Vaskurinn – breytingar Vala Valtýsdóttir skrifar 9. maí 2018 07:00 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt.Fjölmiðlar Sú sérkennilega staða hefur verið til langs tíma að sala fréttablaða hefur verið í tveimur skatthlutföllum. Fyrirhugaðar breytingar eru því sérstaklega til höfuðs þeim mismun skattlagningar eftir formi, s.s. sölu fréttablaða á rafrænu formi eða á pappírsformi. Í frumvarpinu segir m.a að gera þurfi skýran greinarmun á þeirri starfsemi fjölmiðla sem sinnir lýðræðis- og menningarlegu hlutverki og hins vegar á annarri starfsemi þeirra eða annarra aðila sem felst í miðlun efnis í afþreyingarskyni eftir pöntun, svokallaðri VOD-þjónustu (e. Video-on-demand). Síðan segir að tilgangurinn með þessum mismun sé að stuðla eigi að eflingu á fréttum og fréttatengdu efni, verndun íslenskunnar o.fl. Þannig er mismunandi vsk. eftir því hvort þú kaupir íslenska þáttagerð í áskrift eða með VOD. Þessi rökstuðningur er alveg óskiljanlegur þar sem einnig er hægt að kaupa íslenskt efni á VOD-leigum. Innskattur af fólksbifreiðum ferðaþjónustunnar Sanngirnisrök eru fyrir því að heimila þennan innskatt – enda eru þessar bifreiðar notaðar til fólksflutninga á ferðamönnum sem er ávallt virðisaukaskattsskylt. Sala á þjónustu til erlendra aðila Tillagan er sú að sala á þjónustu til erlends fyrirtækis verður óskattskyld. Í dag skiptir máli hvar þjónustan er nýtt sérstaklega hvað varðar óskattskylda kaupendur. Til að skýra þetta frekar myndi breytingin leiða til þess t.d. að ef íslensk lögfræðistofa selur þjónustu til dansks fyrirtækis vegna innheimtu á kröfu á íslenskan aðila yrði slík þjónusta óskattskyld. Í dag skiptir máli hvort kaupandinn gæti talið vsk. af kaupunum til innskatts, en það skiptir þá ekki lengur máli. Þannig verða kaup t.d. erlendra banka, tryggingafélaga og annarra aðila sem eru undanþegnir virðisaukaskatti á þjónustu íslenskra aðila ávallt án virðisaukaskatts. Litið til OECD og ESB Í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega minnt á samræmi við OECD og ESB. Síðan segir að lögð sé áhersla á að bregðast við þeim lagabreytingum um virðisaukaskatt sem hafa verið innleiddar undanfarið í helstu viðskiptalöndum okkar. Ekki er alveg ljóst hvað átt er við með þessum athugasemdum því t.d. hafa Danir farið aðra leið. Samkvæmt dönsku vsk. lögunum ber t.d. danskri lögfræðistofu að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu veittri íslenskum banka vegna kröfu á danskan aðila; þar sem þjónustan er nýtt í Danmörku. Ef aftur á móti kaupandinn er innan ESB er almennt enginn skattur þar sem kaupandinn er ábyrgur. Hér er ólíku saman að jafna við íslenskt umhverfi enda sérreglur í gildi á innri markaði ESB.Höfundur er lögmaður og FKA-félagskona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt.Fjölmiðlar Sú sérkennilega staða hefur verið til langs tíma að sala fréttablaða hefur verið í tveimur skatthlutföllum. Fyrirhugaðar breytingar eru því sérstaklega til höfuðs þeim mismun skattlagningar eftir formi, s.s. sölu fréttablaða á rafrænu formi eða á pappírsformi. Í frumvarpinu segir m.a að gera þurfi skýran greinarmun á þeirri starfsemi fjölmiðla sem sinnir lýðræðis- og menningarlegu hlutverki og hins vegar á annarri starfsemi þeirra eða annarra aðila sem felst í miðlun efnis í afþreyingarskyni eftir pöntun, svokallaðri VOD-þjónustu (e. Video-on-demand). Síðan segir að tilgangurinn með þessum mismun sé að stuðla eigi að eflingu á fréttum og fréttatengdu efni, verndun íslenskunnar o.fl. Þannig er mismunandi vsk. eftir því hvort þú kaupir íslenska þáttagerð í áskrift eða með VOD. Þessi rökstuðningur er alveg óskiljanlegur þar sem einnig er hægt að kaupa íslenskt efni á VOD-leigum. Innskattur af fólksbifreiðum ferðaþjónustunnar Sanngirnisrök eru fyrir því að heimila þennan innskatt – enda eru þessar bifreiðar notaðar til fólksflutninga á ferðamönnum sem er ávallt virðisaukaskattsskylt. Sala á þjónustu til erlendra aðila Tillagan er sú að sala á þjónustu til erlends fyrirtækis verður óskattskyld. Í dag skiptir máli hvar þjónustan er nýtt sérstaklega hvað varðar óskattskylda kaupendur. Til að skýra þetta frekar myndi breytingin leiða til þess t.d. að ef íslensk lögfræðistofa selur þjónustu til dansks fyrirtækis vegna innheimtu á kröfu á íslenskan aðila yrði slík þjónusta óskattskyld. Í dag skiptir máli hvort kaupandinn gæti talið vsk. af kaupunum til innskatts, en það skiptir þá ekki lengur máli. Þannig verða kaup t.d. erlendra banka, tryggingafélaga og annarra aðila sem eru undanþegnir virðisaukaskatti á þjónustu íslenskra aðila ávallt án virðisaukaskatts. Litið til OECD og ESB Í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega minnt á samræmi við OECD og ESB. Síðan segir að lögð sé áhersla á að bregðast við þeim lagabreytingum um virðisaukaskatt sem hafa verið innleiddar undanfarið í helstu viðskiptalöndum okkar. Ekki er alveg ljóst hvað átt er við með þessum athugasemdum því t.d. hafa Danir farið aðra leið. Samkvæmt dönsku vsk. lögunum ber t.d. danskri lögfræðistofu að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu veittri íslenskum banka vegna kröfu á danskan aðila; þar sem þjónustan er nýtt í Danmörku. Ef aftur á móti kaupandinn er innan ESB er almennt enginn skattur þar sem kaupandinn er ábyrgur. Hér er ólíku saman að jafna við íslenskt umhverfi enda sérreglur í gildi á innri markaði ESB.Höfundur er lögmaður og FKA-félagskona
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun