Brock smitast af hýsli sem tekur yfir líkama hans og breytir honum í veruna Venom. Sú vera er þekktust fyrir að vera einn af verstu óvinum Spiderman en í þessari mynd virðist hún vera einhverskonar andhetja þar sem hinn réttsýni Brock vill nýta kraftana sem hann fær af hýslinum til góðs.
Í þessu sýnishorni sést mun meira af Venom en í fyrsta sýnishorninu og bíða vafalaust einhverjir spenntir eftir frumsýningu myndarinnar í október næstkomandi.
Michelle Williams leikur eitt af aðalhlutverkunum í myndinni en hún lýsti því yfir á CinemaCon í gær að hana hafði lengi langað að leika í ofurhetjumynd sem sonur hennar gæti horft á.