Vaskurinn – breytingar Vala Valtýsdóttir skrifar 9. maí 2018 07:00 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt.Fjölmiðlar Sú sérkennilega staða hefur verið til langs tíma að sala fréttablaða hefur verið í tveimur skatthlutföllum. Fyrirhugaðar breytingar eru því sérstaklega til höfuðs þeim mismun skattlagningar eftir formi, s.s. sölu fréttablaða á rafrænu formi eða á pappírsformi. Í frumvarpinu segir m.a að gera þurfi skýran greinarmun á þeirri starfsemi fjölmiðla sem sinnir lýðræðis- og menningarlegu hlutverki og hins vegar á annarri starfsemi þeirra eða annarra aðila sem felst í miðlun efnis í afþreyingarskyni eftir pöntun, svokallaðri VOD-þjónustu (e. Video-on-demand). Síðan segir að tilgangurinn með þessum mismun sé að stuðla eigi að eflingu á fréttum og fréttatengdu efni, verndun íslenskunnar o.fl. Þannig er mismunandi vsk. eftir því hvort þú kaupir íslenska þáttagerð í áskrift eða með VOD. Þessi rökstuðningur er alveg óskiljanlegur þar sem einnig er hægt að kaupa íslenskt efni á VOD-leigum. Innskattur af fólksbifreiðum ferðaþjónustunnar Sanngirnisrök eru fyrir því að heimila þennan innskatt – enda eru þessar bifreiðar notaðar til fólksflutninga á ferðamönnum sem er ávallt virðisaukaskattsskylt. Sala á þjónustu til erlendra aðila Tillagan er sú að sala á þjónustu til erlends fyrirtækis verður óskattskyld. Í dag skiptir máli hvar þjónustan er nýtt sérstaklega hvað varðar óskattskylda kaupendur. Til að skýra þetta frekar myndi breytingin leiða til þess t.d. að ef íslensk lögfræðistofa selur þjónustu til dansks fyrirtækis vegna innheimtu á kröfu á íslenskan aðila yrði slík þjónusta óskattskyld. Í dag skiptir máli hvort kaupandinn gæti talið vsk. af kaupunum til innskatts, en það skiptir þá ekki lengur máli. Þannig verða kaup t.d. erlendra banka, tryggingafélaga og annarra aðila sem eru undanþegnir virðisaukaskatti á þjónustu íslenskra aðila ávallt án virðisaukaskatts. Litið til OECD og ESB Í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega minnt á samræmi við OECD og ESB. Síðan segir að lögð sé áhersla á að bregðast við þeim lagabreytingum um virðisaukaskatt sem hafa verið innleiddar undanfarið í helstu viðskiptalöndum okkar. Ekki er alveg ljóst hvað átt er við með þessum athugasemdum því t.d. hafa Danir farið aðra leið. Samkvæmt dönsku vsk. lögunum ber t.d. danskri lögfræðistofu að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu veittri íslenskum banka vegna kröfu á danskan aðila; þar sem þjónustan er nýtt í Danmörku. Ef aftur á móti kaupandinn er innan ESB er almennt enginn skattur þar sem kaupandinn er ábyrgur. Hér er ólíku saman að jafna við íslenskt umhverfi enda sérreglur í gildi á innri markaði ESB.Höfundur er lögmaður og FKA-félagskona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt.Fjölmiðlar Sú sérkennilega staða hefur verið til langs tíma að sala fréttablaða hefur verið í tveimur skatthlutföllum. Fyrirhugaðar breytingar eru því sérstaklega til höfuðs þeim mismun skattlagningar eftir formi, s.s. sölu fréttablaða á rafrænu formi eða á pappírsformi. Í frumvarpinu segir m.a að gera þurfi skýran greinarmun á þeirri starfsemi fjölmiðla sem sinnir lýðræðis- og menningarlegu hlutverki og hins vegar á annarri starfsemi þeirra eða annarra aðila sem felst í miðlun efnis í afþreyingarskyni eftir pöntun, svokallaðri VOD-þjónustu (e. Video-on-demand). Síðan segir að tilgangurinn með þessum mismun sé að stuðla eigi að eflingu á fréttum og fréttatengdu efni, verndun íslenskunnar o.fl. Þannig er mismunandi vsk. eftir því hvort þú kaupir íslenska þáttagerð í áskrift eða með VOD. Þessi rökstuðningur er alveg óskiljanlegur þar sem einnig er hægt að kaupa íslenskt efni á VOD-leigum. Innskattur af fólksbifreiðum ferðaþjónustunnar Sanngirnisrök eru fyrir því að heimila þennan innskatt – enda eru þessar bifreiðar notaðar til fólksflutninga á ferðamönnum sem er ávallt virðisaukaskattsskylt. Sala á þjónustu til erlendra aðila Tillagan er sú að sala á þjónustu til erlends fyrirtækis verður óskattskyld. Í dag skiptir máli hvar þjónustan er nýtt sérstaklega hvað varðar óskattskylda kaupendur. Til að skýra þetta frekar myndi breytingin leiða til þess t.d. að ef íslensk lögfræðistofa selur þjónustu til dansks fyrirtækis vegna innheimtu á kröfu á íslenskan aðila yrði slík þjónusta óskattskyld. Í dag skiptir máli hvort kaupandinn gæti talið vsk. af kaupunum til innskatts, en það skiptir þá ekki lengur máli. Þannig verða kaup t.d. erlendra banka, tryggingafélaga og annarra aðila sem eru undanþegnir virðisaukaskatti á þjónustu íslenskra aðila ávallt án virðisaukaskatts. Litið til OECD og ESB Í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega minnt á samræmi við OECD og ESB. Síðan segir að lögð sé áhersla á að bregðast við þeim lagabreytingum um virðisaukaskatt sem hafa verið innleiddar undanfarið í helstu viðskiptalöndum okkar. Ekki er alveg ljóst hvað átt er við með þessum athugasemdum því t.d. hafa Danir farið aðra leið. Samkvæmt dönsku vsk. lögunum ber t.d. danskri lögfræðistofu að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu veittri íslenskum banka vegna kröfu á danskan aðila; þar sem þjónustan er nýtt í Danmörku. Ef aftur á móti kaupandinn er innan ESB er almennt enginn skattur þar sem kaupandinn er ábyrgur. Hér er ólíku saman að jafna við íslenskt umhverfi enda sérreglur í gildi á innri markaði ESB.Höfundur er lögmaður og FKA-félagskona
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar