en 5000 manns hafa slasast. Aðgerðir mótmælenda eiga að ná hámarki 15. maí. Þá verður þess minnst að 70 ár eru liðin frá því að hundruð þúsunda Palestínumanna þurftu að yfirgefa heimili sín og gerast flóttafólk í kjölfar stofnunar Ísraelsríkis. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi í dag viðbrögð Ísraelsmanna við mótmælunum og sagði viðbrögð hersins vera úr hófi fram og að fjöldi slasaðra væri gífurlegur. Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International hafa kallað eftir því að ríki heims setji vopnasölubann á Ísraelsríki.BBC greinir frá. Erlent Tengdar fréttir Mótmælendum mætt með skothríð á Gazasvæðinu Einhverjir mótmælenda köstuðu gróti og var því mætt með skothríð á mótmælendur og syrgjendur í heild. 31. mars 2018 20:40 Ísraelsk morðtilræði á 3-4 daga fresti Palestínski verkfræðingurinn Fadi Mohammad al-Batsh var ráðinn af dögum í Malasíu um helgina en hann var liðsmaður Hamas samtakanna. Talið er að Ísrael hafi reynt að myrða minnst 1800 manns á erlendri grundu frá aldamótum eða að jafnaði á þriggja til fjögurra daga fresti. 23. apríl 2018 13:39 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. Ísraelsher beitti í dag piparúða, byssum sem skjóta gúmmíkúlum og skotvopnum gegn mótmælendum. Palestínumenn hafa haldið fjölmenn mótmæli nú fimm vikur í röð. Í dag var mótmælt á fimm stöðum þar sem landamæri Ísraels og Gaza-svæðisins liggja. Kröfur mótmælenda eru að fá til baka það land sem þeim tilheyrir, land sem forfeður þeirra og formæður byggðu. Yfirvöld í Ísrael hafa á móti sagt að mótmælin séu aðeins yfirskin og að Hamas-samtökin, sem fara með stjórn Gaza-svæðisins, vilji gera árásir á Ísrael. Ísraelsher hafi aðeins verið að vernda landamærin gegn mótmælendum sem brotið hafi sér leið í gegn um landamæravarnir þeirra. Ísraelskir hermenn hafa drepið 40 manns síðan að mótmælin hófust. Meira en 5000 manns hafa slasast. Aðgerðir mótmælenda eiga að ná hámarki 15. maí. Þá verður þess minnst að 70 ár eru liðin frá því að hundruð þúsunda Palestínumanna þurftu að yfirgefa heimili sín og gerast flóttafólk í kjölfar stofnunar Ísraelsríkis. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi í dag viðbrögð Ísraelsmanna við mótmælunum og sagði viðbrögð hersins vera úr hófi fram og að fjöldi slasaðra væri gífurlegur. Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International hafa kallað eftir því að ríki heims setji vopnasölubann á Ísraelsríki.BBC greinir frá.
Erlent Tengdar fréttir Mótmælendum mætt með skothríð á Gazasvæðinu Einhverjir mótmælenda köstuðu gróti og var því mætt með skothríð á mótmælendur og syrgjendur í heild. 31. mars 2018 20:40 Ísraelsk morðtilræði á 3-4 daga fresti Palestínski verkfræðingurinn Fadi Mohammad al-Batsh var ráðinn af dögum í Malasíu um helgina en hann var liðsmaður Hamas samtakanna. Talið er að Ísrael hafi reynt að myrða minnst 1800 manns á erlendri grundu frá aldamótum eða að jafnaði á þriggja til fjögurra daga fresti. 23. apríl 2018 13:39 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Mótmælendum mætt með skothríð á Gazasvæðinu Einhverjir mótmælenda köstuðu gróti og var því mætt með skothríð á mótmælendur og syrgjendur í heild. 31. mars 2018 20:40
Ísraelsk morðtilræði á 3-4 daga fresti Palestínski verkfræðingurinn Fadi Mohammad al-Batsh var ráðinn af dögum í Malasíu um helgina en hann var liðsmaður Hamas samtakanna. Talið er að Ísrael hafi reynt að myrða minnst 1800 manns á erlendri grundu frá aldamótum eða að jafnaði á þriggja til fjögurra daga fresti. 23. apríl 2018 13:39