Góðir grannar Haukur Örn Birgisson skrifar 15. maí 2018 07:00 Á hverju einasta ári gengur okkur illa í Eurovision og á hverju einasta ári skiljum við ekkert í hvers vegna. Ég viðurkenni að ég læt þetta hafa töluverð áhrif á mig. Ég er oftar en ekki sannfærður um að íslenska lagið sigri og ég botna ekkert í evrópsku samferðafólki mínu þegar úrslitin liggja fyrir. Þetta fólk veit greinilega ekkert um tónlist og leyfir okkur ekki einu sinni að komast upp úr riðlinum. Algjör skandall og stælar. Ein útbreiddasta kenningin varðandi úrslitin ár hvert er sú að áhorfendur munu alltaf gefa fulltrúum nágrannaþjóða sinna flest stig. Þannig eiga þjóðirnar með flestu landamærin mestu möguleikana á sigri. Nokkuð einfalt. Við Íslendingar bölsótumst yfir öllum þessum Austur-Evrópuþjóðum og grenjum á sama tíma yfir því að búa á eyju. Þessi útskýring stenst hins vegar varla skoðun ef horft er til liðinnar helgar, þar sem hin ísraelska Netta söngkona kom, sá og sigraði. Í fyrsta lagi er óhætt að fullyrða að Ísrael njóti ekki sérstaklega mikillar pólitískrar samúðar hjá Evrópubúum og í öðru lagi þá á Ísrael ekki landamæri að einu einasta Evrópuríki. Landið er ekki einu sinni í Evrópu, ef út í það er farið, en hefur samt sem áður sigrað í Eurovision í fjórgang. Þótt mér sé fyrirmunað að skilja hvernig ísraelska lagið fór að því að sigra þá getum við Íslendingar að minnsta kosti fagnað því að nágrannakenningin er hrunin til grunna. Ætli líklegasta skýringin sé ekki bara sú að fólk kýs það atriði sem því finnst skemmtilegast? Vandamál okkar Íslendinga og áskorun felst þá bara í því að finna slíkt atriði. Svo höldum við að sjálfsögðu áfram að gefa Norðmönnum, Svíum eða Dönum tólf stig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Á hverju einasta ári gengur okkur illa í Eurovision og á hverju einasta ári skiljum við ekkert í hvers vegna. Ég viðurkenni að ég læt þetta hafa töluverð áhrif á mig. Ég er oftar en ekki sannfærður um að íslenska lagið sigri og ég botna ekkert í evrópsku samferðafólki mínu þegar úrslitin liggja fyrir. Þetta fólk veit greinilega ekkert um tónlist og leyfir okkur ekki einu sinni að komast upp úr riðlinum. Algjör skandall og stælar. Ein útbreiddasta kenningin varðandi úrslitin ár hvert er sú að áhorfendur munu alltaf gefa fulltrúum nágrannaþjóða sinna flest stig. Þannig eiga þjóðirnar með flestu landamærin mestu möguleikana á sigri. Nokkuð einfalt. Við Íslendingar bölsótumst yfir öllum þessum Austur-Evrópuþjóðum og grenjum á sama tíma yfir því að búa á eyju. Þessi útskýring stenst hins vegar varla skoðun ef horft er til liðinnar helgar, þar sem hin ísraelska Netta söngkona kom, sá og sigraði. Í fyrsta lagi er óhætt að fullyrða að Ísrael njóti ekki sérstaklega mikillar pólitískrar samúðar hjá Evrópubúum og í öðru lagi þá á Ísrael ekki landamæri að einu einasta Evrópuríki. Landið er ekki einu sinni í Evrópu, ef út í það er farið, en hefur samt sem áður sigrað í Eurovision í fjórgang. Þótt mér sé fyrirmunað að skilja hvernig ísraelska lagið fór að því að sigra þá getum við Íslendingar að minnsta kosti fagnað því að nágrannakenningin er hrunin til grunna. Ætli líklegasta skýringin sé ekki bara sú að fólk kýs það atriði sem því finnst skemmtilegast? Vandamál okkar Íslendinga og áskorun felst þá bara í því að finna slíkt atriði. Svo höldum við að sjálfsögðu áfram að gefa Norðmönnum, Svíum eða Dönum tólf stig.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun