Björt og fögur ásýnd Garðabæjar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 14. maí 2018 10:41 Nýútkomin skýrsla SA gefur okkur íbúum Garðabæjar fallega og bjarta ásýnd á sterka fjárhagslega stöðu bæjarins í samanburði við stærstu sveitarfélög landsins. Það skiptir gríðarlega miklu máli að haldið sé vel utan um fjármálarekstur sveitarfélaga. En um leið er ekki síður mikilvægt að rýna í hvernig því fjármagni sem slíkt svigrúm gefur er ráðstafað í þágu íbúa.Betur má ef duga skal Garðabæjarlistinn hefur bent á að betur má ef duga skal þegar kemur að þjónustu við íbúa. Þetta á við til að mynda í velferðarþjónustu, gagnsæi í stjórnsýslu, upplýsingagjöf og atvinnuuppbyggingu. Þar er því miður ekki að sjá þessa sömu björtu og fögru ásýnd. En skiptir það einhverju máli? Er einhver þörf á fjárfestingu í samfélagslegri ábyrgð sem felur í sér velferð fyrir alla ekki bara valfrelsi fyrir suma? Við í Garðabæjarlistanum segjum já. Það skiptir höfuðmáli að fjárfesta í samfélagslegri ábyrgð. Það hefur bæði gríðarleg áhrif á hvern einasta íbúa en ekki síður á þróun samfélagsins til lengri tíma. Það skiptir máli í hverju er fjárfest, hvort það eru fjárfestingar til lengri eða skemmri tíma og þá sérstaklega hvort fjárfest er í þágu allra íbúa.Gerum bara enn betur Garðabær virðist nefnilega samkvæmt skýrslu SA hafa gott fjárhagslegt svigrúm til þess að forgangsraða betur í þágu íbúa. Til að mynda mætti nýta slíkt svigrúm til að gera betur við barnafjölskyldur. Garðabæjarlistinn vill sjá álögur á barnafjölskyldur lækka, ekki síst til þess að laða fleira ungt fólk aftur inn í bæinn. Við viljum sjá Garðabæ gera það sem einfalt er að gera til þess einmitt að tryggja ungum fjölskyldum möguleikann á búsetu án þess að borga mikið meira fyrir alla þjónustu en annar staðar. Það er ekki sanngjarnt og til lengri tíma litið er það einfaldlega hættuleg stefna. Sveitarfélagið má ekki láta fjárfestingu í innviðum líða fyrir fjárhagslega góða útkomu eina saman. Þannig tapar samfélagið allt í stað þess að græða.Lægsta útsvarið og lægstu fasteignaskattarnir en hvað svo?Þannig er að útsvar og fasteignaskattur eru lægst í Garðabæ en á móti kemur að íbúar borga meira fyrir til dæmis leikskóla, fæði barna og ungmenna og íþróttaiðkun barna. Á sama tíma er ekki verið að fjárfesta til framtíðar í velferð, engin framtíðarsýn er varðar búsetuúrræði fyrir fatlaða einstaklinga og félagslegt húsnæði ekki til. Engin plön eru fyrir hendi í þessum málaflokkum til framtíðar þrátt fyrir fjárhagslegt svigrúm og fallega ásýnd og bjarta. Það sem gerir þetta enn verra er að ef viðurkennda leiðin er að bjóða ákveðnum hópum eins og fötluðum upp á verri þjónustu og láta aðra líkt og foreldra með börn á leikskólum borga meira til að fá góða þjónustu.Hlutverk sveitarfélaga Meginhlutverk sveitarfélaga er að tryggja góða grunnþjónustu fyrir alla. Þess vegna er ekki nóg að stæra sig af lægsta útsvarinu og lægsta fasteignskattinum á hvern íbúa þegar það er sá tekjustofn sem er ætlað að tryggja góða lögbundna grunnþjónustu. Þessir þættir verða að fara saman. Þegar grunnþjónustu við íbúa í bænum er ekki sinnt sem skyldi eru fögur orð um sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar innantóm og villandi. Gerum Garðabæ fyrir alla. Forgangsröðum í mennsku og fjárfestum með hagsmuni allra íbúa að leiðarljósi. Kjósum Garðabæjarlistann! Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nýútkomin skýrsla SA gefur okkur íbúum Garðabæjar fallega og bjarta ásýnd á sterka fjárhagslega stöðu bæjarins í samanburði við stærstu sveitarfélög landsins. Það skiptir gríðarlega miklu máli að haldið sé vel utan um fjármálarekstur sveitarfélaga. En um leið er ekki síður mikilvægt að rýna í hvernig því fjármagni sem slíkt svigrúm gefur er ráðstafað í þágu íbúa.Betur má ef duga skal Garðabæjarlistinn hefur bent á að betur má ef duga skal þegar kemur að þjónustu við íbúa. Þetta á við til að mynda í velferðarþjónustu, gagnsæi í stjórnsýslu, upplýsingagjöf og atvinnuuppbyggingu. Þar er því miður ekki að sjá þessa sömu björtu og fögru ásýnd. En skiptir það einhverju máli? Er einhver þörf á fjárfestingu í samfélagslegri ábyrgð sem felur í sér velferð fyrir alla ekki bara valfrelsi fyrir suma? Við í Garðabæjarlistanum segjum já. Það skiptir höfuðmáli að fjárfesta í samfélagslegri ábyrgð. Það hefur bæði gríðarleg áhrif á hvern einasta íbúa en ekki síður á þróun samfélagsins til lengri tíma. Það skiptir máli í hverju er fjárfest, hvort það eru fjárfestingar til lengri eða skemmri tíma og þá sérstaklega hvort fjárfest er í þágu allra íbúa.Gerum bara enn betur Garðabær virðist nefnilega samkvæmt skýrslu SA hafa gott fjárhagslegt svigrúm til þess að forgangsraða betur í þágu íbúa. Til að mynda mætti nýta slíkt svigrúm til að gera betur við barnafjölskyldur. Garðabæjarlistinn vill sjá álögur á barnafjölskyldur lækka, ekki síst til þess að laða fleira ungt fólk aftur inn í bæinn. Við viljum sjá Garðabæ gera það sem einfalt er að gera til þess einmitt að tryggja ungum fjölskyldum möguleikann á búsetu án þess að borga mikið meira fyrir alla þjónustu en annar staðar. Það er ekki sanngjarnt og til lengri tíma litið er það einfaldlega hættuleg stefna. Sveitarfélagið má ekki láta fjárfestingu í innviðum líða fyrir fjárhagslega góða útkomu eina saman. Þannig tapar samfélagið allt í stað þess að græða.Lægsta útsvarið og lægstu fasteignaskattarnir en hvað svo?Þannig er að útsvar og fasteignaskattur eru lægst í Garðabæ en á móti kemur að íbúar borga meira fyrir til dæmis leikskóla, fæði barna og ungmenna og íþróttaiðkun barna. Á sama tíma er ekki verið að fjárfesta til framtíðar í velferð, engin framtíðarsýn er varðar búsetuúrræði fyrir fatlaða einstaklinga og félagslegt húsnæði ekki til. Engin plön eru fyrir hendi í þessum málaflokkum til framtíðar þrátt fyrir fjárhagslegt svigrúm og fallega ásýnd og bjarta. Það sem gerir þetta enn verra er að ef viðurkennda leiðin er að bjóða ákveðnum hópum eins og fötluðum upp á verri þjónustu og láta aðra líkt og foreldra með börn á leikskólum borga meira til að fá góða þjónustu.Hlutverk sveitarfélaga Meginhlutverk sveitarfélaga er að tryggja góða grunnþjónustu fyrir alla. Þess vegna er ekki nóg að stæra sig af lægsta útsvarinu og lægsta fasteignskattinum á hvern íbúa þegar það er sá tekjustofn sem er ætlað að tryggja góða lögbundna grunnþjónustu. Þessir þættir verða að fara saman. Þegar grunnþjónustu við íbúa í bænum er ekki sinnt sem skyldi eru fögur orð um sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar innantóm og villandi. Gerum Garðabæ fyrir alla. Forgangsröðum í mennsku og fjárfestum með hagsmuni allra íbúa að leiðarljósi. Kjósum Garðabæjarlistann! Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun