Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta. Allsherjaratkvæðagreiðsla um samninginn hófst klukkan tólf á hádegi miðvikudaginn 2. maí og lauk klukkan 14 í dag. Um 69 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já.
Skrifað var undir kjarasamninginn í húsakynnum ríkissáttasemjara 21. apríl síðastliðinn. Gildistími samningsins er út mars á næsta ári.
Framhaldsskólakennarar fá rúmlega tveggja prósenta afturvirka launahækkun frá 1. nóvember og einnig tveggja prósenta hækkun frá 1. júní auk eingreiðslna, samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var í gær. Þá fara 350 til 400 milljónir í breytingar á vinnutillhögun kennara.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar eru eftirfarandi:
Já sögðu 720 eða 69,03%
Nei sögðu 304 eða 29,15%
Auðir seðlar 19 eða 1,82%
Á kjörskrá voru: 1.498
Alls greiddu 1.043 atkvæði eða 69,63%
Framhaldsskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning

Tengdar fréttir

Tvær launahækkanir og eingreiðslur
Framhaldsskólakennarar fá rúmlega tveggja prósenta afturvirka launahækkun frá 1. nóvember og einnig tveggja prósenta hækkun frá 1. júní auk eingreiðslna, samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var í gær. Þá fara 350 til 400 milljónir í breytingar á vinnutillhögun kennara

Framhaldsskólakennarar undirrita kjarasamning: „Ég tel að þetta sé mjög ásættanlegur samningur“
Kjarasamningur milli ríkis og Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum var undirritaður seint í gærkvöldi.