Maó Loftsson Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. maí 2018 10:00 Ef líf á jörðinni væri Hungurleikarnir væri maðurinn að rústa keppninni. Enn ein dýrategund lét í minnipokann fyrir glæstum yfirburðum okkar mannanna þegar nashyrningurinn Súdan, síðasta karldýr annarrar tveggja undirtegunda hvíta nashyrningsins, gaf nýverið upp öndina. Maðurinn: eitt stig. Lífríki jarðar: „nil points“. Bið að heilsa geirfuglinum, sökker. En jörðin er ekki Hungurleikarnir og Jennifer Lawrence átti engan þátt í að koma nashyrningnum fyrir kattarnef. Hvað gerðist þá?Gagnlegur fyrirsláttur Hinn 1. október 1949 lýsti Maó Zedong yfir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Þann dag hófust þrautir nashyrningsins. Það var snemma á sjötta áratug síðustu aldar sem Maó formaður tók að breiða út boðskap hefðbundinna kínverskra lækninga. Var það þó ekki vegna þess að hann tryði á mátt þeirra. Nokkrum árum fyrr hafði Maó barist hatrammlega gegn slíkum lækningum. Sagði hann þá sem þær stunduðu engu betri en „sirkusskemmtikrafta, sölumenn snákaolíu og óbreytta götusala“. „Þótt ég sé þeirrar skoðunar að við eigum að hvetja til þess að kínverskar lækningar séu stundaðar trúi ég ekki á þær,“ sagði Maó við lækninn sinn, Li Zhisui sem sjálfur stundaði vestrænar lækningar. Maó gerðist helsti talsmaður kínverskra lækninga því þær voru gagnlegur fyrirsláttur. „Læknar sem stunda vestrænar lækningar eru of fáir,“ sagði Maó í ræðu árið 1950. Til að breiða yfir þá óheppilegu staðreynd bauð hann fólki sínu upp á gervilausn í formi haldlítilla kínverskra lækninga. En hvað kemur þetta nashyrningnum við? Maó tókst svo vel upp við að markaðssetja kínverskar lækningar að þær fóru sem eldur í sinu um heim allan. Samkvæmt kínverskum lækningum geta mulin nashyrningahorn læknað illvígustu sjúkdóma. Eftirspurn eftir þeim er svo mikil að kílóverð á nashyrningahornum er nú hærra en á gulli, demöntum og kókaíni. Maó, húmbúkkið og veiðiþjófar bera ábyrgð á því að norður-afríska undirtegund hvíta nashyrningsins sem lifði á sléttum Mið- og Austur-Afríku er útdauð. Nú, tæpum sjötíu árum eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína, höfum við Íslendingar eignast okkar eigin Maó.Refaveiðar eins manns Nýverið var tilkynnt um að Hvalur hf. hyggist hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé. Tilgangur veiðanna er nokkuð óhefðbundinn. Bindur fyrirtækið vonir við að því takist að „þróa aðferðir til að vinna fæðubótarefni úr langreyðarkjöti fyrir fólk sem þjáist af blóðleysi“. Fullyrðir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við Morgunblaðið að járnskortur sé „alvarlegasta heilbrigðisvandamál í heiminum í dag“. Segir hann að „meira en 50 ára tilraunir á heimsvísu með notkun fæðubótarefna með járnsöltum?…?hefur ekki borið árangur“. Járntöflur eru á lista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um mikilvæg lyf sem skila góðum árangri og er öruggt að neyta. Erfitt er því að draga aðra ályktun en þá að fullyrðingar Hvals hf. um gagnsleysi þeirra séu stórlega ýktar. Að manni læðist sá grunur að rétt eins og þegar Maó hélt að þjóð sinni vafasömum heilsuvísindum hangi eitthvað allt annað á spýtunni hjá Kristjáni Loftssyni en raunverulegar lækningar. Hvalveiðar Íslendinga eru komnar í efnahagslegt og hugmyndafræðilegt þrot. Fáir vilja leggja sér hvalkjöt til munns; enginn vill kaupa það – ekki einu sinni Japanar; flest lönd banna flutning á hvalafurðum um lögsögu sína; óttast er að hvalveiðar skaði orðspor íslensks ferða- og útflutningsiðnaðar. Hver er þá tilgangurinn með veiðunum? Járntöflur Hvals hf. virðast lítið annað en örvæntingarfullur fyrirsláttur, síðasta tilraun Kristjáns Loftssonar til að bægja frá því óhjákvæmilega: endalokum hvalveiða á Íslandi. Svo er komið að hvalveiðar Íslendinga eru lítið annað en refaveiðar eins manns, blóðugt tómstundagaman broddborgara með siðferðisvitund sautjándu aldar og svo mikla allsnægtablindu að honum er með öllu ómögulegt að sjá hvar hagsmunir lands og þjóðar liggja. Það er mál að linni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Skoðun Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Ef líf á jörðinni væri Hungurleikarnir væri maðurinn að rústa keppninni. Enn ein dýrategund lét í minnipokann fyrir glæstum yfirburðum okkar mannanna þegar nashyrningurinn Súdan, síðasta karldýr annarrar tveggja undirtegunda hvíta nashyrningsins, gaf nýverið upp öndina. Maðurinn: eitt stig. Lífríki jarðar: „nil points“. Bið að heilsa geirfuglinum, sökker. En jörðin er ekki Hungurleikarnir og Jennifer Lawrence átti engan þátt í að koma nashyrningnum fyrir kattarnef. Hvað gerðist þá?Gagnlegur fyrirsláttur Hinn 1. október 1949 lýsti Maó Zedong yfir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Þann dag hófust þrautir nashyrningsins. Það var snemma á sjötta áratug síðustu aldar sem Maó formaður tók að breiða út boðskap hefðbundinna kínverskra lækninga. Var það þó ekki vegna þess að hann tryði á mátt þeirra. Nokkrum árum fyrr hafði Maó barist hatrammlega gegn slíkum lækningum. Sagði hann þá sem þær stunduðu engu betri en „sirkusskemmtikrafta, sölumenn snákaolíu og óbreytta götusala“. „Þótt ég sé þeirrar skoðunar að við eigum að hvetja til þess að kínverskar lækningar séu stundaðar trúi ég ekki á þær,“ sagði Maó við lækninn sinn, Li Zhisui sem sjálfur stundaði vestrænar lækningar. Maó gerðist helsti talsmaður kínverskra lækninga því þær voru gagnlegur fyrirsláttur. „Læknar sem stunda vestrænar lækningar eru of fáir,“ sagði Maó í ræðu árið 1950. Til að breiða yfir þá óheppilegu staðreynd bauð hann fólki sínu upp á gervilausn í formi haldlítilla kínverskra lækninga. En hvað kemur þetta nashyrningnum við? Maó tókst svo vel upp við að markaðssetja kínverskar lækningar að þær fóru sem eldur í sinu um heim allan. Samkvæmt kínverskum lækningum geta mulin nashyrningahorn læknað illvígustu sjúkdóma. Eftirspurn eftir þeim er svo mikil að kílóverð á nashyrningahornum er nú hærra en á gulli, demöntum og kókaíni. Maó, húmbúkkið og veiðiþjófar bera ábyrgð á því að norður-afríska undirtegund hvíta nashyrningsins sem lifði á sléttum Mið- og Austur-Afríku er útdauð. Nú, tæpum sjötíu árum eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína, höfum við Íslendingar eignast okkar eigin Maó.Refaveiðar eins manns Nýverið var tilkynnt um að Hvalur hf. hyggist hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé. Tilgangur veiðanna er nokkuð óhefðbundinn. Bindur fyrirtækið vonir við að því takist að „þróa aðferðir til að vinna fæðubótarefni úr langreyðarkjöti fyrir fólk sem þjáist af blóðleysi“. Fullyrðir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við Morgunblaðið að járnskortur sé „alvarlegasta heilbrigðisvandamál í heiminum í dag“. Segir hann að „meira en 50 ára tilraunir á heimsvísu með notkun fæðubótarefna með járnsöltum?…?hefur ekki borið árangur“. Járntöflur eru á lista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um mikilvæg lyf sem skila góðum árangri og er öruggt að neyta. Erfitt er því að draga aðra ályktun en þá að fullyrðingar Hvals hf. um gagnsleysi þeirra séu stórlega ýktar. Að manni læðist sá grunur að rétt eins og þegar Maó hélt að þjóð sinni vafasömum heilsuvísindum hangi eitthvað allt annað á spýtunni hjá Kristjáni Loftssyni en raunverulegar lækningar. Hvalveiðar Íslendinga eru komnar í efnahagslegt og hugmyndafræðilegt þrot. Fáir vilja leggja sér hvalkjöt til munns; enginn vill kaupa það – ekki einu sinni Japanar; flest lönd banna flutning á hvalafurðum um lögsögu sína; óttast er að hvalveiðar skaði orðspor íslensks ferða- og útflutningsiðnaðar. Hver er þá tilgangurinn með veiðunum? Járntöflur Hvals hf. virðast lítið annað en örvæntingarfullur fyrirsláttur, síðasta tilraun Kristjáns Loftssonar til að bægja frá því óhjákvæmilega: endalokum hvalveiða á Íslandi. Svo er komið að hvalveiðar Íslendinga eru lítið annað en refaveiðar eins manns, blóðugt tómstundagaman broddborgara með siðferðisvitund sautjándu aldar og svo mikla allsnægtablindu að honum er með öllu ómögulegt að sjá hvar hagsmunir lands og þjóðar liggja. Það er mál að linni.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar