Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa samstöðu um bætt kjör ljósmæðra Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2018 14:06 Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa þverpólitíska sátt um að bæta kjör kvennastétta. Hún styðji ljósmæður í þeirra baráttu fyrir bættum kjörum til samræmis við aðrar sambærilega hópa háskólamenntaðra starfsmanna en til að svo megi verða þurfi að mynda samstöðu með verkalýðshreyfingunni og stjórnvöldum. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í morgun. Sagði hann ljósmæður ekki fjölmenna stétt en aðeins væru 280 félagar í Ljóðsmæðrafélagi Íslands. Að jafnaði útskrifuðust tíu ljósmæður á ári en að meðaltali skiluðu sér einungis fjórar af þeim sér til starfa á Landspítalanum aðrar færu í önnur störf eins og í heilsugæslunni á landsbyggðinni. „Meira en helmingur hópsins er yfir fimmtugt. Í slítandi vaktavinnu tekur starfið toll. Það staðfesta fjölmargar uppsagnir undanfarinna vikna sem ekki munu ganga til baka. Þess utan sýnir reynslan að allt að 20 prósent starfsmanna skilar sér ekki aftur til starfa eftir óróleika sem þennan á vinnustað,“ sagði Guðjón.Guðjón Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.AlþingiLjósmæður væru á þrískiptum vöktum og brotin væru á þeim lög um hvíldartíma. Tíu vikna kjaradeila þeirra fyrir þremur árum sæti enn í þeim. „Þær gera sér ljóst að verkfall er bitlaust verkfæri í þeirra höndum þar sem þeim er gert að tryggja neyðarmönnun,“ sagði Guðjón. Þess vegna hafi margar ljósmæður gripið til uppsagna nú en ekki boðað til verkfalls. Spurði Guðjón Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra hvort skýringanna á stöðu ljósmæðra væri ef til vill að leita í þeirri staðreynd um um hreina kvennastétt væri að ræða. „Að við séum enn að fá staðfest að sú mismunun sem við horfum upp á sé vegna kerfislægs kynjamisréttis. Það er raunarlegt að horfa upp á þetta hróplega óréttlæti þegar horft er til samanburðarhópa úr háskólasamfélaginu,“ sagði Guðjón „Ég vil byrja á að taka fram að ég styð ljósmæður í baráttu sinni. Ljósmæður eru mikilvæg stétt sem hefur bætt við sig sérmenntun og reynslu sem þjóðfélagið þarf sannarlega á að halda. Það er ótækt að það hafi tekið svo langan tíma að semja við ljósmæður eins og raun ber vitni og áhyggjuefni að ljósmæður á Landspítala segi upp störfum,“ sagði Svandís. Svandís sagðist ekki hafa beinan aðgang að kjaraviðræðum ljósmæðra þar sem þær væru á könnu fjármálaráðherra en hún hefði engu að síður beitt sér fyrir lausn á deilunni. Á föstudag hafi hún beitt sér fyrir að samningar tækjust við sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu en þeir samningar heyrðu undir heilbrigðisráðuneytið. „Hvað kvennastéttir í heilbrigðisþjónustu varðar sérstaklega er ég algerlega sammála málshefjanda. Það er brýnt að bæta kjör kvennastétta og það er mér mikið gleðiefni hér er smátt og smátt að myndast þverpólitísk sátt um það. Ábyrgð stjórnvalda í þessum efnum er mikil. En fleira þarf að sjálfsögðu að koma til. Verkalýðshreyfingin þarf að leggjast á árar með okkur sem og atvinnulífið og skapa þarf sátt um leiðréttingu stórra kvennastétta sem halda upp íslensku samfélagi. Atgerfisflótti hefur verið viðvarandi vandamál í fjölmennum stéttum í heilbrigðiskerfinu, til dæmis og sérstaklega hjá hjúkrunarfræðingum. Og það er mikið áhyggjuefni að slíkur flótti sé einna helst vandamál þegar um er að ræða stórar kvennastéttir,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa þverpólitíska sátt um að bæta kjör kvennastétta. Hún styðji ljósmæður í þeirra baráttu fyrir bættum kjörum til samræmis við aðrar sambærilega hópa háskólamenntaðra starfsmanna en til að svo megi verða þurfi að mynda samstöðu með verkalýðshreyfingunni og stjórnvöldum. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í morgun. Sagði hann ljósmæður ekki fjölmenna stétt en aðeins væru 280 félagar í Ljóðsmæðrafélagi Íslands. Að jafnaði útskrifuðust tíu ljósmæður á ári en að meðaltali skiluðu sér einungis fjórar af þeim sér til starfa á Landspítalanum aðrar færu í önnur störf eins og í heilsugæslunni á landsbyggðinni. „Meira en helmingur hópsins er yfir fimmtugt. Í slítandi vaktavinnu tekur starfið toll. Það staðfesta fjölmargar uppsagnir undanfarinna vikna sem ekki munu ganga til baka. Þess utan sýnir reynslan að allt að 20 prósent starfsmanna skilar sér ekki aftur til starfa eftir óróleika sem þennan á vinnustað,“ sagði Guðjón.Guðjón Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.AlþingiLjósmæður væru á þrískiptum vöktum og brotin væru á þeim lög um hvíldartíma. Tíu vikna kjaradeila þeirra fyrir þremur árum sæti enn í þeim. „Þær gera sér ljóst að verkfall er bitlaust verkfæri í þeirra höndum þar sem þeim er gert að tryggja neyðarmönnun,“ sagði Guðjón. Þess vegna hafi margar ljósmæður gripið til uppsagna nú en ekki boðað til verkfalls. Spurði Guðjón Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra hvort skýringanna á stöðu ljósmæðra væri ef til vill að leita í þeirri staðreynd um um hreina kvennastétt væri að ræða. „Að við séum enn að fá staðfest að sú mismunun sem við horfum upp á sé vegna kerfislægs kynjamisréttis. Það er raunarlegt að horfa upp á þetta hróplega óréttlæti þegar horft er til samanburðarhópa úr háskólasamfélaginu,“ sagði Guðjón „Ég vil byrja á að taka fram að ég styð ljósmæður í baráttu sinni. Ljósmæður eru mikilvæg stétt sem hefur bætt við sig sérmenntun og reynslu sem þjóðfélagið þarf sannarlega á að halda. Það er ótækt að það hafi tekið svo langan tíma að semja við ljósmæður eins og raun ber vitni og áhyggjuefni að ljósmæður á Landspítala segi upp störfum,“ sagði Svandís. Svandís sagðist ekki hafa beinan aðgang að kjaraviðræðum ljósmæðra þar sem þær væru á könnu fjármálaráðherra en hún hefði engu að síður beitt sér fyrir lausn á deilunni. Á föstudag hafi hún beitt sér fyrir að samningar tækjust við sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu en þeir samningar heyrðu undir heilbrigðisráðuneytið. „Hvað kvennastéttir í heilbrigðisþjónustu varðar sérstaklega er ég algerlega sammála málshefjanda. Það er brýnt að bæta kjör kvennastétta og það er mér mikið gleðiefni hér er smátt og smátt að myndast þverpólitísk sátt um það. Ábyrgð stjórnvalda í þessum efnum er mikil. En fleira þarf að sjálfsögðu að koma til. Verkalýðshreyfingin þarf að leggjast á árar með okkur sem og atvinnulífið og skapa þarf sátt um leiðréttingu stórra kvennastétta sem halda upp íslensku samfélagi. Atgerfisflótti hefur verið viðvarandi vandamál í fjölmennum stéttum í heilbrigðiskerfinu, til dæmis og sérstaklega hjá hjúkrunarfræðingum. Og það er mikið áhyggjuefni að slíkur flótti sé einna helst vandamál þegar um er að ræða stórar kvennastéttir,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira