Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2018 13:26 Schroepfer lofaði breskum þingmönnum að herða eftirlit með pólitískum auglýsingum. Vísir/AFP Tæknistjóri Facebook sagði breskum þingmönnum í dag að gegnsæi í kringum pólitískar auglýsingar á samfélagsmiðlinum verði aukið fyrir sumarið. Pólitískar auglýsingar verði sérstaklega merktar og auglýsendurnir verði að greina frá því hverjir greiddu fyrir þær. Breskir þingmenn höfðu farið fram á að Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, bæri sjálfur vitni fyrir þingnefnd eftir að í ljós kom að Cambridge Analytica, umdeilt ráðgjafarfyrirtæki, hafði notað illa fengnar persónuupplýsingar um tugi milljóna Facebook-notenda. Zuckerberg hafnaði því hins vegar og sendi Mike Schroepfer, tæknistjóra fyrirtækisins, á fund þingmannanna í dag. Baðst Schroepfer afsökunar á mistökum Facebook og viðurkenndi að trúnaðarbrestur hefði átt sér stað í tengslum við mál Cambridge Analytica. Auk þess að skoða kaupendur pólitískra auglýsinga sérstaklega sagði Schroepfer að Facebook ætlaði að gera notendum kleift að skoða allar auglýsingar frá framboðum, ekki aðeins þær sem beindust sérstaklega að þeim sjálfum, að því er segir í frétt Reuters. „Þetta er ekki spurning um tekjur fyrir okkur. Pólitískar auglýsingar eru mjög lítill, lág eins tölustarfs prósentutala af öllum auglýsingum okkar þannig að ákvörðunin hefur ekkert með peninga eða tekjur að gera,“ sagði tæknistjórinn. Íslensk stjórnmál hafa ekki farið varhluta af pólitískum auglýsingum á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Fyrir undanfarnar kosningar hefur töluvert birst af nafnlausum áróðri sem í sumum tilfellum hefur verið greitt fyrir að halda að íslenskum notendum. Svo gott sem ómögulegt hefur hins vegar reynst að rekja hverjir standa að baki áróðrinum. Facebook Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44 Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15 Myljandi hagnaður hjá Facebook Cambridge Analytica hneykslið hefur, enn um sinn, engin áhrif á reksturinn. 25. apríl 2018 21:28 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Tæknistjóri Facebook sagði breskum þingmönnum í dag að gegnsæi í kringum pólitískar auglýsingar á samfélagsmiðlinum verði aukið fyrir sumarið. Pólitískar auglýsingar verði sérstaklega merktar og auglýsendurnir verði að greina frá því hverjir greiddu fyrir þær. Breskir þingmenn höfðu farið fram á að Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, bæri sjálfur vitni fyrir þingnefnd eftir að í ljós kom að Cambridge Analytica, umdeilt ráðgjafarfyrirtæki, hafði notað illa fengnar persónuupplýsingar um tugi milljóna Facebook-notenda. Zuckerberg hafnaði því hins vegar og sendi Mike Schroepfer, tæknistjóra fyrirtækisins, á fund þingmannanna í dag. Baðst Schroepfer afsökunar á mistökum Facebook og viðurkenndi að trúnaðarbrestur hefði átt sér stað í tengslum við mál Cambridge Analytica. Auk þess að skoða kaupendur pólitískra auglýsinga sérstaklega sagði Schroepfer að Facebook ætlaði að gera notendum kleift að skoða allar auglýsingar frá framboðum, ekki aðeins þær sem beindust sérstaklega að þeim sjálfum, að því er segir í frétt Reuters. „Þetta er ekki spurning um tekjur fyrir okkur. Pólitískar auglýsingar eru mjög lítill, lág eins tölustarfs prósentutala af öllum auglýsingum okkar þannig að ákvörðunin hefur ekkert með peninga eða tekjur að gera,“ sagði tæknistjórinn. Íslensk stjórnmál hafa ekki farið varhluta af pólitískum auglýsingum á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Fyrir undanfarnar kosningar hefur töluvert birst af nafnlausum áróðri sem í sumum tilfellum hefur verið greitt fyrir að halda að íslenskum notendum. Svo gott sem ómögulegt hefur hins vegar reynst að rekja hverjir standa að baki áróðrinum.
Facebook Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44 Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15 Myljandi hagnaður hjá Facebook Cambridge Analytica hneykslið hefur, enn um sinn, engin áhrif á reksturinn. 25. apríl 2018 21:28 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15
Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44
Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15
Myljandi hagnaður hjá Facebook Cambridge Analytica hneykslið hefur, enn um sinn, engin áhrif á reksturinn. 25. apríl 2018 21:28