Hvassviðri og væta um hvítasunnuhelgina Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 18. maí 2018 06:00 Fólki er ráðlagt að binda trampólín og annað laust niður. Það þarf lítið til að þau takist á loft í suðaustan hvassviðrinu sem spáð er. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra Veðrið hefur leikið landann heldur grátt undanfarið og margir farnir að þrá D-vítamín í kroppinn. Það mun hins vegar ekki gerast um þessa helgi. „Það verður þokkalegt veður fram að helgi en það verður svalt. Laugardagurinn lítur verst út þar sem spáð er stormi fram eftir degi með mikilli rigningu. Veðrið á þó eftir að skána eitthvað seinnipartinn en hvítasunnudagurinn lítur ekkert sérstaklega vel út heldur,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu. „Það væri gáfulegt að binda niður trampólín, sérstaklega á laugardaginn. Þeir sem eru á ferðinni ættu einnig að fylgjast með spá, því það verður líklega lítið ferðaveður. Þetta gengur þó mögulega niður á mánudag.“ Maímánuður hefur verið heldur leiðinlegur og afar óvelkomin snjó- koma í byrjun mánaðarins kom eflaust mörgum á óvart. Trausti Jónsson, sérfræðingur á sviði veður farsrannsókna hjá Veðurstofu, segir snjókomu í maí ekki sérlega sjaldgæfa, líklega gerist það annað hvert ár. „Það er í rauninni ekki óalgengt að það festi snjó í maí á Suðvesturlandi. En það er þó sjaldgæft að það gerist eftir þann fimmtánda. Það eru líka tilfelli um að það hafi fest snjó í júní, en aldrei í júlí og ágúst. Maí hefur verið óvenjulegur að því leyti til að það er úrkomusamt. Fyrsta vikan í maí var leiðinleg í þessum landhluta, suðvesturhlutanum. Önnur vikan var þó eðlileg, myndi ég segja. Hitinn var þá ofan meðallags og það er alls ekki hægt að segja að það hafi verið kalt, nema einhverja örfáa daga. Lægðirnar hafa aftur á móti verið dýpri en oftast áður,“ segir Trausti. Norðurlöndin eru þó heppnari með veður en þar hefur verið óvenju hlýtt undanfarið. Trausti segir sunnanáttina færa þeim hitann en Ísland sé einfaldlega nær norðanáttinni sem kemur frá Kanada. „Þar hefur verið raunverulega kalt sem er óvenjulegt á þessum tíma,“ segir Trausti. „En það er alltaf einhvers staðar hlýtt og einhvers staðar kalt, eins og til dæmis í Síberíu en við fáum ekki að vita af því. Það er stundum eins og það sé stemning fyrir því að kvarta yfir veðrinu. Veðrið þarf að vera sérstaklega gott til að fá fólk upp úr þessu tali,“ segir Trausti og hlær. „Maí var ofboðslega hlýr í fyrra og fyrripartur maí var metheitur. En við náum því miður ekki að standa undir því í ár.“ Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Veðrið hefur leikið landann heldur grátt undanfarið og margir farnir að þrá D-vítamín í kroppinn. Það mun hins vegar ekki gerast um þessa helgi. „Það verður þokkalegt veður fram að helgi en það verður svalt. Laugardagurinn lítur verst út þar sem spáð er stormi fram eftir degi með mikilli rigningu. Veðrið á þó eftir að skána eitthvað seinnipartinn en hvítasunnudagurinn lítur ekkert sérstaklega vel út heldur,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu. „Það væri gáfulegt að binda niður trampólín, sérstaklega á laugardaginn. Þeir sem eru á ferðinni ættu einnig að fylgjast með spá, því það verður líklega lítið ferðaveður. Þetta gengur þó mögulega niður á mánudag.“ Maímánuður hefur verið heldur leiðinlegur og afar óvelkomin snjó- koma í byrjun mánaðarins kom eflaust mörgum á óvart. Trausti Jónsson, sérfræðingur á sviði veður farsrannsókna hjá Veðurstofu, segir snjókomu í maí ekki sérlega sjaldgæfa, líklega gerist það annað hvert ár. „Það er í rauninni ekki óalgengt að það festi snjó í maí á Suðvesturlandi. En það er þó sjaldgæft að það gerist eftir þann fimmtánda. Það eru líka tilfelli um að það hafi fest snjó í júní, en aldrei í júlí og ágúst. Maí hefur verið óvenjulegur að því leyti til að það er úrkomusamt. Fyrsta vikan í maí var leiðinleg í þessum landhluta, suðvesturhlutanum. Önnur vikan var þó eðlileg, myndi ég segja. Hitinn var þá ofan meðallags og það er alls ekki hægt að segja að það hafi verið kalt, nema einhverja örfáa daga. Lægðirnar hafa aftur á móti verið dýpri en oftast áður,“ segir Trausti. Norðurlöndin eru þó heppnari með veður en þar hefur verið óvenju hlýtt undanfarið. Trausti segir sunnanáttina færa þeim hitann en Ísland sé einfaldlega nær norðanáttinni sem kemur frá Kanada. „Þar hefur verið raunverulega kalt sem er óvenjulegt á þessum tíma,“ segir Trausti. „En það er alltaf einhvers staðar hlýtt og einhvers staðar kalt, eins og til dæmis í Síberíu en við fáum ekki að vita af því. Það er stundum eins og það sé stemning fyrir því að kvarta yfir veðrinu. Veðrið þarf að vera sérstaklega gott til að fá fólk upp úr þessu tali,“ segir Trausti og hlær. „Maí var ofboðslega hlýr í fyrra og fyrripartur maí var metheitur. En við náum því miður ekki að standa undir því í ár.“
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira