Erum með mikið sjálfstraust Hjörvar Ólafsson skrifar 15. maí 2018 08:30 Berglind Björg Þorvaldsdóttir og stöllur hennar í Breiðabliki hafa byrjað tímabilið af krafti. Fréttablaðið/Anton brink Berglind Björg Þorvaldsdóttir og samherjar hennar hjá Breiðabliki mæta HK/Víkingi í nágrannaslag í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Berglind Björg hefur, líkt og Breiðabliksliðið allt, farið vel af stað í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Nýliðar HK/Víkings hafa hins vegar sýnt klærnar í upphafi deildarinnar, en liðið vann FH í fyrstu umferðinni og tapaði svo fyrir ríkjandi Íslandsmeisturum, Þór/KA, eftir hörkuleik í annarri umferðinni. Breiðablik hefur aftur á móti haft betur í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni, en liðið hefur skorað tíu mörk í öruggum sigrum. Berglind Björg hefur skorað fjögur af þessum tíu mörkum, en hún er næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Söndru Maríu Jessen, framherja Þórs/KA sem hefur skorað fimm mörk í þremur leikjum. „Það er mikið sjálfstraust í liðinu eftir góða byrjun í deildinni í sumar. Við byrjuðum mótið af miklum krafti með góðum sigri á Stjörnunni og svo fylgdi sannfærandi sigur á Grindavík þar í kjölfarið. Við ætlum að halda þessu áfram og stefnan er sett á þrjú stig í leiknum gegn HK/Víkingi,“ sagði Berglind Björg í samtali við Fréttablaðið. „Við misstum frábæra leikmenn eftir síðasta tímabil, en þeir leikmenn sem eftir eru hafa fengið aukna ábyrgð í staðinn. Það eru margir leikmenn sem hafa gripið tækifærið og staðið sig mjög vel. Við fylltum líka í skörðin með nýjum og öflugum leikmönnum. Þetta hefur leitt til þess að við söknum ekki þeirra leikmanna sem fóru og gæði liðsins eru á pari við liðið í fyrra að mínu mati. Við notuðum veturinn vel í að byggja upp nýtt lið. Leikmannahópurinn hefur smollið vel saman og liðsandinn í hópnum er alveg frábær,“ sagði hún um stemminguna í Breiðabliki. Breiðablik stefnir að því að komast upp að hlið Þórs/KA, sem trónir á toppi deildarinnar með níu stig, með sigri gegn HK/Víkingi. Þá getur Berglind Björg jafnað eða skotist upp fyrir Söndru Maríu á listanum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með marki eða mörkum í leiknum. „Það er alltaf jafn góð tilfinning að skora og það eykur sjálfsöryggið að sjá boltann í netinu. Það var gott að brjóta ísinn strax í fyrsta leik og það hefur gengið vel að koma boltanum í markið í upphafi leiktíðarinnar. Vonandi næ ég að halda áfram á þessari braut og halda áfram að hjálpa liðinu með því að skora,“ sagði Berglind Björg um markaskorun sína. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir og samherjar hennar hjá Breiðabliki mæta HK/Víkingi í nágrannaslag í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Berglind Björg hefur, líkt og Breiðabliksliðið allt, farið vel af stað í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Nýliðar HK/Víkings hafa hins vegar sýnt klærnar í upphafi deildarinnar, en liðið vann FH í fyrstu umferðinni og tapaði svo fyrir ríkjandi Íslandsmeisturum, Þór/KA, eftir hörkuleik í annarri umferðinni. Breiðablik hefur aftur á móti haft betur í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni, en liðið hefur skorað tíu mörk í öruggum sigrum. Berglind Björg hefur skorað fjögur af þessum tíu mörkum, en hún er næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Söndru Maríu Jessen, framherja Þórs/KA sem hefur skorað fimm mörk í þremur leikjum. „Það er mikið sjálfstraust í liðinu eftir góða byrjun í deildinni í sumar. Við byrjuðum mótið af miklum krafti með góðum sigri á Stjörnunni og svo fylgdi sannfærandi sigur á Grindavík þar í kjölfarið. Við ætlum að halda þessu áfram og stefnan er sett á þrjú stig í leiknum gegn HK/Víkingi,“ sagði Berglind Björg í samtali við Fréttablaðið. „Við misstum frábæra leikmenn eftir síðasta tímabil, en þeir leikmenn sem eftir eru hafa fengið aukna ábyrgð í staðinn. Það eru margir leikmenn sem hafa gripið tækifærið og staðið sig mjög vel. Við fylltum líka í skörðin með nýjum og öflugum leikmönnum. Þetta hefur leitt til þess að við söknum ekki þeirra leikmanna sem fóru og gæði liðsins eru á pari við liðið í fyrra að mínu mati. Við notuðum veturinn vel í að byggja upp nýtt lið. Leikmannahópurinn hefur smollið vel saman og liðsandinn í hópnum er alveg frábær,“ sagði hún um stemminguna í Breiðabliki. Breiðablik stefnir að því að komast upp að hlið Þórs/KA, sem trónir á toppi deildarinnar með níu stig, með sigri gegn HK/Víkingi. Þá getur Berglind Björg jafnað eða skotist upp fyrir Söndru Maríu á listanum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með marki eða mörkum í leiknum. „Það er alltaf jafn góð tilfinning að skora og það eykur sjálfsöryggið að sjá boltann í netinu. Það var gott að brjóta ísinn strax í fyrsta leik og það hefur gengið vel að koma boltanum í markið í upphafi leiktíðarinnar. Vonandi næ ég að halda áfram á þessari braut og halda áfram að hjálpa liðinu með því að skora,“ sagði Berglind Björg um markaskorun sína.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira