Á að fjármagna kosningaloforðin með fasteignabólu? Jóhannes Loftsson skrifar 9. maí 2018 11:28 Afar ósanngjarnt er þegar sveitarfélög fara að nýta fasteignabólu til tekjuöflunar fyrir gæluverkefnin sín, því slík gjaldtaka kemur ávalt verst niður á þeim tekjulægstu: leigjendum og fyrstu íbúðakaupendum. Kostnaðurinn sem lendir á þessum hópi verður síðan margfaldur vegna viðbótarálagningar markaðsins. Í þessu ljósi þá var uppgjör Reykjavíkurborgar dálítið sérstakt þetta árið. Allur gróði borgarsjóðs varð til við sölu byggingarréttar og fasteignatekjur á íbúa eru orðnar næstum því helmingi hærri (43%) í borginni en í nágrannasveitarfélögunum. Gróði borgarfyrirtækjanna byggir síðan að mestu á fasteignabóluhækkun og áhrifum álverðshækkunar á orkusölusamninga OR. Slíkur markaðsgróði getur verið fallvaltur,því hann hverfur eða breytist í taprekstur um leið og markaðssveiflur hægjast eða ganga til baka. Á sama tíma þá er aðalkosningaloforð borgarstjóra að byggja Borgarlínu og að koma Miklubraut í stokk, sem eru líklega ein dýrustu kosningarloforð í sögu Reykjavíkur. Engar áætlanir voru þó kynntar um hagræðingu eða sparnað til að fjármagna þessi loforð. En hvaðan á peningurinn þá að koma? Á ríkið að borga brúsann? Hversu líklegt er fjármálaráðherra sjálfstæðisflokks fari að fjármagna uppblásin yfirboð samfylkingarinnar í borginni? Þó að umferðarbetrumbætur á Miklubrautinni kunni vissulega að vera á könnu vegagerðarinnar, þá er rándýr brú eftir götunni endilangri bara fegrunaraðgerð sem hefur ekki nema að litlu leiti með umferðarflæði að gera. Vegagerðin mun aldrei samþykkja slíka sóun og mun líklega bara borga brot af kostnaðinum. Það eina sem stendur eftir er að taka lán og nýta svo sölu fasteigna og lóða til að fjármagna verkefnið. Þessi leið var einmitt nefnd þegar Reykjavíkurborg kynnti fyrst Miklubrautarstokkinn. Álíka fjármögnunarleiðir hafa líka verið nefndar vegna Borgarlínunnar, þar sem talað hefur verið um að leggja sérstakt innviðagjald á byggð nálægt Borgarlínunni. Vandamálið við að fjármagna kosningaloforð með lóðabraski, er að þá þurfa borgaryfirvöld að veðja á áframhaldandi fasteignabólu. Fjárfestar munu bara vilja borga hátt verð fyrir byggingarrétt ef þeir trúa á að geta selt fasteignina líka á háu verði. Við höfum reynsluna af slíkum fjármögnunaraðferðum af Valssvæðinu, þar sem meðalverð nýrra íbúða er nú sett á hátt í 700 þúsund á fermetrann. Borgarlínan og Miklubrautarstokkurinn eru hins vegar miklu stærri og dýrari framkvæmdir en íþróttaaðstaða Vals, og því munu áhrif þeirra verða margfalt meiri. Hækkun fasteignaverðs er ein mesta aðför að kjörum láglaunahópa og eignaminni sem hægt er að fara í. Borgarstjóri skuldar því kjósendum frekari útskýringar á því hvernig samfylkingin ætli að fjármagna loforðin sín. Ef til stendur á láta fasteignabóluna borga og ýta kostnaðinum yfir á þá sem minnst mega sín, þá væri betra að sleppa þessari vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Jóhannes Loftsson Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Afar ósanngjarnt er þegar sveitarfélög fara að nýta fasteignabólu til tekjuöflunar fyrir gæluverkefnin sín, því slík gjaldtaka kemur ávalt verst niður á þeim tekjulægstu: leigjendum og fyrstu íbúðakaupendum. Kostnaðurinn sem lendir á þessum hópi verður síðan margfaldur vegna viðbótarálagningar markaðsins. Í þessu ljósi þá var uppgjör Reykjavíkurborgar dálítið sérstakt þetta árið. Allur gróði borgarsjóðs varð til við sölu byggingarréttar og fasteignatekjur á íbúa eru orðnar næstum því helmingi hærri (43%) í borginni en í nágrannasveitarfélögunum. Gróði borgarfyrirtækjanna byggir síðan að mestu á fasteignabóluhækkun og áhrifum álverðshækkunar á orkusölusamninga OR. Slíkur markaðsgróði getur verið fallvaltur,því hann hverfur eða breytist í taprekstur um leið og markaðssveiflur hægjast eða ganga til baka. Á sama tíma þá er aðalkosningaloforð borgarstjóra að byggja Borgarlínu og að koma Miklubraut í stokk, sem eru líklega ein dýrustu kosningarloforð í sögu Reykjavíkur. Engar áætlanir voru þó kynntar um hagræðingu eða sparnað til að fjármagna þessi loforð. En hvaðan á peningurinn þá að koma? Á ríkið að borga brúsann? Hversu líklegt er fjármálaráðherra sjálfstæðisflokks fari að fjármagna uppblásin yfirboð samfylkingarinnar í borginni? Þó að umferðarbetrumbætur á Miklubrautinni kunni vissulega að vera á könnu vegagerðarinnar, þá er rándýr brú eftir götunni endilangri bara fegrunaraðgerð sem hefur ekki nema að litlu leiti með umferðarflæði að gera. Vegagerðin mun aldrei samþykkja slíka sóun og mun líklega bara borga brot af kostnaðinum. Það eina sem stendur eftir er að taka lán og nýta svo sölu fasteigna og lóða til að fjármagna verkefnið. Þessi leið var einmitt nefnd þegar Reykjavíkurborg kynnti fyrst Miklubrautarstokkinn. Álíka fjármögnunarleiðir hafa líka verið nefndar vegna Borgarlínunnar, þar sem talað hefur verið um að leggja sérstakt innviðagjald á byggð nálægt Borgarlínunni. Vandamálið við að fjármagna kosningaloforð með lóðabraski, er að þá þurfa borgaryfirvöld að veðja á áframhaldandi fasteignabólu. Fjárfestar munu bara vilja borga hátt verð fyrir byggingarrétt ef þeir trúa á að geta selt fasteignina líka á háu verði. Við höfum reynsluna af slíkum fjármögnunaraðferðum af Valssvæðinu, þar sem meðalverð nýrra íbúða er nú sett á hátt í 700 þúsund á fermetrann. Borgarlínan og Miklubrautarstokkurinn eru hins vegar miklu stærri og dýrari framkvæmdir en íþróttaaðstaða Vals, og því munu áhrif þeirra verða margfalt meiri. Hækkun fasteignaverðs er ein mesta aðför að kjörum láglaunahópa og eignaminni sem hægt er að fara í. Borgarstjóri skuldar því kjósendum frekari útskýringar á því hvernig samfylkingin ætli að fjármagna loforðin sín. Ef til stendur á láta fasteignabóluna borga og ýta kostnaðinum yfir á þá sem minnst mega sín, þá væri betra að sleppa þessari vegferð.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar