Í vagninum Magnús Guðmundsson skrifar 16. maí 2018 10:00 Skerðu þig úr. Einhver þarf að gera það. Það er auðvelt að vera sporgöngumaður. Það getur verið skrýtið að gera og segja það sem er öðruvísi. En án þeirra óþæginda er frelsið ekki mögulegt. Mundu eftir Rosu Parks. Á því augnabliki sem þú setur fordæmi er búið að rjúfa seið kyrrstöðunnar og annað fólk getur fylgt í fótspor þín.“ Þessi orð úr bókinni Um harðstjórn eftir Timothy Snyder, prófessor í sagnfræði við Yale-háskóla, eiga erindi til okkar allra á öllum tímum. Í þeim er fólgin hvatning til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir með því sem er rétt fremur en hentugt og við getum tekið þetta til okkar sem einstaklingar og samfélög. Í lýðræðisríkjum eru einstaklingarnir leiddir áfram í krafti meirihluta samfélagsins af ríkisstjórnum. Þær eru fulltrúar valdsins sem við framseljum í þeirra hendur og þeim ber að starfa og koma fram í okkar nafni sem ein heild. Fulltrúahlutverk ríkisstjórna er bersýnilegt á alþjóðlegum vettvangi og þar gefst jafnvel ríkisstjórnum smáríkja tækifæri til þess að vera Rosa Parks alþjóðasamfélagsins. Tækifæri til þess að „rjúfa seið kyrrstöðunnar“ og standa með lítilmagnanum. Tækifæri til þess að setjast fremst í vagninn og taka stöðu gegn valdinu en með mannréttindum. Að setja slíkt fordæmi getur verið erfitt en það gerir öðrum kleift að fylgja í fótsporin og sagan kennir okkur að það mun allt verða þess virði. Skotárás Ísraelshers á mótmælendur á landamærum Ísraels og Gaza fyrr í vikunni var smánarleg valdbeiting og í raun ekkert annað en fjöldamorð. Hátt í sextíu manns féllu í valinn og á þriðja þúsund særðust og þar af fjölmargir alvarlega. Það er óþarfi að tíunda tilkomu þessara voðaverka sem eru framin í skjóli Bandaríkjanna og forseta þeirra, Donalds Trump. Það er hins vegar ástæða til þess að velta því fyrir sér hversu mikilvægt það er ríkisstjórn Íslands að fá að sitja með í vagninum hjá Bandaríkjastjórn. Hvort það breyti engu hversu mörg mannslíf og þar af einnig barnslíf Ísraelsher tekur. Það virðist ekki vera. Það sem skiptir ríkisstjórn Íslands máli er að fá að sitja aftast í vagninum sem Trump stýrir á fullri ferð alveg óháð því hver fyrir verður og hún ætlar svo sannarlega ekki að láta henda sér út. Ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að skera sig úr og vera Rosa Parks í þessu máli heldur situr bara hnípin og þögul þarna aftast í vagninum og hugar að hagsmunum þjóðarinnar. Krónum og aurum okkar Íslendinga frekar en lífi og dauða Palestínumanna. Fordæming stjórnar þingflokks VG breytir litlu þar um því formaður flokksins er sitjandi forsætisráðherra. Leiðtogi ríkisstjórnarinnar sem íslenska þjóðin framseldi vald sitt fer þá leið að láta bakland sitt taka afstöðu en sitja áfram í þögn í vagninum hjá Donald Trump. Sú staða er vonandi ekki komin til að vera því ef við viljum bæta heiminn þurfum við öll að þora að vera Rosa Parks. Þora að taka afstöðu með friði gegn stríði og lífi gegn morðum. Alltaf og án undantekninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Skerðu þig úr. Einhver þarf að gera það. Það er auðvelt að vera sporgöngumaður. Það getur verið skrýtið að gera og segja það sem er öðruvísi. En án þeirra óþæginda er frelsið ekki mögulegt. Mundu eftir Rosu Parks. Á því augnabliki sem þú setur fordæmi er búið að rjúfa seið kyrrstöðunnar og annað fólk getur fylgt í fótspor þín.“ Þessi orð úr bókinni Um harðstjórn eftir Timothy Snyder, prófessor í sagnfræði við Yale-háskóla, eiga erindi til okkar allra á öllum tímum. Í þeim er fólgin hvatning til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir með því sem er rétt fremur en hentugt og við getum tekið þetta til okkar sem einstaklingar og samfélög. Í lýðræðisríkjum eru einstaklingarnir leiddir áfram í krafti meirihluta samfélagsins af ríkisstjórnum. Þær eru fulltrúar valdsins sem við framseljum í þeirra hendur og þeim ber að starfa og koma fram í okkar nafni sem ein heild. Fulltrúahlutverk ríkisstjórna er bersýnilegt á alþjóðlegum vettvangi og þar gefst jafnvel ríkisstjórnum smáríkja tækifæri til þess að vera Rosa Parks alþjóðasamfélagsins. Tækifæri til þess að „rjúfa seið kyrrstöðunnar“ og standa með lítilmagnanum. Tækifæri til þess að setjast fremst í vagninn og taka stöðu gegn valdinu en með mannréttindum. Að setja slíkt fordæmi getur verið erfitt en það gerir öðrum kleift að fylgja í fótsporin og sagan kennir okkur að það mun allt verða þess virði. Skotárás Ísraelshers á mótmælendur á landamærum Ísraels og Gaza fyrr í vikunni var smánarleg valdbeiting og í raun ekkert annað en fjöldamorð. Hátt í sextíu manns féllu í valinn og á þriðja þúsund særðust og þar af fjölmargir alvarlega. Það er óþarfi að tíunda tilkomu þessara voðaverka sem eru framin í skjóli Bandaríkjanna og forseta þeirra, Donalds Trump. Það er hins vegar ástæða til þess að velta því fyrir sér hversu mikilvægt það er ríkisstjórn Íslands að fá að sitja með í vagninum hjá Bandaríkjastjórn. Hvort það breyti engu hversu mörg mannslíf og þar af einnig barnslíf Ísraelsher tekur. Það virðist ekki vera. Það sem skiptir ríkisstjórn Íslands máli er að fá að sitja aftast í vagninum sem Trump stýrir á fullri ferð alveg óháð því hver fyrir verður og hún ætlar svo sannarlega ekki að láta henda sér út. Ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að skera sig úr og vera Rosa Parks í þessu máli heldur situr bara hnípin og þögul þarna aftast í vagninum og hugar að hagsmunum þjóðarinnar. Krónum og aurum okkar Íslendinga frekar en lífi og dauða Palestínumanna. Fordæming stjórnar þingflokks VG breytir litlu þar um því formaður flokksins er sitjandi forsætisráðherra. Leiðtogi ríkisstjórnarinnar sem íslenska þjóðin framseldi vald sitt fer þá leið að láta bakland sitt taka afstöðu en sitja áfram í þögn í vagninum hjá Donald Trump. Sú staða er vonandi ekki komin til að vera því ef við viljum bæta heiminn þurfum við öll að þora að vera Rosa Parks. Þora að taka afstöðu með friði gegn stríði og lífi gegn morðum. Alltaf og án undantekninga.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar