Óvissa með úrræði fyrir yngstu fíklana „til skammar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. maí 2018 12:15 Innlögnum ungs fólks á Vog hefur farið fjölgandi á síðustu tveimur árum eftir töluverða fækkun árin á undan. Vísir/Getty Gat er til staðar í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að þjónustu gagnvart yngstu og erfiðustu einstaklingunum sem glíma við vímuefnafíkn. Óvíst er hvað tekur við þegar Vogur hættir að taka á móti fíklum sem eru átján ára og yngri. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi SÁÁ sem haldinn var í gærkvöldi um vímuefnavanda ungs fólks. Fundurinn var að hluta til haldinn til þess að velta því upp hvað tæki við nú þegar SÁÁ hefur ákveðið að hætta að taka við ungmennum sem eru yngri en 18 ára í áfengis- og vímuefnameðferð á Vogi. Ekki þykir lengur í lagi að börn og fullorðnir séu í meðferð á sama sjúkrahúsi. SÁÁ mun þó áfram sinna þjónustu við þennan hóp þangað til nýtt úrræði er í augsýn.Halldór Hauksson Sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs Barnaverndarstofa sálfræðingurVísir/ValliLöskuð bráðaþjónusta Meðal þess sem gagnrýnt var á fundinum var meint áhugaleysi stjórnvalda í garð ungmenna sem glíma við hvað erfiðasta fíknivandann en úrræði fyrir þau eru af skornum skammti „Þarna erum við með mjög erfitt ástand að bráðaþjónusta við unglinga í vímuefnaneyslu er gríðarlega löskuð hér á landi. Landspítalinn sinnir henni mjög lítið,“ sagði Halldór Hauksson, sviðstjóri hjá Barnaverndarstofu sem hélt erindi á fundinum.Það gerði það að verkum að barnaverndarkerfið fengi oft í hendurnar unglinga sem væru mjög veikir og ættu að vera á spítala.„Þetta er eitt af þeim átaksverkefnum sem við teljum að þurfi að fara í,“ sagði Halldór sem lagði áherslu á að það sem vantaði inn í hina svokölluðu þjónustukeðju í þessum málaflokki væri það sem gerðist í kjölfar meðferðar hjá þeim ungmennum sem glíma við hvað versta vandann.Þingvað 35, þar sem fyrirhugað vistheimili átti að vera staðsett.Vísir/Vilhelm„Það eru einstaklingar sem eru endurtekið að koma til meðferðar þar sem búið er að reyna allt,“ sagði Halldór. Meðferðin hafi kannski gengið vel en bakslag kæmi oftar en ekki hjá þessum einstaklingum þegar heim væri komið.Sjá einnig:Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda „Þetta eru krakkar sem eru byrjaðir að nota sprautur. Við höfum séð það frá árinu 2014, fram að því voru kannski einn til tveir einstaklingar sem við sáum sem höfðu prófað sprautur. Allt í einu vorum við komin með kannski tíu til tólf barnahóp á aldrinum sextán til sautján sem voru að prófa sprautur og sumir komnir í alvarlegan vanda,“ sagði Halldór. Til þess að glíma við þetta hafi Barnaverndarstofa meðal annars haft upp áætlanir um að opna vistheimili í Þingvaði í Norðlingaholti fyrir ungmenni sem glíma við alvarlegan fíkniefnavanda. Íbúar í hverfinu voru þó mjög ósáttir við það og gerðu það sem þeir gátu til þess að koma í veg fyrir opnun vistheimilisins.Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs.Ekki hægt að horfa fram hjá þessum hópi Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs, hélt einnig erindi á fundinum og í máli hennar kom fram að undanfarin tvö ár hafi það færst í aukana að ungmenni yngri en tuttugu ára væri að leita til SÁA, eftir fækkun síðustu þrettán ár þar á undan.„Það er að aukast að fólk komi hingað yngri en 20 ára til okkar. Innlagnirnar eru á uppleið, bæði nýjar og endurkomur. Ég skoðaði það sem af er ári. Það er liðinn þriðjungur af árinu og það er ekki minna þetta árið. Við erum komin með yfir 100 innritanir á þessum fyrsta þriðjungi,“ sagði Valgerður en á síðasta ári hafi 60 ólögráða einstaklingar verið innritaðir á Vog.„Þetta er ekki hópur sem hægt er að horfa fram hjá. Það er skömm að því að heilbrigðiskerfið sinni því ekki betur. Það er ekki hægt að segja annað en það,“ sagði Valgerður einnig.Sagði hún að SÁÁ biði þessum hóp upp á margvíslega þjónustu, ungmennadeildina á Vogi, fjölskyldumeðferð, foreldrafræðslu og sálfræðimeðferð, auk göngudeilda í Reykjavík og á Akureyri. Upp á vantaði þó að ríkið sýndi þessum málaflokki skilning.Þórarinn Tyrfingsson læknir var fundarstjóri fundarins.Vísir/Tryggvi.„Þessi göngudeild okkar sem að við rekum, SÁÁ, hún hefur ekkert fjármagn frá ríkinu. Það er enginn samningur um það. Ríkið tekur enga ábyrgð á þessari þjónustu, bara enga,“ sagði Valgerður.Hvað tekur við af Vogi?Eins og áður segir liggur fyrir að SÁÁ ætlar að hætta að taka á móti einstaklingum átján ára og yngri á Vog. Fór Valgerður yfir þýðingu þess og hvaða áhrif það mun hafa.„Þá erum við að missa af því að grípa snemma inn í fíknisjúkdóma hjá fólki sem er undir átján ára. Þau þurfa mörg hver nauðsynlega á því að koma í innlögn á sjúkrahús út af sinni neyslu. Það er nauðsynlegt að einhver heilbrigðisstofnun sinni því ef við drögum í land þar eða þegar það gerist.“Í því sambandi væri mikilvægt að koma á lokaðri deild sem væri ekki til staðar nú.„Þetta er gat í velferðarþjónustunni og til skammar fyrir okkur. Ólögráða börn í alvarlegri vímuefnaneyslu og áhættuhegðun fá ekki oft þau þjónustu sem þau þurfa. Oft á tíðum er þörf á lokaðri deild á heilbrigðisstofnun sem sinnir þeirra þörfum vegna vímu og fráhvarfa en einnig vegna geðræns vanda og líkamlegra afleiðinga,“ sagði Valgerður.Sagði hún einnig að SÁÁ hefði áhyggjur af framtíðarskipan þessara mála eftir að Vogur hættir að taka við ungmennum yngri en átján ára. Hún hefði þó fulla trú á því að góð lausn myndi finnast.„Við spyrjum hvað tekur við þegar þau koma ekki lengur á sjúkrahúsið Vog?“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vogur hættir að taka við ungmennum yngri en 18 ára Ákveðið hefur verið að sjúkrahúsið Vogur, sem rekið er af SÁÁ og sinnir áfengis-og vímuefnameðferð, muni hætta að taka við ungmennum sem eru yngri en 18 ára í meðferð. 12. apríl 2018 11:34 Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22 Ráðherra segir heilbrigðiskerfið vanbúið til þess að taka á fíknivanda barna Heilbrigðisráðherra segir að skoða þurfi hvort opna eigi sérstaka deild fyrir börn með margþættan vanda 11. apríl 2018 18:45 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Gat er til staðar í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að þjónustu gagnvart yngstu og erfiðustu einstaklingunum sem glíma við vímuefnafíkn. Óvíst er hvað tekur við þegar Vogur hættir að taka á móti fíklum sem eru átján ára og yngri. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi SÁÁ sem haldinn var í gærkvöldi um vímuefnavanda ungs fólks. Fundurinn var að hluta til haldinn til þess að velta því upp hvað tæki við nú þegar SÁÁ hefur ákveðið að hætta að taka við ungmennum sem eru yngri en 18 ára í áfengis- og vímuefnameðferð á Vogi. Ekki þykir lengur í lagi að börn og fullorðnir séu í meðferð á sama sjúkrahúsi. SÁÁ mun þó áfram sinna þjónustu við þennan hóp þangað til nýtt úrræði er í augsýn.Halldór Hauksson Sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs Barnaverndarstofa sálfræðingurVísir/ValliLöskuð bráðaþjónusta Meðal þess sem gagnrýnt var á fundinum var meint áhugaleysi stjórnvalda í garð ungmenna sem glíma við hvað erfiðasta fíknivandann en úrræði fyrir þau eru af skornum skammti „Þarna erum við með mjög erfitt ástand að bráðaþjónusta við unglinga í vímuefnaneyslu er gríðarlega löskuð hér á landi. Landspítalinn sinnir henni mjög lítið,“ sagði Halldór Hauksson, sviðstjóri hjá Barnaverndarstofu sem hélt erindi á fundinum.Það gerði það að verkum að barnaverndarkerfið fengi oft í hendurnar unglinga sem væru mjög veikir og ættu að vera á spítala.„Þetta er eitt af þeim átaksverkefnum sem við teljum að þurfi að fara í,“ sagði Halldór sem lagði áherslu á að það sem vantaði inn í hina svokölluðu þjónustukeðju í þessum málaflokki væri það sem gerðist í kjölfar meðferðar hjá þeim ungmennum sem glíma við hvað versta vandann.Þingvað 35, þar sem fyrirhugað vistheimili átti að vera staðsett.Vísir/Vilhelm„Það eru einstaklingar sem eru endurtekið að koma til meðferðar þar sem búið er að reyna allt,“ sagði Halldór. Meðferðin hafi kannski gengið vel en bakslag kæmi oftar en ekki hjá þessum einstaklingum þegar heim væri komið.Sjá einnig:Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda „Þetta eru krakkar sem eru byrjaðir að nota sprautur. Við höfum séð það frá árinu 2014, fram að því voru kannski einn til tveir einstaklingar sem við sáum sem höfðu prófað sprautur. Allt í einu vorum við komin með kannski tíu til tólf barnahóp á aldrinum sextán til sautján sem voru að prófa sprautur og sumir komnir í alvarlegan vanda,“ sagði Halldór. Til þess að glíma við þetta hafi Barnaverndarstofa meðal annars haft upp áætlanir um að opna vistheimili í Þingvaði í Norðlingaholti fyrir ungmenni sem glíma við alvarlegan fíkniefnavanda. Íbúar í hverfinu voru þó mjög ósáttir við það og gerðu það sem þeir gátu til þess að koma í veg fyrir opnun vistheimilisins.Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs.Ekki hægt að horfa fram hjá þessum hópi Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs, hélt einnig erindi á fundinum og í máli hennar kom fram að undanfarin tvö ár hafi það færst í aukana að ungmenni yngri en tuttugu ára væri að leita til SÁA, eftir fækkun síðustu þrettán ár þar á undan.„Það er að aukast að fólk komi hingað yngri en 20 ára til okkar. Innlagnirnar eru á uppleið, bæði nýjar og endurkomur. Ég skoðaði það sem af er ári. Það er liðinn þriðjungur af árinu og það er ekki minna þetta árið. Við erum komin með yfir 100 innritanir á þessum fyrsta þriðjungi,“ sagði Valgerður en á síðasta ári hafi 60 ólögráða einstaklingar verið innritaðir á Vog.„Þetta er ekki hópur sem hægt er að horfa fram hjá. Það er skömm að því að heilbrigðiskerfið sinni því ekki betur. Það er ekki hægt að segja annað en það,“ sagði Valgerður einnig.Sagði hún að SÁÁ biði þessum hóp upp á margvíslega þjónustu, ungmennadeildina á Vogi, fjölskyldumeðferð, foreldrafræðslu og sálfræðimeðferð, auk göngudeilda í Reykjavík og á Akureyri. Upp á vantaði þó að ríkið sýndi þessum málaflokki skilning.Þórarinn Tyrfingsson læknir var fundarstjóri fundarins.Vísir/Tryggvi.„Þessi göngudeild okkar sem að við rekum, SÁÁ, hún hefur ekkert fjármagn frá ríkinu. Það er enginn samningur um það. Ríkið tekur enga ábyrgð á þessari þjónustu, bara enga,“ sagði Valgerður.Hvað tekur við af Vogi?Eins og áður segir liggur fyrir að SÁÁ ætlar að hætta að taka á móti einstaklingum átján ára og yngri á Vog. Fór Valgerður yfir þýðingu þess og hvaða áhrif það mun hafa.„Þá erum við að missa af því að grípa snemma inn í fíknisjúkdóma hjá fólki sem er undir átján ára. Þau þurfa mörg hver nauðsynlega á því að koma í innlögn á sjúkrahús út af sinni neyslu. Það er nauðsynlegt að einhver heilbrigðisstofnun sinni því ef við drögum í land þar eða þegar það gerist.“Í því sambandi væri mikilvægt að koma á lokaðri deild sem væri ekki til staðar nú.„Þetta er gat í velferðarþjónustunni og til skammar fyrir okkur. Ólögráða börn í alvarlegri vímuefnaneyslu og áhættuhegðun fá ekki oft þau þjónustu sem þau þurfa. Oft á tíðum er þörf á lokaðri deild á heilbrigðisstofnun sem sinnir þeirra þörfum vegna vímu og fráhvarfa en einnig vegna geðræns vanda og líkamlegra afleiðinga,“ sagði Valgerður.Sagði hún einnig að SÁÁ hefði áhyggjur af framtíðarskipan þessara mála eftir að Vogur hættir að taka við ungmennum yngri en átján ára. Hún hefði þó fulla trú á því að góð lausn myndi finnast.„Við spyrjum hvað tekur við þegar þau koma ekki lengur á sjúkrahúsið Vog?“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vogur hættir að taka við ungmennum yngri en 18 ára Ákveðið hefur verið að sjúkrahúsið Vogur, sem rekið er af SÁÁ og sinnir áfengis-og vímuefnameðferð, muni hætta að taka við ungmennum sem eru yngri en 18 ára í meðferð. 12. apríl 2018 11:34 Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22 Ráðherra segir heilbrigðiskerfið vanbúið til þess að taka á fíknivanda barna Heilbrigðisráðherra segir að skoða þurfi hvort opna eigi sérstaka deild fyrir börn með margþættan vanda 11. apríl 2018 18:45 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Vogur hættir að taka við ungmennum yngri en 18 ára Ákveðið hefur verið að sjúkrahúsið Vogur, sem rekið er af SÁÁ og sinnir áfengis-og vímuefnameðferð, muni hætta að taka við ungmennum sem eru yngri en 18 ára í meðferð. 12. apríl 2018 11:34
Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22
Ráðherra segir heilbrigðiskerfið vanbúið til þess að taka á fíknivanda barna Heilbrigðisráðherra segir að skoða þurfi hvort opna eigi sérstaka deild fyrir börn með margþættan vanda 11. apríl 2018 18:45